Fréttablaðið - 23.08.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 23.08.2010, Síða 22
 23. 2 „Við höfum fengið frábærar við- tökur síðan við opnuðum Hrím hér í Kaupvangsstræti í maí og svo bauðst okkur að opna aðra verslun í Hofi, menningarhúsinu sem verð- ur vígt á föstudaginn,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, annar eigenda Hríms hönnunarhúss á Akureyri þar sem hún er í óða önn að undir- búa opnunina ásamt hinum eigand- anum, Hrafnhildi Jónsdóttur. Þær stöllur eru báðar arkitekt- ar. Þær voru hins vegar ekki með atvinnu við sitt fag síðastliðið vor og ákváðu að sameina krafta sína. Á Akureyri er líflegt listalíf en Tinna og Hrafnhildur sáu að hönn- uði vantaði vettvang. „Þó að hér fáist í verslunum ein og ein hönnunarvara þá var enginn staður sem sinnti hönnun og arki- tektúr eingöngu. Eins langaði okkur að lífga upp á gilið fyrr á daginn. Fólk er mjög jákvætt og segir þetta kærkomna viðbót í bæinn.“ Vinnustofa Tinnu og Hrafnhild- ar er í versluninni á Kaupvangs- stræti og geta gestir fylgst með vinnu þeirra. Húsnæðið sjálft var bifvélaverkstæði í gamla mjólkur- samlaginu og hanga enn krók- ar í loftum. Úrvalið í versluninni byggir á íslenskri hönnun í bland við nokkrar erlendar vörur. Einn- ig ætla þær sér að selja eigin vöru- línu í Hrími og hafa þegar látið framleiða fylgihlutasnagann Birki. Tinna og Hrafnhildur unnu einnig samkeppni um barmmerki fyrir Skotturnar, samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi og er von á því á markaðinn fljótlega. Í nýju versluninni munu þær svo kynna nýjar vörur en hún verð- ur opnuð klukkan 17 föstudaginn 27. ágúst. „Á sama tíma verðum við með sýningu hér í Kaupvangs- stræti. Tveir arkitektar, félagar okkar sem voru að koma að utan úr námi, munu setja upp tillögur að skipulagi hér í gilinu og gest- ir og gangandi munu einnig geta komið með sínar tillögur að útliti, en okkur langar að virkja fólk í að tala um arkitektúr líka.“ heida@frettabladid.is Hönnuði vantaði vettvang Vinkonurnar og arkitektarnir Tinna Brá Baldvinsdóttir og Hrafnhildur A. Jónsdóttir tóku sig til og opnuðu Hrím hönnunarhús í gilinu á Akureyri í vor. Um næstu helgi opna þær aðra búð í menningarhúsinu Hofi. Kollarnir Volki og Fussy hafa verið vin- sælir í Hrími en verslunin er sú eina sem er með Volka í sölu. MYND/HEIDA.IS Tinna Brá Baldvinsdóttir og Hrafnhildur A. Jónsdóttir arkitektar opnuðu hönnunarhúsið Hrím á Akureyri í vor. MYND/HEIDA.IS Nýlega opnaði sýning í Vivid galleríinu í Rotterdam á vösum sem Ettore Sottsass hannaði árið 1970. Kallast vasarnir Yantra. Þeir eru úr glerjuðu keramiki og í mjög ólíkum formum og litum. Ettore Sottsass (1917-2007) var ítalsk- ur arkitekt og hönnuður. Hann hann- aði allt frá húsgögnum, skartgrip- um og skrautmunum til ritvéla. Yantra vasar Sottsass ÍTALSKI ARKITEKTINN OG HÖNNUÐURINN ETTORE SOTTSASS MÓTAÐI VASA ÁRIÐ 1970 SEM STAÐIST HAFA TÍMANS TÖNN.. AURÉLIEN BARBRY er danskur hönn- uður sem hefur hannað ansi skemmtilega korktappa fyrir merkið Normann Copenhagen. Laugavegi 178 Símar 551 2070 • 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur ATH – NÝJA VARAN STREYMIR INN – SAMA GÓÐA VERÐIÐ Teg. AGATHA - push up fyrir stórar sem smáar í stærðum A,B,C,D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- Taktur - Fyrir 16-30 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -16 Náðu settu marki - Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt! Fyrsti hluti af þremur sjálfstæðum fyrirlestrum fyrir 30 ára og yngri. Umsjón: Ólafur Þór Ólafsson, Phoenix leiðbeinandi og LMI þjálfi. Kl.10-12 Jóga kl. 15 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Vikan 23. - 27. ágúst Mánudagur 23. ágúst Taktur - Fyrir 16-30 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Ljósmyndaklúbbur - Við lærum saman og æfum okkur. Taktu mynda- vélina með og fáðu góð ráð. Umsjón: Þór Gíslason, ljósmyndari. Kl.13-14 Þriðjudagur 24. ágúst Miðvikudagur 25. ágúst - Opið 9-16 Tölvuaðstoð kl. 13.30-15.30 Briddsklúbbur kl.14-16 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14-16 Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Fimmtudagur 26. ágúst Saumasmiðjan kl.13-15 Útileikfimi í Nauthólsvík - Fyrir alla sem vilja. Útileikfimi og sjósund. Mæting í Nauthólsvík. Kl. 10 Mexíkósk matargerð - Lærðu að útbúa góðan, skemmtilegan og ódýran mexíkóskan mat og fáðu gott smakk í lokin. Kl.13-14 Náðu settu marki - Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt! Annar hluti af þremur sjálfstæðum fyrirlestrum. Allir velkomnir. Kl.13-15 Föstudagur 27. ágúst Taktur - Fyrir 16-30 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Bowen tækni - 20 mín. prufutímar. Skráning nauðsynleg. Kl.13.30-15.30 Að bjarga mannslífi - Stutt verklegt námskeið í endurlífgun. Kl. 13-14 Skiptifatamarkaður - Barnaföt - skólatöskur og föt, íþróttaföt, skór og ýmislegt fyrir veturinn. Skiptu fötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir. Kl.16-18 Taktur - Fyrir 16-30 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Félagsvinir atvinnuleitenda - Er verkefnið ekki eitthvað fyrir þig? Þú getur aðstoðað eða fengið aðstoð. Kynntu þér málið! Kl. 14-15 Hláturjóga kl.15-16 Prjónahópur kl. 13 -14 EFT og djúpslökun kl. 14 -16 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.