Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 82

Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 82
8 fjölskyldan skemmtun njótum og nemum... Sögur af sveinunum þeim Jólasveinar segja börnum sögur á Þjóðminjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólatónleikar Sinfóníunnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá mörgum fjölskyldum. Það er orðin árviss hefð að ungur og efni- legur einleikari stígi á stokk með hljómsveitinni og dansar úr Hnotubrjótnum koma öllum í hátíðarskap. Þá má ekki gleyma Jólaforleiknum sívinsæla þar sem mörg eftirlætis jólalög hljóma hvert á fætur öðru. Að þessu sinni var Hlér Kristjáns- son, ungur fiðluleikari frá Akur- eyri, valinn úr hópi efnilegra tón- listarnema. Hann leikur Sígaunaljóð Sarasates, þar sem meðal annars er að finna lagið sívinsæla Til eru fræ. Hera Björk syngur síðan vinsæl jóla- lög og einnig koma fram nemendur úr Listdansskóla Íslands og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Stjórnandi er Bern- harður Wilkinson og sögu maður Halldóra Geirharðsdóttir í gervi trúðsins Barböru. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar 17. og 18. desember og miðaverð er 1.700 krónur. - fsb Á aðventunni breytist leikhúsið Norðurpóllinn í sannkallaða jóla- veröld. Jólatónlistin ómar, íslensk- ir handverksmenn kynna vörur sínar, piparkökur á hverju borði, föndur fyrir börnin og Norður- póllinn verður skreyttur hátt sem lágt. Hátíðleikinn ræður ríkjum og gamaldags jólastemning stytt- ir biðina fram að jólum. Auk þess verða tvær jólaleik- sýningar fyrir börn í Norðurpóln- um um helgar á aðventunni; Lápur skrápur og jólaskapið og Grýla, en bæði verkin eru eftir Snæbjörn Ragnarsson í leikstjórn Önnu Bergljótar Thorarensen. Lápur, skrápur og jólaskapið er sýnt í sal A tvisvar á dag næstu 3 helgar og er fyrsta sýningin í dag klukkan 13. Grýla er sýnd í sal C á sama tíma. Miðaverð er 2.000 krónur og miðasala fer fram á www.midi.is og í síma 561-0021 - fsb Jólaveröld á Norðurpólnum Jól í Grýluhelli Úr sýningunni Lápur skrápur og jólaskapið. Hnotubrjótur og Sígaunaljóð Hnotubrjót- urinn Mynd úr sýningu Konunglega sænska ballettsins á Hnotubrjótn- um. Aðventan er tími fjölskyldunnar og upplagt að nýta þann tíma til að fara saman í leikhús eða á tónleika, skoða söfn og láta segja sér sögur. Fréttablaðið fór á stúfana og kynnti sér hvaða skemmtanir eru í boði fyrir fjölskyldur á aðventunni. Fjölskyldan skemmtir sér saman á aðventunni Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hefst með fjölskyldudagskrá á morgun klukkan 14. Grýla, Leppa- lúði og Jólakötturinn munu kíkja í heimsókn og Pollapönkararn- ir spila fyrir krakkana. Þá verð- ur opnuð sýningin Sérkenni svein- anna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasvein- unum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna betur. Í forsal á 3. hæð safnsins er jafnframt hægt að skoða gömul jólatré frá ýmsum tímum. Þetta er þó aðeins upphafið á hinni líflegu jóladagskrá Þjóð- minjasafnsins. Jólasveinarnir munu koma í safnið daglega frá og með 12. desember líkt og undanfar- in ár. Jóladagskrá Þjóðminjasafns- ins hefur áunnið sér hefð og með árunum eignast fjölmarga aðdá- endur í hópi yngri gesta safnsins. Fjölskyldur geta farið í hina sígildu ratleiki Þjóðminjasafns- ins. Jólaleikurinn heitir Hvar er jólakötturinn? og snýst um að finna litlu jólakettina sem hafa verið faldir innan um safngripina. Fleiri fjölskylduleikir eru í boði í afgreiðslu safnsins. Aðgangur er ókeypis. Á jólavef safnsins er einnig hægt að kynna sér margvíslegan fróð- leik sem tengist jólunum. - fsb Grýla, sveinar og Pollapönk BETLEHEM Á morgun er annar í aðventu og venju samkvæmt er þá kveikt á öðru kerti í aðventukransinum. Það nefnist Betlehemskertið og beinir athyglinni að fæðingarstað Jesú. Arka-heilsuvörur hefur hafið innflutning á afar ljúffengu og heilnæmu súkkulaði frá hinu virta og ört vaxandi belgíska fyrirtæki Klingele. Fyrirtækið býður nú upp á þrjár mismun- andi vörulínur af belgísku súkkulaði: sykurlaust, laktósa og glútenfrítt og lífrænt súkkulaði. Súkkulaðitegundirnar eru: Balance – án viðbætts sykurs Súkkulaði án viðbætt sykurs er tilvalið fyrir sykursjúka sem og þá sem vilja draga úr sykurneyslu og fá sér hollari og hitaeiningasnauðari valkost. Súkkulaðið inniheldur 15 til 20 sinnum færri hitaeiningar en sambærilegt súkkulaði. Að auki er það með viðbættum trefjum sem hefur góð áhrif á meltinguna. Arka heilsuvörur bjóða ýmsar bragðtegundir af sykurlausa súkkulaðinu, m.a. 72% dökkt súkkulaði, dökkt súkkulaði, mjólkursúkkulaði, dökkt súkkulaði með trönuberjum, dökkt súkkulaði með bláberjum og dökkt súkkulaði með pistasíum. Balance – laktósa og glútenfrítt. Hentar fólki með mjólkur-eða glútenóþol. Boðið er uppá tvær tegundir: Cocoa rice og Cocoa rice með hrískúlum. Útsölustaðir Klingele eru: Melabúðin, Fjarðarkaup, Kvosin, Maður lifandi, Yggdrasill, Sunnubúðin, Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Nóatún, Krónan og Hagkaup. Nánari upplýsingar um vörunar okkar eru á heimasíðunni www.arka.is KYNNING Súkkulaði fyrir alla. – Sykurlaust, mjólkurlaust og glúteinlaust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.