19. júní


19. júní - 01.10.1995, Side 33

19. júní - 01.10.1995, Side 33
afgreiðslu. Skólar verða starfandi, enda kennslukonur fáar, og stúlkur í tveimur efstu bekkjum gagnfræðaskólans mæta ekki í kennslustundir. Öll starfsemi í þorpinu fellur niður í dag, nema neyðar- þjónusta. Konur á Egilsstöðum ganga fylktu liði um 1 km leið frá þorpinu að skála við Lagarfljótsbrú. Konur nota kosningaréttinn ekki rétt í Reykjavík var boðað til fundar á Lækj- artorgi og einnig var opið hús víða um borgina. Vonast var til að mæting yrði góð en engan óraði að hún yrði eins og raun bar vitni; mannfjöldinn náði yfir allt Lækjartorg og upp eftir Bankastræti að Ingólfsstræti og í Lækjargötu var einnig mikill fjöldi sem náði allt að Amtmanns- stíg. Þá var mikill mannfjöldi í Austur- stræti allt að Pósthússtræti og ógerningur að komast yfir Lækjartorg. Talið var að þarna hefðu verið samankomin 20-25 þúsund manns. Guðrún Erlendsdóttir var formaður hinnar ríkisskipuðu kvennaárs- nefndar og var hún einnig fundarstjóri. Hún sagði m.a.: „Með því að hafa þessar aðgerðir í dag viljum við minna á sam- stöðu okkar við allar konur, hvar í heim- inum sem er.“ I ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur verkakonu kom frarn að Annars er mér efst í huga tilfinningin að standa á sviðinu á Lækjartorgi og horfa á konurnar koma streymandi að. Massíf fylking kvenna fyllti torgið og aðliggjandi götur og sýndist hvergi taka enda. Þarna horfðum við í rauninni á kvennafríið verða að veruleika! I viðtölum við konur víða um landið hafði komið fram hjá sumum konum að þær væru ekki vissar hvort þær ætluðu í frí og svo höfðu marg- ir vinnuveitendur - karlar - beinlínins hótað konum öllu illu ef þær mættu ekki til vinnu. Það stóð jafnvel fyrir dyrum að draga af þeim laun og að þær ættu á hættu að missa vinnuna ef þær færu í frí. En síð- an var stuðningur við tiltækið orðinn svo gífurlegur um allt land að ég held að fáar konur hafi misst laun þennan dag og eng- inn lagði í að segja konu upp starfi. Þrýst- ingurinn frá umhverfinu og öðrum konum var svo nrikill að þegar til kom held ég að nær allar konur sem mögulega gátu hafi tekið þátt í kvennafrídeginum. Hugmyndasmiðurinn Undirbúningurinn var auðvitað gífurlegur en þó fórum við ekki almennilega í gang fyrr en í byrjun september og tókum þetta þá með áhlaupi. Við keyrðum ekki á mis- réttinu og stéttarbaráttunni, heldur að konur væru að taka sér frí frá störfum til konur hefðu aðeins 73% af launum karla fyrir sömu vinnu32. Þingkonurnar Sigur- laug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir sögðust komnar til að sýna 2/3 hluta af þingliði kvenna á Alþingi, Ragnhildur Helgadóttir væri erlendis. Þær sögðu að það væri ljóst að á þeim 60 árum sem lið- in væru síðan konur öðluðust kosningarétt hefðu þær ekki notað þann rétt á réttan hátt. A þessum tíma hefðu einungis 9 konur verið kjörnar á Alþingi en 257 karl- ar og að fyrir síðustu alþingiskosningar hefðu verið 63.321 karlar á kjörskrá en 63.070 konur. Niðurstaða kosninganna varð samt sú að karlar hlutu 57 fulltrúa á Alþingi en konur 3! Nú sé ég aö Guö er kona Hvernig upplifðu konur svo þennan merka dag fyrir 20 árum? Gefum Lilju Ólafsdóttur orðið: „Þegar við opnuðum augun urn morgun- inn var einn af þessum yndislegu sól- skinsdögum að hausti! Við í fram- kvæmdanefndinni um kvennafrí vorurn búnar að vera á nálum yfir því að enn ein fjandans lægðin gengi yfir landið einmitt þennan dag. Svo skein bara sólin á okkur og hún varð fræg setningin sem sonur minn 10 ára sagði í því sambandi: „Já. Nú sé ég að guð er kona!“ 33

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.