19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 30
eftir fyrsta áfallið, sem er ástand barnsins. Mjög mikill hluti þroskaheftra barna er heilsulaus, eink- um fyrstu árin. Þá hefst stanslaus þeytingur á milli lækna, sjukrahúsa, lyfjaverslana, rannsóknastofa og heimila. Fyrstu tvö árin eftir að mitt bam fæddist þurfti ég að leita læknis að meðaltali einu sinni í viku og meðalakostnaður vikunnar var yfirleitt ekki undir þúsund krónrnn. Þau voru teljandi á fingrum sér þau meðul sem sjúkrasamlagið greiddi niður. Oftar en ekki þurfti að nota læknavaktina og kom þar dágóð summa til viðbótar í hvert skipti. Ef þú ert ekki svo heppinn að eiga bíl og hafa hann alltaf við hendina, verður leigubílakostnaður mjög mikill Það þarf að ná í meðulin og sá siður ríkir hér, að for- eldrar aka með börn sín til lækna, þó að þau séu með allt að 40 stiga hita. Það er ekki fyrr en árið 1971, að farið er að greiða barnaörorku. Er það spor í rétta átt, þó að upphæðin dugi varla í mörg- um tilvikum til þess að standa straum af þessum kostnaði. Fólk verður auðvitað þreytt af öllu þessu um- stangi, áhyggjum af barninu og oftast vökunóttum í fleiri mánuði. Ofan á þetta bætist svo sú lifsreynsla, að margir læknar og fleiri aðilar umgangast foreldra þroskaheftra barna af fyrirlitningu. Fram til þess, að þú fæðir afbrigðilegt barn, tala allir við þig eins og manneskju. Þú verður ekki fyrir þvi að vera rengd, spottuð eða smáð á meðan þú átt aðeins heil- brigð börn. En allt i einu eftir að vangefna barnið fæðist ertu orðin móðursjúk, taugabiluð og ósann- sögul. Ég veit að í námsefni læknanema í Háskól- anum er sama og ekkert sagt frá þroskaheftum ein- staklingum og þeirra sjúkdómum, en mér hefur stundum dottið í hug, hvort í einhverri námsbók þeirra sé ekki ýtarlegur kafli um foreldra afbrigði- legra barna. Að minnsta kosti virðast þeir vera fljótari að sjúkdómsgreina foreldrana en bömin. Ég gæti ímyndað mér að þessi kafli einkenndist af hrika- legum lýsingarorðum á þessu stórhættulega fólki, sem hefur vogað sér að eignast vangefin böm og ónáða með því þymirósarsvefn hinnar íslensku læknastéttar. Fyrstu árin eftir að þroskaheft barn fæðist er varla hægt að segja að foreldrarnir lifi miklu menn- ingarlífi. Það er hugsað um það eitt að þrauka hvem dag fyrir sig eftir stopulan nætursvefn. Sú einka- pössun, sem hægt er að fá, er meira en fullnýtt í heimilisstörf, svo að heimilishaldið leggist ekki al- veg niður. Það em nefnilega stundum fleiri börn á heimilinu og mér hefur dottið í hug, hvort félags- leg aðstoð við heimili þroskaheftra barna væri ekki sjálfsögð geðvernd fyrir heilbrigð börn, þannig að foreldrarnir hefðu einhvem tíma til að sinna þeim heilbrigou líka. Þeir, sem annast þessa einkapössun, eru yfirleitt búnir að fá miklu meira en nóg, ef að þvi kemur að foreldrana langar út úr húsinu smá- stund til að sjá framan í annað fólk. Þarna kemur þjóðfélagið ekki til móts við okkur á neinn hátt. I nærri tvö ár komst ég ekki einu sinni út til að versla, því að barnið var of veikt til að hægt væri að fara með það út. Og stundum á nóttunni, þegar ég gekk um gólf og horfði á húsin allt í kring, sem vom full af sofandi fólki, sem átti venjuleg höm, sem sofnuðu á kvöldin og vöknuðu á morgnana, þá var hætt við þvi að beiskjan fengi yfirhöndina. Hvers vegna var allt þetta fólk í kringum mig, sem engu þurfti að kvíða. Það þurfti ekki að tvístíga fyrir framan símann daginn eftir og hugsa, á ég að hringja i lækni eða á ég ekki að hringja. Hvernig get ég afsakað það, ef barnið er svo ekki fárveikt, þegar læknirinn kemur. Stundum finnst mér að þessi taugaspenna við símann hafi verið allraverst og ég fyrirleit sjálfa mig, þegar ég tók svo á móti læknin- um og afsakaði mig í hverju orði. En það er eitt af ]>ví, sem foreldrar þroskaheftra barna verða að læra, að afsaka sig og vera upp á náð annara komnir. Þetta em stærstu vandamálin, en þau eru samt miklu fleiri, og önnur, kannski verri, taka við þegar barnið vex úr grasi. — Telur þú heppilegt, áS foreldrum sé sagt strax frá ástandi barnsins, þegar sjúkdómsgreining liggur fyrir? — Það er alveg bráðnauðsynlegt, að foreldrar fái að vita hvað um er að vera og það sem allra fyrst. Övissan er verri en staðfesting ólæknandi sjúkdóms. Um leið og þú hefur nafn og eðli sjúk- dómsins í höndum fer þér að líða hetur og þá veit fólk líka við hverju er að búast og hvað hægt er að gera fyrir bamið, þó að um algjöra lækningu sé ekki að ræða. — Finnst þér að stefna beri að því, dS þroska- heft börn alist upp í heimahúsum i stað þess aS vera vistuS á hœlum? — Já, alveg tvímælalaust, ef ástand þeirra leyf- ir það. Það er ekkert betra fyrir þessi börn en að geta verið á heimilum sínum. Inni á hælum lifa þau sjálf sig og ná aldrei þeim þroska, sem þau em fær um að ná. Uppeldi þroskahefts barns er lika holl reynsla öðrum heilbrigðum einstaklingum á heimilinu. M. M. 28 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.