19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 37
GJALDA N É Hjá körlum meðal leikskólakennara bætist raunar annað við sem ekki mun plaga konur í karlastörfum. Á stundum liggja þeir undirgrun um að hafa afbrigðilegar kenndir til barna. Þeir sem ég hef rætt við um þetta mál telja sig þó ekki verða mikiö vara við slíkt, hvorkí karlarnir sjálfir né leikskólastjórarnir. Yfirleitt taki allir aðilar því fagnandi ef karl kemur til starfa, annað starfsfólk, foreldrar og ekki síst börnin. Víða erlendis hefur þetta oröið meira mál og það svo að líkja má við ofsóknir. Frægur varð leikskólinn i Svíþjóð þar sem hékk uppi svohljóðandi skilti: „Á þessum leikskóla starfar karl- maður. Hann fær aldrei að vera einn með börnunum." Ólíklegt þykir mér að hann hafi lengi starfað á þessum leikskóla. Um tíma var óttast að mikil umræða um misnotkun barna gæti orðið til þess að bakslag kæmi í tilraunir á Norðurlöndum til að auka hlut karla meðal starfsfólks leikskóla og raunar einnig grunnskóla. Sú virðist ekki hafa orðið raunin, að minnsta kosti ekki verulega. En óþægileg má vera sú tilfinning að vera tortryggi- legur einvörðungu vegna kyns síns. Sjálfsagt svipað og að verða fyrir tortryggni og mismunun vegna litarháttar eða annarra þátta sem maður ræður engu um. Karlar sem hafa menntað sig til starfa á leikskólum hafa líka haft orð á því að stundum sé þeim beinlínis sagt að þeir verði að reyna að „aðlaga sig kvenna- heiminum." Leikskólinn hafi alltaf verið heimur kvenna og ekki um annað að ræða fyrir karlana sem þar vilja vinna en að aðlaga sig því. Svo brugðið sé fyrir sig hefðbundnu tungutaki þá eru karlarnir velkomnir „en á forsendum kvenna." Karlarnir eru flestir ósáttir við að málin séu sett upp með þessum hætti. Það sé ekki á nokkurn hátt sjálfgefið að kona hafi rétt fyrir sér varðandi uppeldi og um- hyggju bara vegna þess að hún er kona. Fólk fæöist ekki með þá þekkingu, ekki frekar en að karlar fæðist með þekkingu á því hvernig eigi að færa til peninga ( samfélagínu. Eina leiöin til að komast að niðurstöðu sé að mætast á jafnréttis- grundvelli og tala um málin. Margt sé vafalaust gott eins og það hefur verið gert en annað sé einfaldlega orðið hefðbundið alveg án tillits til þess hversu gott það sé. Eitt megineinkenni einkynja stofnana er einmitt rík tilhneiging til að frjósa fastar í hefðum og telja þeím ógnað af hinu kyninu. I erlendum rannsóknum á því af hverju menntaðir karlar hætta á leikskólum er þetta atriöi eitt af því sem hefur skotið upp kollinum. Þegar karlarnir mæta nýútskrifaðir til starfa á leikskólunum þá mætir þeim heimur þar sem þeim finnst að því sem kennt var í skólanum sé of oft ýtt til hliðar. Þeir upplifa að konur telji sig sjálfkrafa vita hvað börnum sé fyrir bestu eingöngu af því að þær eru konur. Skiptir þá engu hvort þær eru ómenntaðar eða hafa sömu menntun og karlarnir að baki. Þegar skrefiö hafi verið tekið úr heimi námsins og skólans og inn í heim vinnu og kvenna þá sé tilhneiging til að hverfa frá kenn- ingunum ogtil brjóstvitsins, og vel að merkja, brjóstvits kvenna. Síðasta atriði sem nefnt hefur verið er að körlum þykir stundum sem þeir séu velkomnir sem Karlinn, frekar en að verið sé að sækjast eftir leikskólaken- nara. Þeir eigi að ganga í hlutverk trúðsins eða taka að sér að vera hefðbundinn karl á flestum sviðum innan leik- skólans. Skyndilega tapist öllum kunnáttan í að skipta um peru eða bera þunga bekkinn og kalli á Karl- inn til að redda þessu. Svona viðmót, hversu vel sem það er meint, er móðgandi fyrir menn sem hafa háskólanám að baki og eru komnir til að vinna sem leik- skólakennarar. Hjúkrunarfræði Það er víöar en á leik- skólunum sem kynjask- iptingin er veruleg. Þeir eru ekki ýkjamargir kar- larnir sem starfa sem hjúkrunarfræöingar og að dæma eftir kynjaskipt- ingunni meðal þeirra sem eru að læra það fag þá mun það ekkí breytast á næstu árum. Hlutfall karla meðal hjúkrunar- fræðinga er miklu lægra á íslandi en í nágrannalöndum okkar og virðist litill vilji til að hafa áhrif á þá stöðu. Viö búum á hinn bóginn það vel hér að til er íslensk athugun 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.