Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 18
18 2. júní 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fréttir af fundarstjórn forseta Alþingis hafa verið nokkrar að undanförnu og hefur þar gætt misskilnings um eðli þess máls. Er það ekki að furða þegar ljósvakamiðlar klippa jafnvel saman mismunandi dagskrárliði og flytja sem einn. Um umræður á Alþingi gilda þingsköp, sem eru lög frá Alþingi. Þeim lögum verða allir þingmenn að hlíta. Nauðsynlegt er að þau séu virt svo umræður fari ekki úr böndum. Einn liða í dagskrá Alþingis er „fundarstjórn forseta“. Þar er þingmönnum heimilt að fjalla um stjórn forseta á þingfundi, svo og dagskrá, fundartíma og önnur formsatriði er lúta að störf- um fundarins. Þetta er umræða um formsatriði en ekki pólitísk umræða. Borið hefur á því að þingmenn hafi reynt að framlengja efnis- lega umræðu sem hefur farið fram undir liðnum „störf þingsins“ eða „óundirbúnar fyrirspurnir“ eftir að þeim liðum er formlega lokið, með því að biðja um orðið um „fundarstjórn forseta“. Það er óheimilt. Stöðvar þá forseti ræðu þing- mannsins. Við það ber þingmanni sam- kvæmt þingsköpum að gera hlé á máli sínu og hlýða á hvaða erindi forseti á við hann eða ljúka strax máli sínu. Vald forseta í þessum efnum er ótvírætt enda segir í þingsköpum: „Skylt er þing- manni að lúta valdi forseta í hvívetna.“ Fari þingmaður ekki að ósk forseta er forseta nauð- ugur einn kostur að slá áfram í bjölluna, svo hvimleitt sem það er, og gera hlé á fundi láti þing- maður ekki segjast. Annað gildir um framkvæmd ákvæðisins um „fundarstjórn forseta“, þegar umræður hafa verið um þingmál og verulegt ósamkomulag hefur verið um málið og meðferð þess. Þegar svo háttar hafa forsetar ekki verið eins harðir á að þing- menn haldi sig einvörðungu við formsatriði. Hafa þingmenn því getað vikið að efnisatriðum málsins samhliða umræðu um þau formsatriði í fundarstjórn sem þeir hafa athugasemdir við. Um fundarstjórn forseta Um umræður á Alþingi gilda þing- sköp, sem eru lög frá Alþingi. Þeim lögum verða allir þingmenn að hlíta. Í vikunni birti Seðlabanki Íslands árvissa skýrslu sína um fjár- málastöðugleika í landinu. Í henni er dregin upp mynd af stöðu fjármálakerfisins og umhverfi. Í umfjöllun um skýrsl- una hefur mest farið fyrir lýsingu á þeim atriðum þar sem skórinn kreppir enn. Ef til vill er það engin furða því enn ríkir óvissa um ýmsa hluti, svo sem gæði eignasafna bankanna og endanlegt umfang skuldavanda bæði fyrirtækja og heimila. Svo er krónan náttúrlega í höftum og gjaldeyriskreppan því óleyst mál. Hins vegar er líka vert að halda því til haga að víða hefur vel tekist til og horfur bjart- ari en margur gerði ráð fyrir. Meira að segja mætti ganga svo langt að segja að mesta furða sé hversu vel landið standi miðað við að hafa verið reist við úr algjöru efnahagshruni, bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis. Fjármálastöðugleika hefur þrátt fyrir allt verið náð og hagvöxtur er hafinn, þótt hann kunni að vera minni en vonast hafði verið til. Fyrir það er vert að vera þakklátur. Í formála Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að skýrslu bankans bendir hann enda á að aðgerðir sem miði að stöðugleika í þjóðarbúskapnum hafi skilað verulegum árangri, jafnvægi í honum sé betra og undirliggjandi sé viðskiptaafgangur, auk þess sem framgangur áætlunar um afgang á ríkissjóði á komandi árum og mikill gjaldeyrisforði hafi búið til þau skilyrði að hægt