19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 20
vert að minnast á kvennaárí 30 ár frá Kvennafrídeginum 24. október 1975 Fjórar göngur streymdu hvaðanæva að á Lækjartorg Kvennafrídaginn 24.október „0 ó stelpur, við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn“ Samfélagið á sjöunda áratugnum Sjöundi áratugur tuttugustu aldar einkenndist af átökum og breytingum í hinum vestræna heimi. Almenn and- staða við stefnu stjórnvalda jókst og þá helst við stríðsrekstur Bandaríkja- manna í Víetnam og hernaðarupp- byggingu í Evrópu. Stúdentar urðu sérstakur þrýstihópur á þessum tíma. Mótmælaaðgerðir voru tíðar og átök við lögreglu og her á götum úti voru daglegt brauð. Árið 1968 hefur orðið táknmynd þessarar þjóðfélagsólgu og kynslóðin sem þá var í kringum tvítugt verið nefnd 68-kynslóðin. Upp úr jarð- vegi stúdentaóeirðanna spruttu nýjar kvenréttindahreyfingar með gríðarleg- um krafti sem fundu þörf til að knýja á um jafnrétti kynjanna með meiri áherslu en áður. Fréttir af kröfum kvenna féllu í góð- an jarðveg hér á landi. Margir álitu að gömlu kvennabaráttunni hefði lokið með sigri þegar formleg réttindi kvenna voru bundin í lög. Staðreyndin var hins vegar sú að konur voru lítt sýnilegar á hinum opinbera vettvangi. Til að mynda sátu ein eða tvær konur á þingi frá árinu 1922 til 1971 og árið 1974 voru aðeins 4% bæjar- og sveitar- stjómarmanna konur. Engin kona var bankastjóri, sýslumaður né bæjarfó- geti og varla hægt að segja að þær hafi verið í forystusveit aðila vinnumarkað- arins þó að þeim fjölgaði verulega á vinnumarkaði og í verkalýðsfélögum árið 1963. A þessum tíma voru nýjar hugmynd- ir teknar að setja svip sinn á kvenrétt- indabaráttuna hér á landi. Sumir vilja meina að bók bandaríska félags- og sálfræðingsins Betty Friedan, „The Feminin Mystique" eða Goðsögnin um konuna hafi orðið hvatinn að kvenna- hreyfingu nútímans sem barst frá Bandaríkjunum til Englands 1967 og til Norðurlanda um 1970. Hér á landi höfðu bækur Svövu Jakobsdóttur, Tólf konur sem kom út 1965 og Veisla undir grjótvegg sem kom út 1967, sín áhrif enda skrifað um samskipti kynjanna á áður óþekktan hátt. Arið 1967 kom getnaðarvamapillan á lyfjaskrá hér á landi sem gerði konum kleift að skipu- 20 leggja barneignir í fyrsta sinn. At- vinnuþátttaka kvenna jókst og fleiri konur gengu menntaveginn. Margar ungar konur töldu sig þó verða varar við kynbundið misrétti. Þær ákváðu því að taka til sinna ráða. Þær sættu sig ekki lengur við jafnrétti í orði held- ur vildu þær öðlast jafnrétti í raun. ís- lenskar konur voru vel með á nótunum um kröfu kvenna um aukin réttindi víðsvegar um heim. Árið 1968 var stofnuð æskunefnd Kvenréttindafélags Islands sem kallaði sig Uur og 1970 var Rauðsokkahreyfingin stofnuð að erlendri fyrirmynd. Allt í einu urðu til skilyrði sem urðu þess valdandi að konur þustu fram á sjónarsviðið og kröfðust jafnréttis. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir 18. desember 1972 að árið 1975 skyldi sér- staklega helgað málefnum kvenna und- ir kjörorðunum: JAFNRÉTTI - FRAMÞRÓUN og FRIÐUR. Undanfari þess að konur lögðu niður störf Björg Einarsdóttir verslunarmaður segir svo frá hugmyndinni að kvenna- frídeginum í Húsfreyjunni, 1. tbl. 37. árg. 1986, s. 9-18. „Hugmyndin um að konur sameinuðust um að leggja niður vinnu samtímis barst hingað erlendis frá ... Á fundi í Norræna húsinu í árs- byrjun 1973 sem Rauðsokkahreyfingin hélt til kynningar á starfsemi hreyfing- arinnar ... ein þeirra kvenna sem frá upphafi hafði verið virk í Rauðsokka- hreyfingunni, hafði á ferðum sínum er- lendis heyrt um það rætt að allar kon- ur í heiminum ættu að taka sig til og leggja niður vinnu samtímis í einn dag og sýna þannig í eitt skipti fyrir öll hver hlutur þeirra væri á heimsbyggð- inni. Raunar mun sömu hugmynd hafa verið komið á framfæri hjá hreyfing- unni 1970 ... Snemma á árinu 1974 tóku ýmis samtök kvenna hér á landi við sér varðandi undirbúning kvenna- ársins og stofnuðu nefndir í því skym- Af því spratt síðan samstarfsnefnd um kvennaárið 1975. Fulltrúi Rauðsokka- hreyfingarinnar lagði meðal annars í hugmyndabanka nefndarinnar um að- gerðir á árinu 1975 „að íslenskar konur sýndu með einhverjum raunhæfum hætti hver hlutur þeirra í samfélaginu væri ... Til þess að fara fljótt yfir sögu má geta þess að á ráðstefnu um kjör láglaunakvenna í Lindarbæ í janúar 1975 var kvennaverkfall sérstaklega nefnt af einum ræðumanna og viðkom- andi lagði það til sem aðgerð í tilefm kvennaársins.“ (Húsfreyjan, 1. tbl. 37. árg. 1986, s. 9-18.) 1975 skipuðu stjórnvöld líka sér- staka kvennaársnefnd og stóðu báðar nefndirnar fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í júní um markmið SÞ með kvennaárinu. Undir lok ráðstefnunnar

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.