19. júní


19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 15
Varðandi úrbætur taldi Már Gunn- arsson nauðsynlegt að liaí’a sérstök namskeið í ýmsum greinum til endur- menntunar og upprifjunar jafnt fyrir þær ófaglærðu og þær sérhæfðu, ”þar sem þeim er örlítið hjálpað að finna sig og sitt sjálfstraust áður en þatr fara aftur út á rnarkaöinn.1' Már taldi að heppilegt va:ri að slík námskeið eða „vinnuskóli“ væri í nánu sam- bandi við ráðningastofnanir eða raðningarstjóra, svo hægt væri að leita þangað eftir starfsfólki og öfugt. Að lokum sagði Már: „Þegar ég horfi frarn á við, þá tel ég að þetta vandantál um endurkomu á vinnu- niarkaðinn fari minnkandi og jafnvel hverfi í nánustu framtíð, því konur munu örugglega ekki láta það gerast að Itverfa alfarið frá vinnumarkaðin- um í langan tíma í einu, heldur fá sér hlutastarf, og kemur það sér vel, að víða er boðið upp á hluta— og hálfs- dagsstörf.“ BJÖRG SVEINSDÓTTIR: starfsmaður á Elliheimilinu 5,ómetanleg reynsla í stjórnunarstörfum, sem húsmæöur búa yfir.“ «Ég hafði alltaf hugsað mér að fara ahur út í atvinnulífið af fullum krafti um leið og aðstæður leyfðu. Ég hef seð margar konur á rniðjum aldri, Sem búnar eru að koma börnum sín- um upp, svo slitnar úr tengsluin við allt fyrir utan heintilin, að þær hafa ekki uppburði í sér til að leila út á vinnumarkaðinn. Þær telja svo sjálf- um sér trú um að þær séu til einskis nýtar. Ég var staðráðin í að slíkt skyldi ekki henda mig.“ Þetta segir Björg Sveinsdóttir, sem starfar við umönnun aldraðra á Elliheimilinu Grund. Fyrri tengsl Bjargar við vinnumarkaðinn voru þau að strax að aflokntt skyldunámi fór hún að vinna fyrir sér. Hún giftist ung, eignaðist fjögur börn á tíu árum og var heima og hugsaði um börn og bú. En auk þess var hún við ýmis konar vinntt sem bauðst á kvöldin og um helgar. Þar af leiðandi aldrei alveg úr tengslum við atvinnulífið. Nú hefur Björg starfað um skeið á Grund og er spurð hvernig endurkoma „af fullum krafti“ hafi reynst í hennar tilfelli? ”Þegar kom að því að ég gat farið að vinria á eðlilegum títna utan heimilis, rak ég mig á að ekki var úr miklu að velja. Ég hef enga sér- menntun og gat ekki hugsað tnér að fara í hvað sem var. Sem unglingur hafði ég mikinn áhuga á hjúkrunar- málum og hefði farið þá námsbraut ugglaust, ef aðstæður hefðu leyft. Þá datt mér í hug að fara á Elliheimilið Grund og falast eftir vittntt, sem ég fékk. Þar voru viðtökur mjög góðar, en þess ber að geta að þar starfa nær eingöngu konur, svo þar er ekkert karlaveldi, eins og víðast er á vinntt- stöðum.“ Ilvað vill Björg Sveinsdóttir leggja til málanna til að létta konum að fara aftur út á vinnumarkaðinn? „Konur mega ekki vanmeta sjálfar sig og eiga að vakna til vitundar um eigið ágæti. Þær eiga að vera ólirædd- ar við að láta í ljós skoðanir á mönnum og málefnum. Þegar konur hafa komist yfir þennan þröskuld má víst telja að endurkoma út í atvinnu- lífið verði þeim léttari. Mér finnst að atvinnurekendur eigi að gefa konum fleiri tækifæri til að takast á við ýmis stjórnunarstörf. Kona sem hefur stjórnað heimili í 15—20 ár hefur ómetanlega reynslu í að skipuleggja og stjórna öðrum. Staðreynd er að býsna oft hvílir það á herðum kon- unnar að ráða fram úr ýrnsum vanda- málum, er upp koma á heimilinu, sem er eins og lílið ríki í ríkinu.“ ÁSTA M. EGGERTSDÓTTIR framkvæmdastjóri: í mótsögn við ríkjandi gildismat „Líf okkar tekur sífelldum breytingum frá vöggu til grafar.“ Þetta eru orð Ástu M. Eggertsdóttur núver- andi framkvæmdastjóra á skrifstofu Svæðisstjómar um ntálefni þroska- heftra í Reykjavík. Við göngum út frá þeitn forsendum að líf Ástu hafi tekið breytingum eftir að hún hóf nám á fullorðinsárum í Fóstruskóla íslands. Eftir að þriggja ára nánti þar lauk fór hún út í atvinnulífið og gegnir nú því starfi sent áður er greint frá. „011 tökumst við á við verkefni sem lífið leggur okkur á herðar“ segir Ásta, „og leysuin það eins og guð gefur okkur vit og þrek til. Allt hefur sinn tíma, segir predik- arinn, að fæðast hefur sinn tíma, að stofna heimili hefur sinn tíma og eignast börn og annast þau hefur sinn tíma.“ Hún bætir við að ný verkefni hafi einnig sinn tíma, að við séum oft háð tilviljunum í þeim efnum. En um endurkomu kvenna á vinnumarkaðinn og húsmóðurstarfið hefur Ásta M. Eggertsdóttir þetta að segja: „Ef til vill erum við of margar sem finnst húsmóðurstarfið lítils metið í reynd, þegar við sækjum út á vinnu- markaðinn eftir 15—20 ára vinnu inni á heimilinu. Falleg orð um gildi húsmóður- starfa og viðurkenning á nauðsyn þess að raikta heimilin og fleiri orð í þá veru, eru í hrópandi mótsögn við ríkjandi gildismat í heimi þorra fólks, 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.