19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 7
stjórnarskránni, en konungur synjaði þeim jafnan staðfestingai-. Það var fyrst nær 30 árum eftir setn- ingu stjórnarskrárinnar, eða árið 1903, að stjórnar- skránni var breytt, þannig að konungur gat á fall- ist. Þessi breyting var fyrst og fremst í þvi fólgin, að íslendingar skyldu fá innlendan ráðberra, bú- settan hér heima, og skyldi hann bera ábyrgð fyrir Alþingi. Næst var stjórnarskránni breytt 1915. Hið marg- umdeilda ríkisráðsákvæði, sem fól það i sér, að ráð- herrann skyldi bera upp íslensk mál fyrir konungi í ríkisráði Dana, var nú fellt niður úr sjálfri stjórn- arskránni. önnur breyting var sú, að heimilað var að hafa fleiri ráðherra en einn, og var sú heimild notuð 1917, þegar fjölgað var i þrjá. Einnig var á- kveðið, að í stað hinna konungskjörnu þingmanna skyldu koma 6 landskjörnir þingmenn, kosnir hlut- bundnum kosningum um allt land í einu lagi til 12 ára. Kosningarrétturinn var rýmkaður, nú var af- numinn að mestu sá munur, sem gerður hafði verið um þjóðfélagsstéttir, útsvarsgreiðslu og efnahag. Konur fn kosningarétt En stórfeldasta breytingin 1915 vac sú, að konur fengu kosningarrétt. Island var í því efni á undan flestum b’óðum öðrum. Stjórnarskráin var staðfest 1 9. iúm' og hafa íslenskar konur síðan haldið þann dag hátíðlegan til minningar um liinn mikla sigur i réttindabaráttu þeirra. 1918 var gerður sambandssáttmálinn við Dani. Fullveldi Islands var viðurkennt og afleiðing þess var breyting á íslensku stjórnarskránni árið 1920. Á árunum 1931-1934 geisuðu harðar deilur um kjördæmaskipun og tilhögun alþingiskosninga og leiddu þær til stjórnarskrárbreytingar 1934. Land- kjörið var afnumið, en tekið upp það nýmæli, að hafa skvldi allt að 11 uppbótaþingsæti til jöfnunar milli bingflokka. svo að hver þeirra hefði þingsæti i sem fvllstu samræmi við atkvæðatölu sina við al- mennar kosningar. Kosningarrétturinn var rýmkað- ur enn, aldursmarkið lækkað úr 25 árum í 21 ár, sveitarstyrkþegum veittur kosningarréttur. Fjárlög skvldti nú afgreidd í sameinuðu þingi i stað þess að nður gengu þau milli deilda eins og önnur lagafrum- vörp. Kjördæmaskipuninni var aftur breytt 1942. 1949 og 1959, en þá var sú kjördæmaskipun ákveð- in, sem nú gildir. 1944 var lýðveldið stofneð. Þá voru gerðar þær brevtingar einar á stjórnarskrá, sem leiddi af því að ísland tók öll sin mál í eigin hendur, sambands- lögin féllu úr gildi og forseti kom í stað konungs. Loks var síðasta breytingin gerð 1968, kosningaald- ur var þá færður úr 21 ári niður í 20 ár. sijjó rnarski’ári n n a r Eins og sjá má á þessu yfirliti hefur stjórnarskránni verið breytt á ýmsum sviðum frá því er Kristján konungur níundi gaf Islendingum stjórnarskrána fvrir eitt hundrað árum. Þessar breytingar hafa flestar stefnt til aukins frelsis og sjálfsforræðis og orðið þjóðinni til farsældar. Mörg ákvæði stjórnar- skrárinnar hafa staðist tímans tönn og standa enn í fullu pildi. En þróun lieillar aldar skapar þörf fyrir endurskoðun, endurmat á ýmsu því, sem gamalt er. Ný viðfangsefni risa, sem a’skilegt væri, að setja um þau ákvæði i stjórnarskrá. Þess vegna er eðlilegt að Alþingi liefur ákveðið að endurskoða stjórnar- skrána Af þeim fjölmörgu atriðum, sem koma til athugunar við endurskoðun stjórnarskrárinnar, vil ég hér nefna þessi: 1. Skipun Alþingis, hvort þingið skuli vera ein málstofa. 2. Kjördæmaskipun. Kannað verði með hliðsjón af íslenskri reynslu og úrlausnum annarra þjóða, hvort unnt sé að samræma á viðhlit- andi hátt einmenningskiördæmi og hlutfalls- kosningar, þannig að kjósendur geti valið ekki aðeins um stjórnmálaflokka, heldur einnig um menn, fremur en nú er. 3. Kosningarréttarskilyrðin. 4. Kosningaskylda, hvort á móti kosningarrétti eigi að skylda kjósendur til þess að nevta atkvæðisréttar að forfallalausu. 5. Þingræðið, livort setja skuli í stjórnarskrána reglur um þingræðið; athuga þarf leiðir til að að draga úr hættu á langvarandi stjórnar- kreppum. 6. Þjóðaratkvæði. Settar verði um það reglur. hvenær heimilt skuli eða skvlt að bera mikil- væg mál undir þjóðaratkvæði. 7. Ármaður ríkisins, hliðstæður umboðsmanni júóðþinga i nágrannalöndum, liafi með hönd- um eftirlit með starfsemi stjórnvalda, til ör- yggis borgurum landsins. 8. Dómaskipun. Ákveðið verði í stjórnarskránni 5 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.