Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 48
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is HALLDÓR ORRI BJÖRNSSON segir það ekki vera rétt að hann hafi gefið stuðningsmönnum FH fingurinn er hann var tekinn af velli í leik liðanna á dögunum. Halldór segist einfaldlega hafa verið að klóra sér í kollinum og hann segir það miður að einhverjir hafi misskilið það sem svo að hann væri með dónaskap. FÓTBOLTI Bakland Sepps Blatter í knattspyrnuhreyfingunni er sterkt. Það sást bersýnilega í gær þegar 186 greiddu honum atkvæði í forsetakjöri sambandsins. Aðeins 17 þingfulltrúar lýstu yfir mót- mælum sínum með störf Blatters með því að skila auðu. „Andrúmsloftið hefur oft verið verra. Það var erfiðara þingið árið 2002 þegar verið var að ræða slæma fjárhagsstöðu FIFA. Það var mikill einhugur hjá knatt- spyrnusamböndunum á þessu þingi. Það sést best með því að Blatter fær 90 prósent atkvæða,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Kosið var tvisvar í gær. Fyrst var kosið um tillögu Englendinga og Skota um að fresta forsetakjör- inu. Sú tillaga hlaut engan hljóm- grunn og var kolfelld. Aðeins 17 þingfulltrúar vildu fresta kjör- inu. KSÍ var ekki þar á meðal enda studdi sambandið við bakið á Blatter. „Við erum meðal þessara 90 prósent þjóða sem kusu Blatter sem og gegn því að fresta kjörinu. Það var búið að sýna fram á það af lögfræðingum að það var eng- inn grundvöllur fyrir frestun,“ segir Geir og bætir við að menn hefðu mikið stungið saman nefj- um kvöldið fyrir kosninguna og rætt þá stöðu sem upp var komin. Ásakanir hafa gengið á milli æðstu manna hjá FIFA síðustu daga og tveimur þeirra var vísað frá tímabundið vegna ásakana um mútuþægni. „Knattspyrnusamband Evrópu boðaði svo til aukafundar í morgun [í gær] til þess að fara yfir stöð- una áður en þingið hæfist. Það var alveg ljóst strax þá að hugmynd- ir Englendinga og Skota ættu ekki hljómgrunn.“ Geir segir að þó svo að mikil samstaða hafi verið á fundinum séu menn almennt ekki sáttir við þá stöðu sem upp sé komin en átök- in síðustu daga hafa skaðað ímynd FIFA gríðarlega. „Það vilja allir sjá að úr þessum málum verði leyst. Norðurlanda- þjóðirnar stóðu saman að tillögu um óháða rannsókn á öllum þess- um ásökunum. Það vilja allir fá á hreint hvort allar þessar ásakanir séu á rökum reistar. Blatter sagð- ist taka við þessari tillögu,“ segir Geir en Blatter mælti sjálfur fyrir ákveðnum breytingum. „Hann vill að þingið ákveði í framtíðinni hverjir fái að halda HM en ekki framkvæmdastjórnin. Svo voru gerðar breytingar á siða- nefndinni. Það á að styrkja hana. Það á að fá rannsóknaraðila og úrskurðaraðila. Svo vill hann fá nefnd sem skoðar stjórnunarhætti FIFA. Hann kom með þessar tillög- ur áður en þinginu var slitið og þær voru samþykktar.“ Blatter hefur setið sem forseti í þrettán ár og hefur mikið gengið á síðan hann tók við. Bæði ásakanir um spillingu og svo hafa margar hugmyndir hans og skoðanir fallið í grýttan jarðveg. Hann vildi meðal annars fá konur í þrengri búninga. „Við höfðum bara einn fram- bjóðanda núna og verðum að vinna með það sem við höfum. Það hafa ekki verið sönnuð nein rangindi á hann. Þvert á móti hefur fótboltinn styrkst undir hans stjórn. Ásakanir eru samt í loftinu og það má vera að hann hafi ekki alltaf tekið á málum þegar það átti að gera. Hann heitir aftur á móti því að gera það núna. Erfiðleikarnir eru samt miklir og það verður mikið verk að vinna úr þeim,“ segir Geir en hefur hann persónulega trú á því að Blatter geti endurreist ímynd FIFA? „Hann er ótrúlega klókur maður og hæfur stjórnandi. Hann hefur áður snúið hlutum sér í hag og hann sýndi á þessu þingi hve klók- ur hann er. Undir þessu öllu er góð samstaða og stuðningur við hann. Það er engin tilviljun. Hann nýtur trausts og ég sé ekki betur en hann sé traustsins verður. Ég held að honum takist það,“ segir Geir en var þetta góður dagur fyrir fótboltann? „Þetta var góður dagur því í knattspyrnu lærir maður að liðs- heildin skiptir máli og samböndin stóðu saman,“ segir Geir en hann lýsti því yfir við Vísi á þriðjudag að hann kysi Blatter þar sem Michel Platini, forseti UEFA, hefði lagt það til. henry@frettabladid.is Blatter er ótrúlega klókur maður Sepp Blatter fékk gríðarlegan stuðning á þingi FIFA í gær er hann var endurkjörinn forseti Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins. KSÍ var á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hinn umdeilda Blatter. Geir Þor- steinsson, formaður KSÍ, segir að Blatter hafi það sem til þarf til að endurreisa ímynd FIFA sem er í molum. „LIÐSHEILDIN SKIPTIR MÁLI” Geir Þorsteinsson tók ekki sjálfstæða ákvörðun í forsetakjöri FIFA heldur gekk í lið með Michel Platini og kaus eins