19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 7
elsti feministinn „Konur bíti á jaxlinn og slái aldrei af sínum kröfum“ segir elsti femínisti landsins Sigurveig Guðmundsdóttir fæddist árið 1909 og var því sex ára gömul þegar konur fengu kosningarétt til Alþingis. Starfsferill hennar hennar er langur og viðburðaríkur enda hefur Sigurveig látið til sín taka í hvers kyns félagsmálum í gegnum tíðina og setið í stjórnum ýmissa félaga. Sigurveig var einn stofnenda Banda- lags kvenna í Hafnarfirði og er elsti púlifandi formaður Kvenréttindafélags Islands en hún var formaður þess 1969-1971. Sigurveig fylgist vel með samfélagslegri umræðu. Hún hefur bú- 'ð á Hrafnistu í Hafnarfirði síðastliðin 15 ár og er daglegur gestur á bóka- safni dvalarheimilisins. Bækur um trú- toál, sagnfræði og fleira á ensku og ís- lensku bera vott um síkvikan hug Sig- urveigar enda tók hún afar Ijúflega í örstutt spjall við 19. júní um fyrir- úiyndir sínar í jafnréttisbaráttunni fyr- lr 19.júní. En hvar kynntist Sigurveig fyrst hugsuninni um kynjajafnrétti? „Jafnréttishugsjónin kom eiginlega frá heimili mínu. Faðir minn, Guð- rnundur Hjaltason, var brautryðjandi með lýðháskólahugsjónina og kven- réttindi fylgdu með í þeirri sýn. Faðir minn lést þegar ég var níu ára. Móðir mín tók þessa hugmynd hans og hélt henni á lofti og það var hún sem stóð nlgerlega fyrir því að ég fengi að ganga 1 skóla. En mín kynslóð fór allajafna ekki í skóla á þessum tíma, hvað þá konur og það var segin saga að þegar kona menntaði sig eða tók þátt í félags- störfum þá sögðu hinar að hún væri nú engin húsmóðir en það þóttu niðrandi urnmæli," rifjar Sigurveig upp og svo fyr að hún stundaði nám í Flensborg- arskóla 1922-1924 og í Kvennaskólan- 1925-1927. Hún þurfti þó að gera hlé á námi sínu vegna berkla. „Nú, svo fór ég í Kvennaskólann og kynntist þar Ingibjörgu H. Bjarnason °g fröken Ragnheiði Jónsdóttur kenn- ara og dáðist endalaust að þeim. Svona úierkilegt fyrirtæki eins og Kvenna- skólinn fannst mér líka vera góð fyrir- júynd allra kvenna. Svo var Ingibjörg kýmin inn á þing. Ég hlustaði einu s'nni á hana á þingi en það var af sér- stöku tilefni. Þá var hún að bera fram írumvarpið um að gera Kvennaskólann að ríkisskóla og bað alla í skólanum um að koma í þingið til að styðja málefni sitt. Við gerðum það og það er mér í lersku minni hvað mér þótti hún ein- jöana, þessi virðulega kona í bláum *pól og stóð þarna og hélt ræðu um- kringd svartklæddu körlunum.“ Sigurveig segir að í Kvennaskólan- arn hafi sín fyrstu kynni af jafnréttis- óaráttunni komið af sjálfu sér í gegn- úin starfið í skólanum og frá kennurum eins og fröken Ragnheiði Jónsdóttur Seni Sigurveig segir hafa verið mjög pnkla jafnréttismanneskju og þjóðern- jssinna. Hún tók kennarapróf frá ^ennaraskóla íslands 1933 og fór að kenna við Landakotsskólann. „Þar veru líka konur sem stjórnuðu öllum skólanum en Sankti Jósefssystur ráku sPítalann og skólann. Ég man ég sat námskeið hjá Steingrími Arasyni upp- eldisfrömuði sem sagði að konur gætu ekki haldið uppi jafn miklum aga og karlar. Mér varð þá hugsað til systr- anna í Landakotsskóla sem ráku spít- ala og skóla af þvílíkum dugnaði og hefðu ekki getað verið betri fyrirmynd- ir.“ Sigurveig hóf þó ekki að skipta sér almennilega af kvenréttindamálum fyrr en hún byrjaði að lesa sér til í alls kyns ritum um kvenréttindi. „Það var ekki fyrr en ég las Le second sex eftir Simon de Beauvoir í kringum 1949. Svo kom nú öll skriðan af alls kyns rit- um í kjölfarið, til að mynda eftir Karen Armstrong, Mary Daily, Betty Friedan og fleiri sem voru allt kvenréttinda- konur frá Bandaríkjunum. Þessi skrif höfðu mikil áhrif á mig. Svo var ég náttúrlega í Kvenréttindafélaginu og þar var líka Anna Sigurðardóttir (síðar stofnandi Kvennasögufélagsins) sem hafði mikil áhrif á mig. Ég var líka í Sjálfstæðisflokknum en varð leið á starfinu innan hans, því að á þeim tíma, þegar verið var að búa sig undir kosningarnar, þá sátu karlarnir í hóp- um og skipulögðu hvað hver og einn átti að gera og þegar kom að konunum var sagt að þær ættu að hugsa um kaffið ... það var ekkert fyrir mig,“ seg- ir Sigurveig og hlær og svo fór að hún sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum og gekk í Kvennalistann árið 1983. Myndir þú segja að fyrirmyndir þín- ar væru sterku konurnar í Kvenna- skólanum? ,Alveg tvímælalaust, og svo þær hugmyndir sem ég ólst upp við á heimilinu að konur ættu umfram allt að mennta sig. Ég held að það hljóti að vera mikilvægt fyrir ungar stúlkur að hafa sterkar fyrirmyndir, að minnsta kosti var það mín reynsla." Þegar Sigurveig er beðin um góð ráð handa yngri konum hugsar hún sig ekki lengi um: „Bíta á jaxlinn og slá aldrei af sínum kröfum og viðhalda þrautseigju í að koma sínum málum á framfæri,“ staðföst sem aldrei fyrr. eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur 7

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.