19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 39
„Hverjir?“, spurði Britt. „Stúlkurnar, auðvitað", sagði ungfrú Hólm, og horfði undrandi á Britt. Britt settist og fór að reykja. Hún var píreygð, þegar hún sagði: „En hvað með karlmennina?“ „Ekki karlmennimir“, sagði ungfrú Hólm. Henni leið hálfilla. Svo áttaði hún sig og beitti hvassari rödd en hún hafði ætlað. Hún vildi losna við þras. Það var alltaf til baga að lenda í þrasi. „Ekki karlmenn- irnir“, sagði hún. „Við verðum að bera fram kaffi eða te, ef þeir óska þess. Og ef við förum út i hádegis- hléinu verðum við að ná í brauð og þess háttar. Og svo ýmislegt.“ „ . . . eins og hvað?“, sagði Britt. „Ja, þú veist hvernig karlmenn em. Ef þá vantar eitthvað handa konum sínum, nærföt, snyrtivörur og fleira slíkt.“ „Nú þannig“, sagði Britt. „Þeir mega kaupa sínar vörum sjálfir. Ég er ráðin til erlendra bréfaskrifta. Ekki til að hita kaffi, ganga um beina, svara í síma eða fara í sendiferðir. Skilurðu það?“ Hinar horfðn hver á aðra. Jæja, svona var hún. Var það nú félagshyggja. „Já en við verðum . . .“, sagði ungfrú Hólm, vandræðalega. „Gerði fyrirrennari minn allt þetta?“, spurði Britt, eftir stundarkom. „Nei en hann var . . .“ Þær horfðu hvor á aðra. Britt sótti handa sér kaffi, drakk það, fór aftur inn í kaffistofuna og þvoði bollann. Hún horfði á stúlkuna, sem bar þungan bakka fullan af bollum og öskubökkum. „Þú ert ræfill“, sagði hún. Það sama sagði hún við þær hinar. Engin svaraði. En Alma Lund varð undarleg innvortis og það var ekki í fyrsta skipti. Og svo veiktist ræstingakonan, og þá horfði til vandræða. öskubakkarnir fylltust og rykið var alls staðar. Yfirmennimir urðu ergilegir. „Einhver stúlknanna“, sagði skrifstofustjórinn. „Eða einhver karlmaðurinn“, sagði Britt. Skrifstofustjórinn varð hvumsa. Það var furðu- leg sjón og stúlkumar urðu undirleitar. Þetta var ansi slæmt. „En það er þó kvenmannsverk", hrópaði hann. „Afsakið11, sagði Britt. „Ég veit ekki hvort ég tók rétt eftir. Ég ber mikla virðingu fyrir karlmönnum, þeir gera margt vel. Ætti karlmaður ekki að vera fær um að rykhreinsa teppi og hella úr öskubakka? Þér valdið mér vonbrigðum, skrifstofustjóri.“ Stúlkurnar réttu úr sér og hlustuðu rjóðar í kinn- um. Skrifstofustjórinn hafði of háan blóðþrýsting og varð orðlaus. Þá ]x)ldi ungfrú Hólm ekki lengur við. „Ég skal gera það“, sagði hún vingjarnlega. „Þakka yður fyrir ungfrú Hólm. Ég vissi að yður gat ég treyst.“ Og hann var lítillátur og beygði sig yfir borðið. Ungfrú Hólm leit út eins og píslarvottur. Hinar horfðu á hana tvílráðar. „Þú ert ræfill“, sagði Alma Lund allt í einu. Hún var með roðabletti í vöngum og sveitt í lófum, en hún hirti ekki um það. „Britt hefur rétt fyrir sér. Hvers vegna ættum við árum saman að snúast um þessa, þessa . . . ?“ Og hún hugsaði um hve oft forstjórinn hefði nær hrint á hana hurðinni. En hann hljóp tindilfættur og opnaði lyftudyrnar fyrir kvenveru i pelskápu með skart- gripi. Hún bugsaði, nei. hún vissi ekki hvað hún hugsaði. Hún fór inn til skrifstofustjórans, ákveðin i spori og staðnæmdist fyrir framan skrifborð hans, „Ég ætlaði bara að segja það, að framvegis geng ég ekki um beina fyrir neinn, þvæ ekki upp og fer ekki i sendiferðir.“ Skrifstofustjórinn horfði á hana steinhissa. Skjálfandi á beinunum fór hún út. Skrifstofustjórinn horfði dolfallinn á eftir henni. Var það Alma Lund, sem hafði talað svona. Það var það, sem var svo skrýtið. V. B. þýddi Islt-nskur kvengiiSfræft'infiiir vígður til prests Þann 29. september s. 1. gerðist sá mikilvægi atburður, að Auður Eir Vilhjálmsdóttir guðfræðingur var vígð til prests af biskupi Islands Sigurbirni Einarssyni. Sr. Auður Eir lauk guðfræðiprófi i janúar 1962 og sótti fyrst um prestsstarf fyrir þremur árum í Kópavogi en er nú vígð til Suðureyrar í Súgandafirði. Sr. Auður hefur starfað mikið að trúmálum og félagsmólum á undanförnum árum. 19. júrti óskar sr. Auði allrar blessunar í starfi hennar, fyrstu íslensku konurini, sem tekur prestvigslu. Vonandi gefst tækifæri til að birta viðtal við sr. Auði í næsta riti. Fyrsta íslenska konan verður dýralæknir Islensk kona Eufemia Hannali Gísladóttir lauk ágætu prófi frá danska dýralæknaháskólanum „Den Kongelige Landbrugs- hojskole í Kaupmannahöfn hinn 21. júni 1973. Eufemia er fyrsta islenska konan, sem lýkur prófi, sem dýralæknir. Hún er gift og á eina dóttur 3ja ára að aldri. Eufemia starfai á rannsóknastofu danska dýralæknaháskólans. 19. júní óskar Eufemíu dýralækni alls góðs í starfi hennar. 37 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.