19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 36

19. júní - 19.06.1989, Page 36
læknastéttarinnar til að verjast kjarn- orkuvá. Þessi barátta varð til þess að stofn- uð voru samtök sem heita Samtök lækna gegn kjarnorkuvá og eru nú orðin alþjóðleg samtök. Ég stofnaði samtökin í samvinnu við lækna í Bandaríkjunum og nú eru tuttugu og þrjú þúsund bandarískir læknar í samtökunum. Þessi samtök hafa valdið byltingu í viðhorfum til kjarnavopna. Þegar ég hóf baráttu mína í Banda- ríkjunum árið 1978 voru kjarnorku- vopn talin vottur um styrk þeirra þjóða sem höfðu yfir þeim að ráða, en fimm árum síðar, árið 1982, voru sjötíu og fimm prósent Bandaríkja- manna orðin andvíg kjarnorkuvopn- um og vildu að unnið yrði að afnámi þeirra í samvinnu við Sovétríkin. Samtökin starfa í mörgum lönd- um, t.d. í Kanada þar sem fimm þús- und læknar eru í þeim, og einnig í Bretlandi, á öllum Norðurlöndun- um. Þau eru einnig til í Belgíu, Hol- landi, Vestur-Þýskalandi, Japan, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og á Ind- landi. Ég hef ferðast til allra þessara landa í tengslum við samtökin og síð- an 1980 hef ég reyndar ekkert stund- að lækningar, heldur eingöngu unnið við fyrirlestrahald um þessi mál víðs vegar í heiminum. Árið 1985 voru samtökunum veitt friðarverðlaun Nóbels og viðhorf til kjarnorkuvopna hafa alveg snúist við. Mér finnst að þegar mengun ógnar umhverfi okkar í jafnmiklum mæli og nú verði að taka þær þúsundir millj- arða dollara sem veitt er árlega til framleiðslu kjarnorkuvopna og nota þær til að bjarga jörðinni. Það verður að hjálpa fólki þar sem við offjölgun- arvandamál og hungur er að stríða og það verður einnig að stemma stigu við uppblæstri, eyðingu skóga, mengun andrúmsloftsins, stækkunar gatsins á ósónlaginu, allri eyðingu yfirleitt. Eina von mannkyns Heldur þú að við eigum eftir að sjá ráöamenn heimsins verða nógu þroskaða til að koma þessu í fram- kvæmd? Nei, því það eru aðeins karlmenn við völd sem hugsa eins og Henry Kissinger, sem sagði að völd væru undirstaða kynorkunnar! 36 Mér finnst að karlmenn sem kom- ast til valda séu drifnir áfram af hug- sjúkri valdafíkn. Svo sannarlega má segja það um stjórnmálamenn í Ástralíu í dag. Áttu þér draum um framtíðina? Já, ég á mér þann draum að ef við hættum að beina fjármunum og tækniþekkingu þeirri sem fyrir hendi er í heiminum í það að finna upp og framleiða öflugri kjarnorkuvopn, en verjum þeim þess í stað í að hjálpa vanþróuðum þjóðum, bægja frá hungri og snúa stefnunni í umhverfis- málum við, þá getum við bjargað heiminum. Þá er von. Ég held að eina von mannkyns um breytingu í þessum efnum sé sú að konur taki við völdum. Við höfum aðeins tíu ár til stefnu þar til ekki verður aftur snúið í um- hverfismálum. Heldur þú að miðaldra fólk í dag eigi eftir að sjá þessu dæmi snúið við? Það er miðaldra fólk sem hefur skapað þetta ástand og það er skylda þess að gera eitthvað í málinu. Það getur ekki sagt að það ætli bara að kenna unga fólkinu og beðið eftir að það taki við og ætlast til að það bjargi heiminum, því þá verður það orðið of seint. Kvenréttindakona Vissir þú eitthvað um Island þegar þér var boðið að koma þangað? Nei, ekki get ég státað af því, en ég las nýlega að þar væri mjög fagurt að sumarlagi. Ég hafði heldur ekki heyrt um hina sterku kvennahreyfingu á Islandi fyrr en í hitteðfyrra á kvennaþinginu í Danmörku þar sem ég hélt erindi. Þar var mér sagt að hún væri sterk- asta kvennahreyfing í heiminum. Þar var mér einnig sagt frá Kvennalistan- um og ég varð einnig mjög stolt og glöð að heyra að forseti íslands væri kona. Hvernig er þessum málum háttað í Ástralíu? Hvernig er kvennahreyf- ingin þar? Kvennahreyfingin í Ástralíu er fá- menn en sterk. Flestar konur í Ástra- líu eru áhugalausar um kvenréttindi og lítt sinnaðar fyrir jafnréttisbaráttu og samstöðu yfirleitt. Þær eru meira uppteknar við að leika kynhlutverkið, klæða sig upp og líta vel út. Þær leggja alla áherslu á að vera kvenlegar sem verður oft á kostnað þess að nota heilann og vera stoltar af sjálfum sér sem manneskj- um. En ert þú ekki kvenréttindakona? Jú, éghef verið það síðan árið 1972 að ég las bók Germaine Greer, Kvengeldingurinn, en það breytti lífi mínu. Mér finnst að konur í Ástralíu séu mjög undirokaðar. Það er að sumu leyti þeim sjálfum að kenna. Þær vilja aldrei trana sér fram. Að hinu leytinu er það vegna áhrifa þess karl- veldissamfélags sem Ástralía er. Ég vona þó að í framtíðinni muni konur í Ástralíu vinna sig upp í æðstu stöður eins og til dæmis að verða for- sætisráðherrar. Á ástralska þinginu eru konur aðeins innan við fimm prósent þing- manna. Það er svipað og í Banda- ríkjunum þar sem konur eru aðeins fjögur prósent þingmanna. Ég hef lagt fram tillögu um að fjöldi kvenna á ástralska þinginu endurspegli hlutfall kvenna meðal þjóðarinnar en konur eru fimmtíu og þrjú prósent þjóðarinnar. Áður en við kveðjumst langar mig að spyrja þig um nokkuð sem mig grunar að marga lesendur 19. júní fýsi að vita. Hvernig hefur þér gengið að skipta tíma þínum milli móður- hlutverksins og starfa þinna? Það var erfitt því ég varð að taka ákvörðun um að velja á milli þess að vera með börnum mínum eða fara út og bjarga heiminum fyrir þau, og ég valdi síðari kostinn. Én nú þegar ég lít til baka verð ég sorgbitin því ég missti af svo miklu í barnæsku þeirra. Hafa börnin þín stutt þig í starfinu eða hafa þau farið aðra leið? Það var lengi togstreita í þeim því þau vildu bæði hafa mig og láta mig gera það sem ég var að gera. Sonum mínum er ekki sama um þessi mál- efni en hafa þó ekki gert neitt í því. En nú er dóttir mín að læra læknis- fræði og hefur tekið kjarnorku og umhverfisvernd sem sérgreinar og ætlar að leggja stund á forvarnir í læknisfræði. Síðan ætlar hún að fara til þriðja heimsins til að leggja fram krafta sína. Þannig virðist hún vera að fara í spor mín og ég að vera fyrirmynd hennar. Að svo mæltu kvaddi ég þessa rauðhærðu, fínlegu, en eldheitu hug- sjóna- og baráttumanneskju og kven- réttindakonu sem fór út að bjarga heiminum fyrir börnin sín — og börnin um allan heim. M.B.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.