Morgunn


Morgunn - 01.12.1926, Side 72

Morgunn - 01.12.1926, Side 72
182 M 0 R G U 1< N komi, og það hafi ávalt staðið heima — hlutaðeigandi menn hafi æfinlega kannast við það að hafa hugsað til hennar á þeirri stund, er hún sá fylgjur þeirra. Aðallega finst henni fylgjurnar vera ættingjar þeirra, sem þær fylgja, eða þá kærir vinir þeirra. Ég spurði hana, hvort henni fyndist þessar fylgjur vera framliðnu mennirnir sjálfir, eða þá einhverjar myndir af þeim. — Hún sagði, að sér fyndist þetta vera verurnar sjálfar, og oft hefði hún þekt þær í jarðneska lífinu. Ekki hefði sér samt tekist að komast í neitt annað samband við þær en að sjá þær. Samt yrði hún þess vör, hvort þær væru ánægðar og glað- ar eða ekki. A mannfundum sér hún þessar fylgjur, sem henni virð- ast vera framliðnir menn. Henni finst þær taka einhvern þátt í því, sem fram fer, gleðjast með mönnunum, þegar þeir eru kátir, og taka líka þátt í hrygð þeirra. Ljós sér hún með mörgum, einkum börnum og unglingum. Huldufólk. Ég hafði heyrt, að konan sæi það, sem hún hyggur, að sé huldufólk, og ég færði talið að því. Hún kvaðst trúa því fastlega, að það sé til, segist hafa séð það þegar í barnæsku, og þá hafi hún verið hrædd við það. Huldufólkið segist hún sjá greinilegar en svipi framliðinna manna. Sérstaklega hefir hún haft kynni af hjónum, sem hún telur hafa búið í gili nálægt bænum. Þessi hjón hefir hún séð í vöku á ásum nálægt bænum, og sömuleiðis tvö börn þeirra, dreng og stúlku. Enn fremur hefir hún séð, tvö eða þrjú sumur, tvær ær þessara hjóna, svartbíldótta og gráa, með lömbuin. Þessum kindum fjölgaði ekki, en hún kveðst ekki vita, hvað um lömbin hafi orðið. Einu sinni sá hún bóndann einn laugardag fyrir hvítasunnu á móalóttum hesti ríða fram hjá bænum Helgárseli, með poka fyrir aftan sig. Henni kom til hugar, að hann kæmi úr kaupstað, enda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.