19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 7
verið sæmdur orðu. Þess var eitt sinn getið í er- lendu kvennablaði í dálitlum öfundartón. Réttindi til menntunar, starfa og launa. 1 tilskipunum á átjándu öld um lestramám barna á Islandi er ekki gerður greinarmunur á drengjum og stúlkum, þar er aðeins talað um börn. T. d. var prestum í Skálholtsbiskupsdæmi bannað árið 1760 að ferma ólæs börn, að viðlögðum sektum, og þrem árum áður í Hólabiskupsdæmi. Samkv. lögum frá 11. júlí 1911 eiga konur sama rétt og karlar til að njóta kennslu og ljúka fulln- aðarprófi í öllum menntastofnunum landsins, og sama rétt til hlutdeildar i styrktarfé þvi, sem veitt er af opinberum sjóðum námsmönnum við æðri og óæðri menntastofnanir landsins. Réttur til emb- ætta var þá einnig veittur. Hins vegar eiga karlar ekki aðgang að öllum skólum, sem konur sækja, t. d. liússtjórnarskóla og ljósmæðraskóla. Þó voru karlmenn oft yfirsetu- menn áður fyrr. Til skamms tima áttu karlmenn heldur ekki kost á hjúkrunarmenntun. Á skyldunámsstiginu er réttur til verklegs náms ekki samur fyrir stúlkur og drengi. Sérstök náms- skrá er fyrir hvort kynið: Drengjum einum er ætl- að að læra smiðar, bókband o. fl., og stúlkum saumaskap og prjón. Matreiðslu mun eiga að kenna bæði drengjum og stúlkum, því að þar er aðeins talað um nemendur. Skiptingin á verklega náminu er miklu meiri hindrun á braut kvenna til jafnréttis en menn almennt gera sér ljóst. Hún heldur við gömlum skoðunum á hæfni kvenna og karla til ákveðinna starfa og því á hún drjúgan þátt í starfsvali unglinga. I lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins er kveðið á um jafnrétti kvenna við karla, og auk þess eru þar nokkur atriði, sem taka til- lit til sérstöðu kvenna, vegna móðurhlutverksins og venjubundinna heimilisskyldna. Þrátt fyrir jafnrétti að laganna hljóðan, er hlut- ur kvenna meðal starfsmanna ríkisins yfirleitt harla bághorinn: Þorri kvennanna er i lægstu launaflokkunum og sárafáar hafa gegnt eða gegna hinum hærri stöðum. Engin kona hefur gegnt prestsembætti og engin hefur verið sýslumaður. Nokkrar konur hafa um skamma hrið verið hér- aðslæknar. Stöðu veðurstofustjóra hefur kona gegnt, einnig ríkisféhirðis, en hæsta staða, sem kona gegn- ir nú, er yfirlæknisstaða við fávitahælið í Kópa- vogi. 1 9. JfJNl Ýmislegl hefur verið gert af opinberri hálfu til þess að tryggja hag kvenna í atvinnu- og launa- málum, auk þeirra laga, sem þegar hafa verið nefnd: Lög um laun starfsmanna ríkisins (1945), fuilgilding jafnlaunasamþykktar Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (1957) og lög um launajöfn- uð kvenna og karla (1961). I launalögunum er kveðið svo á, að við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skuli konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar. Full- gilding jafnlaunasamþykktarinnar er yfirlýsing rikisstjórna um, að þær vilji stuðla að því, að launa- kjör kvenna verði hin sömu og karla. Undirritun samþykktarinnar var eins konar af- mælisgjöf til Kvenréttindafélags fslands á hálfrar aldar hátið þess. Lögin um launajöfnuð kvenna og karla fyrir sömu störf eru framkvæmd í áföngum eftir viss- um reglum. Launajafnaðarnefnd ákveður um hver áramót launhækkun til kvenna í almennri verka- kvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu. Fullum launajöfnuði skal náð 1. jan. 1967. Hætt er við, að einhver kvennastörf verði útundan t. d. vinna, sem konur vinna heima hjá sér, svo sem saumaskapur. Um slík störf hafa engin samtök um kjaramál verið mynduð. En ár- angur í kjaramálum fer mjög eftir samtakakrafti stéttarfélaga. Verkakvennafélögin hafa unnið stór- virki í jafnréttisbaráttunni, og áður en launajafn- aðarlögin gengu í gildi voru sum þeirra búin að ná sömu launum í ýmsum starfsgreinum. T. d. fengu konur í félagi netagerðarmanna full laun miðað við karla árið 1946. Til skamms tíma hefur misræmi í launum karla og kvenna verið mest innan verzlunarstéttarinnar. Kjaradómur hefur nú ákveðið nýjan launastiga fyrir verzlunarfólk, og hafa þær leiðréttingar ver- ið gerðar, að efstu launaflokkamir eru ekki lengur ætlaðir körlum einum, deildarstjórar eru ekki flokkaðir eftir kyni, og verzlunarskólamenntun stúlkna og pilta skal metin að jöfnu. En afgreiðslu- stúlkur, sem ekki hafa sérstaka menntun, verða að sæta ákvæðum launajafnaðarlaga og hækka þann- ig smátt og smátt um hver áramót til ársins 1967. Samkvæmt lögunum um samningsrétt starfsmanna ríkisins er mönnum raðað í launaflokka einkum með hliðsjón af menntun til starfsins og ábyrgðar- innar, sem því fylgir. Hji'ikrunarkonur eða réttara sagt hjúkrunarfólk hefur því hækkað talsvert í launastiganum, en að 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.