19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 77

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 77
þátt í skipulagningu ráðstefnunnar fyrir (slands hönd. I október sl. var Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður sem sæti á í Vestnorræna ráðinu, gestur á opnum fundi KRFÍ og greindi hún þar frá því hverju Færeyjaráðstefnan hefur skilað í löndunum þremur. Árlegur jólafundur Kvenréttindafélagsins var haldinn 12. desember í Skólabæ. Að þessu sinni lásu upp úr nýútgefnum bókum sínum þau Vilborg Dagbjartsdóttir, Guðrún Guölaugs- dóttir, Guðrún Helgadóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti jólahugvekju. Bókahappdrættið, kakóið og piparkökurnar voru líka á sínum stað. Föstudagskvöldið 2. mars sl. stóð félagið fyrir kvöldvöku með valkyrjunni, víkingnum og fyrrum varaformanni KRFÍ, Ellen Ingvadóttur. Ellen sagði okkur, á mjög svo skemmtilegan og eftirminnilegan hátt, frá siglingu sinni með víkingaskipinu íslendingi sem farin var í tilefni af afmæli landafundanna. 25 ára afmæli kvennafridagsins Þann 24. október 2000 voru 25 ár liðin frá heimsfrægum frídegi íslenskra kvenna. Margt var gert til að minnast dagsins. Kvenréttindafélagið, í samstarfi við Jafnréttisstofu, stóð fyrir hádegisverðarfundi sem haldinn var samtímis á Grand Hótel í Reykjavík ogá Fiðlaranum á Akureyri. Fjarfundarbúnaður kom þar að góðum notum. Mjög vel mætt var á báða staðina. Reykjavíkurmegin flutti Vilborg Harðardóttir erindi, en hún stóð í eldlínunni fyrir 25 árum og á Akureyri var Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, og flutti fund- inum sitt erindi. Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnaði fundinum. Auk hádegisverðarfundarins tók félagiö þennan sama dag þátt í heimsgöngu kvenna gegn örbirgð og ofbeldi. llm var að ræða samstarf fjölmargra samtaka og gengið var frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem haldinn var útifundur. Mansal Mansal (trafficking) er stórt vandamál I heiminum í dag. Eins og áður segir þá kviknaði sú hugmynd I kjölfar NOKS fundar í nóvember sl. að Kvenréttindafélagið stefndi saman helstu sér- fræðingum landsins til að ræða þau mál. Þann 6. desember boðaöi félagið eftirtalda aðila til lokaðs fundar í kjallara Hallveigastaða: félagsmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Jafnréttisfulltrúa Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar, Jafnréttisstofu, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfina, Ríkis- lögreglustjóra, Stígamót, Útlendingaeftirlitið, Bríeti — félag ungra feminista, Barnaheill, Rauða krossinn, Unifem, Mannréttinda- skrifstofuna og Rannsóknir og greiningu. Tilgangurinn með fundinum var að leiöa saman þá sem mesta þekkingu og reynslu hafa á málinu. Mjög góð mæting var á fundinn og þótti hann afar þarfur. Ákveðið var að hópurinn kæmi aftur saman að nokkrum mánuðum liðnum. Eiga konur áhyggjulaust ævikvöld? Þann 27. janúar, á 94. afmælisdegi KRFÍ, stóð félagið fyrir ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni „Eiga konur áhyggjulaust ævikvöld?" Þar var fjallað um kjör eldri kvenna og félagslegt jafnrétti. Þau sem héldu erindi voru: Sigríður Jóns- dóttir, félagsfræðingur, flutti hugleiðingu um konur á efri árum; Sigurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, flutti erindi um hið svokallaða „Kópavogsmódel" og stöðu eldri kvenna; Bjarnfríður Leósdóttir, fyrrverandi kennari og verkalýðsforkólfur, flutti erindi sem hún kallaði „Hvar eru konurnar í verkalýðshreyfingunni?"; og Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður hagdeildar VR, flutti erindið „Starfslok og atvinnu öryggi eldri kvenna". Auk þessa fluttu þær Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiparáðherra og Hólmfríður Sveinsdóttir, starfandi formaður KRFl, stutt ávörp. Flosi Ólafs- son, leikari og stórbóndi stjórnaði ráðstefnunni með miklum glæsibrag. Að erindum loknum, skiptu ráðstefnugestir sér upp í þrjá vinnuhópa. Mjög athyglisverðar og líflegar umræður urðu í vinnuhópunum og greindu hópstjórarnir frá þeim í lok ráðstefnunnar. Hópstjórarnir voru þær Bryndís Hlöðversdóttir og Lára V. Júlíusdóttir, báðar fyrrum formenn KRFl og Helga Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélagasambands Islands. Meðal þess sem vinnuhóparnir komu sér saman um var að beina því til stjórnar KRFl að beita sér fyrir bættum lífeyris- réttindum og kynningu á möguleikum hjóna/sambýlisfólks á að semja um skiptingu á lífeyrisréttindum sín á milli. Ekki má skilja við ráðstefnuna án þess að minnast á þátt Ingu Sólnes ( allri undirbúningsvinnunni en hennar aðstoð er ómetanleg. Dr. Björg C. Þorláksson I ár eru 75 ár liðin slðan dr. Björg Þorláksson varði doktors- ritgerð sína við Sorbonne háskólann í París, fyrst allra íslend- inga og í raun fyrsti Norðurlandabúinn sem þar lýkur doktor- sprófi. Stofnaður hefur verið áhugahópur og sjóður um minn- ingu Bjargar. Eitt af markmiðum hópsins er að láta steypa I brons brjóstmynd af Björgu, gerða eftir gifsafsteypu Ásmundar Sveinssonar. Styttunni er ætlaður staður innan skipulagssvæðis Háskóla (slands. Björg Einarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir eru fulltrúar KRFl í áhugahópnum. Hér er í raun fátt eitt talið af starfsemi Kvenréttindafélagsins á árinu 2000-2001. Ég gæti nefnt margt fleira, en læt hér staðar numið. Þar sem ég gef ekki kost á mér í stjórn Kvenréttinda- félagsins þá vil ég nota þetta tækifæri og þakka þeim sem ég hef starfað með undanfarin fjögur ár. Þetta hefur verið afar skemmtilegur og gefandi tími. Nýjum formanni, stjórn og félag- inu öllu óska ég alls hins besta um ókomna tíð. 24. mars 2001 Hólmfríður Sveinsdóttir 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.