Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 122

Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 122
94 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Jay-Z á afmæli í dag og er orðinn 41 árs. Hann hefur ástæðu til að fagna vel og lengi, enda var hann tilnefndur til Grammy-verðlauna á dögunum, meðal annars fyrir plötu ársins.41 folk@frettabladid.is EFTIRSÓTTUR Mick Hucknall var vinsæll hjá kven- þjóðinni þegar hann var upp á sitt besta. Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvik- myndagerð bítist um kvik- myndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaða- rósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tæki- færið núna og gripum það,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá fram- leiðslufyrirtækinu Mystery Ice- land. Fyrirtækið hefur keypt kvik- myndaréttinn að Áttablaðarós- inni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki fest- ir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hnífi Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsam- ari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sér- staklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki.“ Óttar Martin sjálfur var í skýj- unum með tíðindin þegar Frétta- blaðið náði tali af honum. Og við- urkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hug- sjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er Mystery kaupir Áttablaðarós Óttars HÓGVÆRT SAMSTARFSVERKEFNI Óttar Martin Norðfjörð hefur í hyggju að koma að handritsgerð Áttablaðarósarinnar sem Davíð Óskar Ólafsson og félagar í Mystery Iceland hafa keypt kvikmyndaréttinn að. Síðustu fimm til sex ár hefur það færst í vöxt að kvikmyndafyrirtæki festi sér kvikmyndarétt að skáld- sögum. Stundum hefur sá réttur fjarað út án þess að nokkuð gerðist, stundum ekki. Kvikmyndafélag Íslands keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bók Braga Ólafssonar, Sendiherranum, og á nýlegum lista kvikmyndamiðstöðvar má sjá nokkur handrit sem er verið að vinna upp úr þekktum skáldverk- um. Má þar nefna Konur eftir Steinar Braga sem Nanna Kristín skrifar, Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur er í vinnslu hjá Sigurjóni Kjartanssyni og Kristófer Dignus er að skrifa handrit upp úr Garðinum eftir Gerði Kristnýju. Þá er Ottó Geir Borg að vinna í handriti eftir Draugaslóð Kristínar Helgu. Tvær kvikmyndir upp úr frægum bókum eru lengra á veg komnar; Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýnd um jólin og það styttist í fyrsta tökudag á myndinni Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. VINSÆLL EFNIVIÐUR Fergie, söngkona hinnar vinsælu hljómsveitar The Black Eyed Peas, hefur verið valin kona árs- ins af bandaríska tónlistartíma- ritinu Billboard. Hún tók á móti verðlaununum í New York og var að vonum í skýjunum yfir þessum mikla heiðri, sérstaklega vegna þess að svo margar konur hafa náð langt á vinsældalista Bill board á árinu. „Það er mikill heiður að vera í flokki með svona mörgum sterk- um konum úr bransanum. Þetta var einu sinni strákaklúbbur en konurnar eru á uppleið,“ sagði Fergie. Félagi hennar í The Black Eyed Peas, Taboo, hrósaði söngkonunni fyrir að hafa komið með nýjar vídd- ir í hljómsveitina. „Árið 2002 hitt- um við Fergie í hljóðverinu. Við vorum að leita að einhverri til að syngja lagið Shut Up. Þegar hún mætti á svæðið heillaði hún okkur upp úr skónum. Hún var fagmann- leg og á endanum ákváðum við að nota hana í fleiri lögum. Sem betur fer gerðum við það. Fergie hefur verið stór hluti af vinsæld- um okkar. Ég er þakklátur fyrir að hún eiga hana fyrir systur,“ sagði Taboo. Félagi hans Apl.de.ap. bætti við: „Hún er ekki bara sterk, hæfi- leikarík kona með fallega rödd. Ég get líka talað við hana um konur og fengið ráðleggingar hjá henni. Til hamingju Fergie. Þú ert systir mín og besti vinur. Takk fyrir að vera til staðar,“ sagði hann. - fb Fergie valin kona ársins FERGIE Söngkona The Black Eyed Peas hefur verið kjörin kona ársins af tímarit- inu Billboard. NORDICPHOTOS/GETTY TALAR UM ALDUR Sarah Jessica Parker segist ekki vilja leggjast undir hnífinn til að halda í æskuljómann. Eitt vinsælasta umfjöllunarefni tískutímarita í dag virðist vera ellin og hvernig frægar konur taka því að eldast. Leikkonan Sarah Jessica Parker sagði í við- tali við tímaritið Elle að lítið væri hægt að gera til að breyta gangi lífsins. „Ég veit ekki hvað ég ætti til bragðs að taka. Já, ég er að eld- ast og þetta minnir mig stundum á það þegar maður horfir á blóm- vönd fölna. En hvað get ég gert til að koma í veg fyrir það? Ekki vil ég líta út eins og brjálæðingur,“ sagði leikkonan, sem vísar þar til kvenna sem leita í of miklum mæli í lýtaaðgerðir. Parker er þriggja barna móðir og fæddust tvíburadætur hennar með aðstoð staðgöngumóður. Leikkon- an segir að það hafi verið sérstök lífsreynsla. „Tíminn stóð kyrr. Ég elskaði þær um leið og ég sá þær en allt við þær var mér ókunnugt. Þær litu ekkert út eins og sonur minn, James Wilkie, og það kom mér á óvart,“ sagði Parker. Engar aðgerðir Söngvarinn Mick Hucknall hefur beðist afsökunar á framferði sínu á níunda áratugnum þegar hann svaf hjá yfir eitt þúsund konum á þriggja ára tímabili. „Rauðhærður maður er vana- lega ekki talinn vera kyntákn,“ segir Hucknall í viðtali við The Guardian. „Þegar ég var fræg- ur fór þetta úr böndunum. Á milli 1985 og 1987 svaf ég hjá um þremur konum á dag, á hverjum degi. Ég sagði aldrei nei. Þetta var það sem ég vildi fá út úr því að vera poppstjarna. Ég lifði drauminn og það eina sem ég sé eftir er að ég særði margar góðar stelpur,“ segir hann. Hucknall heldur því fram að lauslæti sitt megi rekja til ást- leitni sem eigi rætur í því að móðir hans yfirgaf hann þegar hann var þriggja ára. „Þetta var fíkn sem varð til þess að ég fór inn á dökka tímabilið mitt frá 1996 til 2001. Þá komst ég nærri ræsinu – ég var meira í því að drekka en veiða konur.“ Á endan- um kveðst Hucknall hafa orðið leiður á kynlífstímabilinu, þar sem hann hafi aldrei fengið þá tilfinningalegu fullnægingu sem hann þarfnaðist. Mick Hucknall hefur verið umdeildur í tónlistarheiminum; hann er maður sem margir elska að hata. Hann segir að eftir 25 ára feril og yfir 50 milljón- ir seldra platna ætli hann að leggja nafnið Simply Red á hilluna. „Ég get gert það sem ég vil núna.“ Svaf hjá þrem- ur konum á dag líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York,“ segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með.“ freyrgigja@frettabladid.is N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Frábær tilboð alla helgina ÍS L E N S K A /S IA .I S /H O L 5 21 41 1 0/ 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.