væri að hefja losun hafta á gjaldeyrisútstreymi. Þá má líka fagna því að fyrst að forða tókst því að hlutir þróuð- ust á versta veg eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave eru líkur á að opnist fyrir aðgang ríkisins að erlendum lánamörkuðum. Seðla- bankastjóri bendir á að þar vegi þungt að alþjóðleg matsfyrir- tæki hafi ákveðið, þrátt fyrir að hafa gefið annað í skyn, að breyta ekki mati sínu á lánshæfi landsins þegar í ljós kom að Norður- landaríkin staðfestu áframhaldandi fjármögnun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Jákvæð þróun á öðrum sviðum, svo sem ný skýrsla um að skuldastaða bæði þjóðar- búsins og hins opinbera verði til lengdar vel viðráðanleg, ásamt upplýsingum um meiri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans en áður hafði verið gert ráð fyrir, sem ráðstafað verður til greiðslu kröfu breska fjármálaráðuneytisins og hollenska ríkisins, stuðlaði einnig að þessari niðurstöðu,“ bendir seðlabankastjóri á. Útvarpsstöð nokkur sem víða næst endurspeglar glöggt hvernig reiði og vonbrigði vegna hrunsins geta slegið fólk blindu á það sem þó hefur verið gert til viðreisnar. „Bölmóðssýki og brestir bera vott um styggð / lymskufullir lestir útiloka dyggð,“ segir í lagi Nýdanskrar, Horfðu til himins. Líkast til eru flestir sammála um hvert skuli stefnt núna þegar mallað er rétt yfir botni efnahags- lægðarinnar. Og þótt ágreiningur kunni að vera um leiðina breytir það ekki því að einhverja leið þarf að velja. Hana þurfa síðan allir að fara, verandi á sama báti. Í frétt í blaði dagsins segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra skýrslu Seðlabankans sýna að óvissa sé á undanhaldi á einhverjum sviðum og að málin þróist í rétta átt. Vonandi verður svo áfram. Aðgerðir sem miða að stöðugleika í þjóðar- búskapnum hafa skilað verulegum árangri. Horfðu til himins SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! Frami í Framsókn? Ásmundur Einar Daðason gekk í Framsóknarflokkinn í gær. Það kom sumum á óvart, öðrum ekki. Helst kom það þeim á óvart sem hlustuðu á skýringar Ásmundar þegar hann gekk úr þingflokki Vinstri grænna. Aðalástæðan fyrir úrsögninni var nefnilega sú að þingflokk- urinn kaus ekki Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem formann sinn. Hvernig Ásmundur hyggst vinna að frama Guðfríðar innan Fram- sóknarflokksins skal ósagt látið. Vonandi mætir honum þar ekki sama foringjaræðið og hann kvartaði yfir hjá Vinstri grænum. Vilji grasrótarinnar Ásmundur hefur mikið kvartað yfir því að vilji grasrótarinnar sé hunds- aður af forystu Vinstri grænna. Sé eitthvað að marka lýðræðisást hans má því ætla að hann hafi kannað vilja grasrótarinnar varðandi inngönguna í Framsóknarflokkinn. Það stangast reyndar á við samþykktir flokksdeilda og ýmissa stofnana flokks- ins, sem styðja ríkisstjórnina. Nema þingflokkur Framsóknar ætli að gera slíkt hið sama? Efstastigsumræðan Margir hafa kvartað yfir því að umræðuhefðin eftir hrunið einkennist af upphrópunum og gífuryrðum. Hvort þeir hinir sömu hafa lesið pistil Halls Magnússonar á Eyjunni í gær er óvíst. Þar ræðir Hallur um „svíðingslega aðför“ borgarstjórnar og sérstaklega Jóns Gnarr borgarstjóra að barna- fjölskyldum. Og tilefnið? Jú, það vantar bílastæði við íþróttamann- virki í borginni og þeir sem lögðu ólöglega voru sektaðir. Þau tíðkast nú breiðu spjótin. kolbeinn@frettabladid.is Þingsköp Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.