19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 27
kynbundið ofbeldi Krafan um að kynbundið ofbeldi eigi að vera sérstaklega skilgreint í lögum verður sífellt háværari. Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir áliti refsiréttarnefndar á því hvort þörf sé á sérstakri löggjöf um heimilisofbeldi eða hvort núverandi lagaákvæði um ofbeldi nái nægilega utan um það. Auk þess hefur ráðherra falið Ragnheiði Bragadóttur, lagaprófessor við Háskóla íslands, að koma með tiilögu að lagafrumvarpi til breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. En hverjar eru kröfurnar og hvers vegna koma þær fram núna? Um löggjöfina og kynbundið ofbeldi Miklu meiri þekking A áttunda áratugnum varð vitundar- ^akning um kynferðis- og heimilisof- “eldi. Kvennaathvarf tók til starfa árið ^82, Stígamót voru stofnuð 1990 og í Samræmi við tillögur nauðgunarmála- ^ef'ndar sem starfaði frá 1984-1988 var ‘^eyðarmóttaka vegna nauðgunar opn- árið 1993. Upphaflega átti nauðgun- armálanefnd ekki að koma með hug- ^yndir að lagabreytingum en árið 1992 voru samþykktar breytingar á jtynferðisbrotakaflanum. Fyrir þann l!|na var t.a.m. ekki ólöglegt að nauðga . érium þar sem kynferðisbrotaákvæð- 'h náðu aðeins yfir ofbeldi gegn kon- Utln Heimilisofbeldi er hins vegar ekki skilgreint sérstaklega í lögum heldur eHur það undir almenn ákvæði um of- beldi. . Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá arinu 1992. Reynsla er komin á starf r%amóta, Kvennaathvarfsins og Aeyðarmóttökunnar. Sífellt fleiri þol- endur leita sér aðstoðar og segja sögu Slna upphátt. í dag er því margfalt j^eiri þekking á eðli og afleiðingum ynferðis- og heimilisofbeldis en var a*ð 1992 þegar kynferðisbrotakaflinn Var endurskoðaður. Kynfrelsi ekki verndað í lögum , Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir .0rnst að þeirri niðurstöðu í ritgerð rinni til embættisprófs í lögfræði, sem °n varði fyrr á árinu, að kynfrelsi sé *íki verndað í íslenskum lögum. Bend- f hún m.a. á að ofuráhersla sé á að- ^riíina sem er notuð við að fremja riitið. Samkvæmt 194. gr. alm. hegn- ngarlaga er aðeins um nauðgun að nfk ef gerandi beitir ofbeldi eða hótar _beldi. I 196. gr. er aftur á móti skil- sneming á misneytingu en það er þeg- *naður notfærir sér geðveiki, aðra Hús Stígamóta andlega annmarka eða að þannig sé ástatt að þolandinn getur ekki spornað við verknaðinum og hefur við hann samræði. Það þýðir að ef haft er samræði við áfengisdauða manneskju eða mann- eskju sem ekki hefur andlega burði í að neita kallast það ekki nauðgun í laga- legri merkingu. Refsing fyrir misneyt- ingu getur verið allt að sex árum á meðan refsing fyrir nauðgun er allt að sextán árum. Þar af leiðandi fyrnast misneytingarmál á tíu árum en nauðg- unarmál á fimmtán árum. í kynferðisbrotakaflanum er einnig að finna ákvæði (195. gr.) um ólög- mæta kynferðisnauðung en það er þeg- ar gerandinn beitir ekki ofbeldi eða hótun um ofbeldi heldur annars konar nauðung. Fáir dómar hafa reynt á þetta ákvæði en refsimörkin eru þau sömu og fyrir misneytingu eða sex ár. Þorbjörg bendir á að áherslan sé á aðferðina sem ofbeldismaðurinn notar en ekki á árásina sem slíka. Rétturinn til að hafna kynlífi við allar aðstæður er því ekki virtur samkvæmt hegning- arlögunum og að mati Þorbjargar end- urspegla mismunandi refsingar og fyrningarreglur þessa afstöðu löggjaf- ans. Stór hluti nauðgunarmála sem ber- Nauðgun af gáleysi? í norskri löggjöf er að finna ákvæði um nauðgun af gáleysi sem sett var inn með lagabreytingum árið 2000. Hugtakið hljómar kannski furðulega en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur bent á að þarna sé verið að skoða mörkin milli ásetnings og gá- leysis. Ef kona liggi t.d. lömuð af hræðslu og jafnvel grátandi geti of- beldismaðurinn ekki haldið því fram að hún hafi bara verið feimin. Þor- björg hefur máli sínu til stuðnings bent á sýknudóm sem féll í nauðgun- armáli í Bretlandi. Nokkrir féiagar voru úti að fá sér í glas með það að markmiði að næla sér í konur. Það gekk ekki sem skyldi og þá bauð einn þeirra hinum heim til sín til að hafa samræði við eiginkonu sína. Hann varaði þá við að hún berðist stundum á móti en að það væri vegna þess að hún væri „kinkí“. Mennirnir báru því við fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað betur og það dugði til sýknu að þeir sögðust hafa haldið að konan væri samþykk. Þetta myndi aftur á móti sennilega flokkast sem vítavert gá- leysi samkvæmt norsku lögunum. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir því að konan var ekki samþykk. Að sögn Þorbjargar hefur þessu ákvæði verið beitt í Noregi og svo virðist því sem það geti reynst vel. T.a.m. var maður dæmdur í fyrir að hafa nauðgað sambýliskonu sinni ít- rekað á fimm ára tímabili. Hann beitti hana miklu ofbeldi en fór síðan fram á „sáttakynlíf*. Sambýliskonan veitti ekki mótspyrnu en dómurinn taldi það eiga eðlilegar skýringar enda maðurinn nýbúinn að beita hana ofbeldi. 27

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.