19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 43
móðir og það er ekkert jafn þýðingarmikið fyrir konuna sjálfa og þjóðfélagið sem það að annast og ala vel upp börn sín. Ekkert starf getur í jafn ríkum mæli ræktað það besta sem í konunni býr, eins og kærleikurinn til mannsins og bamanna og sú þjón- usta, sem ávallt fylgir svo göfugu starfi. . . . Líf hennar var fullkomnað, hún var sátt við allt og alla.“ (Nokkrar upplýsingar um konuna, sem eftinnælin eru um: Hún giftist um tvítugsaldur eftir aldamótin, eignaðist fjögur börn, varð ekkja um sextugt og dó mn áttrætt. Á meðan börnin voru ung, voru oftast 3 vinnukonur á heimilinu: stofustúlka, eldhússtúlka og barnfóstra. Þvottakona kom og þvoði stórþvottinn einu sinni í mánuði, stofustúlkan þvoði smáþvott einu sinni í viku. Saumakona var fengin öðru hverju, cg þegar stórar veislur voru, kom kona til að hjálpa lil í eldhúsi og við framreiðslu.). Hara lnisnióiðir — liara lieinia Bara húsmóSir er nútímaorðatiltæki. Það heyrðist aldrei á meðan húsmæður höfðu vinnukonum að stjóma, en ekki vélum. Að vísu voru til húsmæður, sem aldrei höfðu heimilishjálp utan þá, sem börnin veittu eftir því sem þau stækkuðu. Og enn aðrar, sem aldrei þurftu á vinnukonu að halda, af því að á heimilinu var amma eða frænka, sem vann verk sín hljóð myrkranna á milli, og húsmóðirin gat verið talsvert frjáls. Við skoðanakönnun í Frakklandi fyr- ir nokkrum árum, var ein spurningin, sem beint var til giftra karlmanna þannig: „Hvað gerir konan þín?“ 80% þeirra, sem giftir vom konum, sem ekki unnu utan heimilis, svömðu á þessa leið: „Konan mín gerir ekkert, hún er heima.“ Svipað yrði senni- lega uppi á teningnum hér á landi: „Hún er hara heima.“ Þrátt fyrir alla mærðina um móðurást og öll eftirmælin í sama dúr og fyrr er sagt frá, og kenninguna að „staður konunnar er á heimilinu", er tvískinningur í almenningsálitinu svo mikill, að konurnar sjálfar segja í afsökunartón: „Ég er bara húsmóðir“ eða „Ég er ekkert.“ Þó ættu þær að geta haft önnur svör á takteinum: „Börnin fá ekki pláss á dagheimili, ég er gift og telst því hafa fyrirvinnu.“ Eða: „Ég á hvorki mömmu né tengdamóður til að nota við harnagæslu, ef ég fer út að vinna, en börn þurfa 24 stunda gæslu á sólarhring." Á fundi hjá nýju kvenréttindakonunum í Amer- íku var mikið klappað, þegar ein þeirra sagði: „Ekki getur maður samtímis hatað kúgun og elskað kúg- arann.“ Einhver snjall maður komst að orði á þessa leið: Tveir hópar kvenna fullyrða jafnan, að þær séu ekki kvenréttindakonur; þær sem eru kúgaðar af eiginmönnum sínum og þær sem kúga eiginmenn sína. Fyrirlilning t frétt í blaði fyrir nokkrum árum var sagt, að maður nokkur hefði séð bifreið velta út af vegi og sagði hann lögreglunni, að hann teldi, að ökumaðurinn hefði verið í meira lagi drukkinn. Fréttin endaði þannig: „Þegar lögreglan kom á staðinn upplýstist, að ökumaðurinn var kona“, en yfirskrift fréttarinnar var: Kkki drukkinn - heldur kona. 1 annarri blaðafrétt var frá því skýrt, að nokkrir drengir hafi ætlað að kæra knattspymuleik unglinga á Skarphéðinsmótinu í Hveragerði 1968, þegar þeir fréttu að stelpa hefði verið í liði andstæðinganna. Félagsmálaráðherra voru bornar ýmsar sakir á brýn í blaðagrein 1972, meðal annars þær, að hann fer til útlanda og „skilur við skattamál sveitastjórna í höndum konu“. (Átt var við Steinunni Finnboga- dóttur, sem var aðstoðarmaður ráðherrans, sbr. 19. júní 1972). T ferðasögu frá Afn'ku var frá því sagt, að þar væm konur dýrar miðað við aSrar nauSsynjar. Kvenheiðingi og kvenbílstjóri eru nýjustu tignar- heitin sem konum em gefin, Stjóri — stvra — stýri Nafnorð leitt af sögninni að stýra er stýri og af sögninni að stjórna stjóri. Það hefir um langan aldur verið venja að nefna stjórnanda einhvers með starfs- heiti, sem endar á stjóri: skipstjóri, söngstjóri o. s frv. og er það yfirleitt notað jafnt um konur sem karla eftir atvikum. En alltaf öðru hverju skýtur upp, bæði á prenti og í mæltu máli, harla óyndislegri afbökun á stöðu- heitum þessum, þegar konur eiga í hlut, og eru þær t. d. kallaðar hótelstýra, söngstýra, leikstýra, skóla- stýra o. s. frv. Mörgum falla þessi stýruheiti ekki vel í geð, og aðrir sætta sig ekki við að nota karlkynsorð fyrir konur, er hér þvi stungið upp á til málamiðlunar að nota hvorukynsorð (líkt og Danir hafa hvoru- kynsorð um þingmenn): Leikstýri, söngstýri, skóla- stýri, hótelstýri og þá að sjálfsögðu einnig skipstýri og bílstýri. Nema menn kunni að óttast, að konui með slikum stýrisheitum kynnu að verða körlum ofstýri (sbr. 23. kap. í Fljótsdælasögu). 19. JÚNÍ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.