19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 61
Á DÖNSKUM AKRI að koma sér undan að fara og hlusta á hana. Einu sinni hafði hún gert sér upp ógnarlegan höfuðverk og lagst í rúmið bara til að sleppa. En ekki hafði Pálína fyrr verið farin út úr dyr- unum en Sigþrúður fékk samvisku- bit. Sunnudagurinn var alveg ónýtur fyrir henni vegna hugarangurs. Hvernig hafði hún getað gert þetta eins og Pálína var væn og hélt því statt og stöðugt fram að hjá þeim væri ekkert kynslóðabil . . . Hún hafði keypt franskar vöfflur með kaffinu. Hún elskaði franskar vöfflur en HANN hafði ekki viljað þær og þess vegna keypti hún þær aldrei. Hún átti líka hálfa sérríflösku í eldhússkápnum. HANN hafði verið í Stórstúku íslands svo vín hafði aldrei komið inn á þeirra heimili. Það gat ekki sakað að fá sér eitt staup með spilamennskunni eða á kvöldin þegar kalt var úti. — „Siturðu hérna mamma, hvernig finnst þér sýningin?“ Pálína kom aðvífandi með Mörð á hælun- um. Það fylgdi henni strókurinn af góðri lykt. Hún var glæsileg hún Pál- ína, í brúnu leðurkápunni og uppháu stígvélunum. — „Þetta er alveg dásamlegt! Og hvað maðurinn hefur tekið miklum framförum. Líttu bara á þessa mynd, mamma, ég er að reyna að fá Mörð til að kaupa hana.“ Hún sendi Merði ástúðlegt bros. Hann stóð álengdar í nýlegum leð- urfrakkanum og brosti ekki laust við yfirlætislega. Það var eins og svipur- inn á honum segði: — „Nei, litla mín ekki núna eða ekki nógu gott!“ Sigþrúður rýndi í myndina. Það var sama litadýrðin og í hinum mynd- unum.“ Hauststemmning á dönskum akri.“ Hún hafði ekki komið til Dan- merkur en hefði ekki trúað því nema af því að hún sá þarna sjálf að akrarn- ir væru svona fjólubláir. — „O, jæja þetta er víst allt að breytast svo mikið . . .“ Eiginlega hafði hún ekki komið út árum saman, því HANN var svo heimakær. Það var erfitt að gera HONUM til hæfis. HANN vildi ekki þetta og HANN vildi ekki hitt. Ekki vildi HANN ýsu og þau borðuðu þorsk í þrjátíu ár. Svínakjöt og kjúklingar komu aldrei inn fyrir HANS dyr, því þau dýr voru alin upp á erlendum áburði, sem óþarft var að flytja inn í landið. Og „blessuð rjúpan hvíta,“ kom heldur ekki á jólaborðið HANS. íslenski fuglinn átti heima úti í náttúrunni en ekki á hvers manns borði. Verst hafði henni gengið að sætta sig við hræringinn. Hún elskaði skyr en HANN vildi hræring. Á hverju kvöldi öll þessi ár bjó hún til hræring. — „Já, við verðum að reyna að dreifa huga hennar eftir að pabbi dó og taka hana með okkur um helgar. Þau voru svo samrýmd,“ heyrði hún Pálínu segja einhvers staðar langt í burtu. Höfuðverkurinn ætlaði að kljúfa á Sigþrúði hausinn og hún þráði frískt loft. En Pálína þekkti marga og það tók alltaf langan tíma að fara á málverkasýningar, því hún talaði við þá alla. Stundum kynnti hún Sigþrúði fyrir listamönnunum sjálfum. Það voru skrýtnir fuglar! — „Eg er bara svo aldeilis hissa, hvað margt fólk sækir svona sýn- ingu.“ Fólk á öllum aldri þyrptist inn, stöðugur straumur inn í loftleysið og svækjuna. Gat hugsast að svona mörgu fólki þætti þetta skemmtilegt? Svo var að sjá sem allt þetta fólk kæmi af frjálsum vilja. — „Nú hefðum við þurft að fá okk- ur kaffisopa einhverns staðar, tengdamamma“ sagði Mörður. — „Já mikið er þetta leiðinlegt, en við erum bara boðin í kvöldmat, mamma. Þjóðverjar . . . fyrirtækið . . . þú skilur .. . á Hótel Holti. En næsta sunnudag. . .“ Sigþrúður skildi og hún var guðs- lifandi fegin að komast heim í Sólset- ur. Hún fékk sér sérrílögg, opnaði gluggann og horfði á myndina yfir dyrunum: Drottinn blessi heimilið. Aldrei hafði henni fundist þessi mynd eins falleg og í kvöld. Hún sat og naut kyrrðarinnar þar til rökkva tók. Þá stóð hún upp og fór að hræra skyrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.