19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 57

19. júní - 19.06.1980, Síða 57
Dagný Kristjánsdóttir. sogur Rannsóknarstofnun í bók- menntafræði við Háskóla Islands hefur nú gefið út ritgerð Gerðar Steinþórsdóttur: Kvenlýsingar í sex Reykjavíkurskáldsögum. Ég þarf tæp- ast að fara mörgum orðum um það hvílíkur fengur er að þessari bók. I útlöndum getur maður vaðið í hné hvers konar bókmenntir um kvennabaráttuna, þar eru kvenna- bókmenntir kenndar í skólunum og umræður um konur og bók- menntir eru fjörugar og frjóar. Hérlendis hefur hins vegar fjarska lítið verið prentað um kvennabaráttuna yfirleitt og fyrir utan ómetanlegt framlag Helgu Kress, hefur lítið komið á prent um kvennarannsóknir í bókmenntum. Þess vegna er bók Gerðar kærkom- ið framlag — í henni kemur ýmis- legt forvitnilegt fram og auk þess er hún mjög skemmtilegur umræðu- grundvöllur fyrir þá, sem áhuga liafa á bókmenntum og kvenfrelsi. Eg hvet ykkur eindregið til að lesa Kvenlýsingarnar . . . en hér á eftir langar mig til að fitja upp á hinu og þessu, sem mér finnst að gæti orðið umræðuefni og verið til um- hugsunar. Kvenfrelsi og bókmenntarann- sóknir I fyrstu þremur köflum ritgerð- arinnar gerir Gerður grein fyrir fræðilegum forsendum sínum. Hún fjallar um það, að allar bók- menntir sækja efni sitt í þau þjóð- félög — fólkið og hugmyndirnar — sem höfundar bókmenntanna þekkja. Úr þessum efnivið smiðar höfundurinn síðan bækur sínar og þær geta aftur liaft meiri og minni hugmyndaleg áhrif á lesendurna. í ljósi þessa hafa femínistar einbeitt sér að því að skoða hvernig konum er lýst i bókmenntunum, hvaða áhrif þær lýsingar hafa mögulega og síðast en ekki síst — ef ástandið er ekki björgulegt — hvernig á þá að breyta því, hvaða kröfur getum við gert? Eða eins og Gerður segir i formála: Þessi fræði, sem einu nafni má kalla kvennasögu, hafa verið ósýnileg í menntakerfi okkar, en hlutverk þeirra er einmitt að kenna okkur að greina og skilja sögu kvenna og mynd þeirra í lífi og listum. Endanlegt markmið könn- unar af þessari gerð er pólitiskt, kvenfrelsi. Fræðilegar forsendur I fyrsta kafla Kvenlýsinganna . . . fjallar Gerður um afmörkun við- fangsefnis síns. Hún valdi sögur frá tímabilinu 1948 — 65, þ. e. tímana eftir stríð, en fyrir komu nýju kvenfrelsishreyfingarinnar til landsins. Ef til vill mætti gagnrýna val bókanna sex — en tímabilið er um margt mjög forvitnilegt. I næsta kafla bókarinnar gerir Gerður svo grein fyrir þeim þjóð- félagsskilningi, sem liggur til grundvallar greiningunni á bók- unum, sem hún skoðar. Kaflinn heitir Karlveldisþjóðfélagið og þar segir m. a.: „Margar skilgreiningar eru til á karlveldisþjóðfélagi eða feðraveldi, en hér verða í upphafi nefnd megineinkenni þess. Þá er fyrst til að taka, að slíku samfélagi er stjórnað af karlmönnum. Annað er, að þar ræður gildismat karla og í þriðja lagi er samfélagið miðað við þarfir þeirra.“(l7) Síðan rekur Gerður stuttlega þær hugmyndir, sem notaðar hafa verið til að „réttlæta“ kúgun kvenna og undirokun þeirra — allt frá Aristotelesi til Ingibjargar Jónsdóttur. I þessari rakningu kemur margt stórfurðulegt fram. Það er til dæmis alveg dæmalaust, að egg konunnar skuli ekki hafa uppgötvast fyrr en árið 1827 — en þá höfðu til dæmis heilaskurð- lækningar verið við lýði í meira en tvö þúsund ár! Fram á 19. öldina (og jafnvel enn) höfðu karlar trúað því og notað það stoltir gegn kon- um, að hlutverk þeirra í getnaði barnsins væri óvirkt — þær legðu aðeins til jarðveginn — karlarnir hins vegar sjálft útsæðið. Hvers vegna? Hitt er svo annað mál, að þó að það geti verið nógu forvitnilegt að skoða hvernig ýmsir spekingarnir fóru að því að réttlæta kvenna- kúgunina gegnum söguna — þá finnst mér mun athyglisverðara að fá að vita eitthvað um það hvers vegna þeir gerðu það. Af hverju vildu þessir karlar halda konum kúguðum — voru þetta svona vondir og illa innrættir menn? Voru þeir svona fáfróðir — eða voru þeir kannski þjónar ein- Gerður Steinþórsdóttir. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.