Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. júní 2011 25 MOZART Íslenska óperan leitar að ungum söngvurum til að syngja í Töfraflautunni eftir meistara Mozart. Íþróttafélagið Gerpla fagnar stórafmæli dagana 3. og 4. júní, en þá verða fjörutíu ár liðin frá stofnun félagsins. Árleg vor- sýning félagsins fer því fram í Íþróttamiðstöð Gerplu að Ver- sölum 3 í Kópavogi um helgina, þar sem heimur fimleikanna verður samtvinnaður leiklist- inni. Sýningin ber yfirskriftina Fantasía og má búast við stóru ævintýri hjá fimleikafélaginu. Sýningar Gerplu hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og mun félagið því bjóða upp á fjórar sýningar, eina á föstudag og þrjár á laugardag. Sýningin hefst klukkan 16.30 á föstudag en klukkan 10, 12.30 og 15 á laugardag. Miðasala fer fram í húsakynnum Gerplu að Versölum 3, en miðinn kostar 500 krónur óháð aldri. Fantasía hjá Gerplu GERPLA Í 40 ÁR Ævintýraleg stemning verður á vorsýningu félagsins um helgina. Íslenska óperan efnir til prufu- söngs á fimmtudaginn 9. júní fyrir þrjú hlutverk í Töfraflaut- unni eftir Mozart, sem verður frumsýnd í Hörpu í haust. Leitað er að ungum drengjum eða stúlk- um með góðar bjartar sópran- raddir fyrir hlutverk „drengj- anna þriggja“ sem koma töluvert við sögu í óperunni. Aldurstakmark er tíu ár og þá þykir æskilegt að börnin hafi ein- hverja reynslu í söng og leiklist. Umsækjendur þurfa að syngja lag að eigin vali, auk þess sem æskilegt er að þeir syngi líka upphaf síðari Finale úr Töfra- flautunni. Prufusöngurinn fer fram í Hörpu en áhugasamir skulu hafa samband við skrifstofu Íslensku óperunnar eða senda upplýsingar á virpi@opera.is Nánar upplýsingar má finna á www.opera.is. Leitað að söng- elskum börnum Nokkrar yngismeyjar á Egils- stöðum þreyttu nýlega áheita- hlaup á Vilhjálmsvelli til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna/ UNICEF á Íslandi. Einnig gengu þær í hús í grennd við heimili sín og söfnuðu fé til styrktar samtök- unum, samtals 4.822 krónum sem gjaldkeri Arion banka lagði inn á reikning UNICEF. Stúlkurnar eru í 3. bekk í Egils- staðaskóla, nema sú yngsta sem er í 1. bekk. Þetta var sameiginlegt átak þeirra til góðra verka áður en þær hlaupa kátar út í sumarið. Yngismeyjar taka höndum saman SPRÆKAR STELPUR Í aftari röð eru Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Margrét María Ágústsdóttir og Rannveig Björgvinsdóttir og í þeirri fremri eru Rakel Birta og Tinna Sóley Hafliðadætur. MYND/STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.