19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 14
svört askan og brött fjallshlíðin. Toppinn sáum við ekki vegna nálægðarinnar við hann. Auk enda- stöðvarinnar er þarna eitt hús. Það er athugana- stöð háskólans í Kataníu. I því húsi var okkur ætl- að að búa, meðan við gistum Etnu. Þar búa nokkr- ir kjarnakarlar, sem eru leiðsögumenn, enda væri það óðs manns æði að hætta sér á gosstaðinn án fylgdar kunnugs manns, eins og við áttum eftir að komast að raun um. Við vorrun nú í 3000 metra hæð, en toppur Etnu er tæpum 300 metrum ofar, og þangað var förinni heitið. Við hófum seinasta áfangann í fylgd traustasta leiðsögumannsins. Áð- ur en við lögðum af stað, mælti hann til okkar nokkur aðvörunarorð, eitthvað á þessa leið: „Þið verðið skilyrðislaust að halda hópinn og gæta þess vel að missa aldrei sjónar hvert á öðru. Ef þoka er á tindinum, sem oft vill verða, er ókunnugum villugjarnt, og lífið getur verið í veði, ef menn villast þar uppi. Ef skyggni leyfir, munum við nálgast aðalgíginn. Fylgizt vel með grjótfluginu, þegar sprengingar verða í gígnum, og víkið undan, ef steinar stefna að ykkur, en fyrir alla muni verð- ið ekki hrædd og hlaupið í blindni; þá getur farið illa.“ Með þessi uppörvandi orð í eyrum lögðum við af stað. Við fetuðum bratt einstigi í halarófu, og brátt skall á okkur niðaþoka. Ferðin sóttist seint, því að við þurftum oft að stanza til þess að kasta mæðinni. Loftþynningin sagði til sín. fskald- ur rakur stormur næddi um okkur og lamdi vatns- dropana gegnum þunnar ítalskar nælonregnkápur á augabragði, og fyrr en varði voru fötin orðin þvöl. Fin, svört askan þyrlaðist um fæturna og smaug inn í skóna, — ef loftið væri ekki svona þunnt, gæti ég haldið, að ég væri komin heim, varð mér á að hugsa. Meðan við mjökumst áfram einstigið í þoku- mettuðum storminum, er bezt að rifja upp það, Sem okkur hefur verið sagt um gosið. Þarna eru tveir virkir gígir. Toppgígurinn (Crater Centrale) er sjálfur hátindur Etnu og gýs ösku og gjalli á nokkurra daga fresti. f dag er þar allt með kyrr- um kjörum. Hinn gígurinn, Norðausturgigur (Cra- tere di Nord-Est) er eins og nafnið bendir til norð- austur af Toppgíg og nokkru neðar. Þar er stöðugt gos, og rennur þaðan hraunstraumur niður norð- urhlíðar Etnu. í gígnum verða öflugar sprenging- ar á nokkurra mínútna fresti, og þeytist þá gló- andi hraungjall í allar áttir. Þokan gerist æ þéttari eftir því sem við fær- umst öfar. Við sjáum ekki út úr augum og grill- 12 um naumast hvert annað, en höldum hópinn með því að hóa okkur saman. Það er ekki lengur á brattann að sækja, og fyrir vit okkar slær öðru hverju megnum brennisteinsþef; það er ekki um að villast, við erum stödd á barmi Toppgígs, há- tindi Etnu. Þegar við erum, að sögn leiðsögu- mannsins, í 200 metra fjarlægð frá Norðausturgíg, nemur hann staðar og segir, að ekki sé ráðlegt að koma nær gígnum, meðan þokan er svona svört, vegna þess að ekki er hægt að forða sér undan grjótfluginu í þessari niðaþoku. Við ákveðum því að láta hér fyrir berast og bíða átekta, hvort ekki rofi til. Við fáum okkur sæti á barmi Toppgígs. Þar streyma alls staðar upp heitar gufur, og verð- ur okkur dálítil leit að hæfilega köldum stað til að setjast á. Við sitjum i voldugasta leikhúsi veraldar og bíðum þess, að tjaldið verði dregið frá, svo að við getum orðið vitni að þeim hildarleik, sem þarna er háður. Utan úr sortanum berst að eyrum okk- ar hár, gjallandi hvinur, sem siðan verður að dimmu, langdregnu urri, og jörðin nötrar undan átökunum. Svo verður allt kyrrt um stund, og ekkert heyrist nema gnauðið í vindinum, sem af og til þeytir framan í okkur brennisteinsmettaðri eimyrju frá gígunum og veldur okkur hósta og andköfum. Fyrr en varir verður mér ljóst, að ég er ekki að bíða eftir að verða vitni að því, sem þama gerist. Ég skynja það með öllum skilningar- vitum öðrum en sjóninni. Að lokum stöndum við á fætur og böxum til athuganastöðvarinnar án þess að hafa séð neitt, en erum samt reynslunni rík- ari. Það er orðið kvöldsett, er við komum til at- huganastöðvarinnar, og við tökum hraustlega til okkar af nestinu. Kvöldið er heiðskírt og tært og við sjáum stirna á ljósin í borgum og þorpum víðs- vegar um Sikiley. Mér gengur erfiðlega að sofna um kvöldið. Atburðir dagsins eru ríkir í huga mér, og þunna loftið veldur óþægindum. Ég gapi eins og fiskur á þurru landi, og mér finnst ég ekki fá nóg loft í lungun. Að lokum sofna ég þó, en vakna brátt við þungar drunur og skruðninga, og bregð- ur ónotalega og dettur fyrst í hug, að gosið hafi magnazt skyndilega og ef til vill séum við í bráðri hættu hér. Ég er næstum þotin fram úr rúminu til að forða lífi mínu, er fyrsta skynsemisglóran kemst að. Ef hætta væri á ferðum, myndu leið- sögumennirnir hafa gert viðvart. Þegar ég athuga málið frá þessu sjónarmiði, róast ég, og mér verð- ur ljóst, að hér er aðeins um öflugt þimmuveður Framhald á bls. 28 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.