og Platini vildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Blatter er umdeildur forseti Siðanefnd FIFA segist ekki hafa fundið neitt saknæmt við stjórnarhætti Sepp Blatter þrátt fyrir fjölmargar ásakanir um vafasama stjórnarhætti, mútur, mútuþægni og almenna spillingu í gegnum árin. Blatter var strax ásakaður um að múta meðlimum í framkvæmdastjórn FIFA er hann náði völdum í sambandinu árið 1998. Blatter hefur einnig verið sakaður um að hafa verið á spenanum hjá fyrir- tæki sem heitir ISL og átti sjónvarps- og ímyndarrétt af HM árum saman. Sannað hefur verið að ISL mútaði fjölmörgum af æðstu mönnum FIFA í gegnum árin. ISL fór á endanum á hausinn og FIFA sat uppi með háar skuldir. Blatter lofaði að rannsaka málið en hætti með rannsóknina eftir að hún fór af stað. Það mál varð þess næstum valdandi að hann hraktist frá völdum. Nú síðast sakaði Jack Warner, varaforseti FIFA sem vikið var frá vegna mútumála, Blatter sjálfan um mútur. Hann eftirlét knattspyrnusambandi mið-ameríku eina milljón dollara í té í maí sem þeir máttu eyða að vild. Hann hafði ekki heimild fyrir úthlutuninni og Warner sakaði Blatter um að kaupa sér atkvæði á þennan hátt. Þrátt fyrir þetta, og fleira til, er ferill Blatter flekklaus í augum FIFA. Pepsi-deild kvenna: Breiðablik-ÍBV 0-2 0-1 Vesna Smiljkovic (13.), 0-2 Danka Podovac (70.). Þór/KA-Fylkir 3-1 1-0 Rakel Hönnudóttir (13.), 2-0 Manya Janine Makoski (45.), 2-1 Anna Björg Björnsdóttir (49.), 3-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (62.). Markaskorarar þessa leiks eru frá fótbolti.net STAÐAN: ÍBV 3 3 0 0 12-0 9 Valur 3 2 1 0 4-2 7 Stjarnan 3 2 0 1 8-2 6 Þór/KA 3 2 0 1 5-7 6 KR 3 1 2 0 3-2 5 Afturelding 3 1 1 1 3-5 4 Þróttur 3 0 2 1 2-6 2 Breiðablik 3 0 1 2 2-5 1 Fylkir 3 0 1 2 2-7 1 Grindavík 3 0 0 3 1-6 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI „Það er búið að vera slag á hnénu á honum sem hefur háð honum mikið. Hann snýr svo aðeins út úr venjulegu hreyfi- ferli á æfingunni. Þá gengur til á honum hnéð. Það er óljóst á þess- ari stundu hvort bandvefur hefur farið eða liðþófi,“ segir Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, um meiðslin sem framherjinn Björgólfur Takefusa varð fyrir á æfingu liðsins í gær. „Það myndaðist strax kúla á hnénu á honum. Hann læst- ist alveg í hnénu þannig að við urðum að kalla á sjúkrabíl og láta það alveg vera að hreyfa við honum.“ Andri segir ljóst að þessi meiðsli muni halda Björgólfi frá næstu vikur. „Það má í það minnsta segja að hann verði frá í óákveðinn tíma. Hann er ekki heill til þess að spila á næstunni,“ segir Andri en hann segir þetta bagalegt þar sem ekki hafi tekist að finna hvað hafi verið að plaga hann í hnénu síðustu vikur. „Þetta virðist vera einhver óvelkominn gestur sem hefur verið á leiðinni í talsverðan tíma. Þetta var því hugsanlega eitthvað sem mátti búast við án þess að maður vissi hvað væri að.“ - hbg Björgólfur meiddist illa: Var fluttur burt í sjúkrabíl MEIDDUR Björgólfur spilar ekki fótbolta á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Michael Owen verður áfram hjá Manchester United en hann hefur gert nýjan samn- ing til félagið sem gildir til loka næsta tímabils. Þetta kann að koma einhverj- um á óvart en talið var líklegt að hann myndi fara frá félaginu nú í sumar. Annað hefur komið á daginn en Owen sjálfur sagðist á dögunum vilja vera áfram. Owen var í byrjunarliði Uni- ted aðeins einu sinni í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann á í harðri samkeppni um stöð- ur í byrjunarliðinu. Hún verður væntanlega enn harðari á næsta tímabili þar sem Danny Welbeck snýr aftur til United í sumar eftir að hafa verið í láni hjá Sunderland. - esá Michael Owen: Framlengdi við Man. Utd. FÓTBOLTI Nýliðar ÍBV héldu sigur- göngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í gær. Eyjakonur eru því eina liðið í deildinni með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Blika- konur sitja hins vegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig af níu mögulegum. Vesna Smiljkovic og Danka Podovac skoruðu mörk Eyjaliðsins í leiknum hvort í sínum hálfleiknum. Birna Berg Haraldsdóttir, mark- vörðurinn ungi sem kom frá FH, er því ekki enn búin að fá á sig mark í sumar en hún stóð vaktina vel í Eyjamarkinu og varði nokkr- um sinnum mjög vel frá Blika- stúlkum. „Þetta er frábær byrjun hjá nýliðum en það þýðir ekkert að hætta núna. Ég er ánægð á meðan markið er hreint því það er allt- af markmiðið hjá mér. Sigurinn er samt aðalatriðið,“ sagði Birna Berg. „Jón Ólafur þjálfari er líka duglegur að halda okkur niðri á jörðinni og við förum ekkert að láta rigna upp í nefið á okkur núna,“ sagði Birna Berg kát en ÍBV vann tvo fyrstu leiki sína 5-0. „Þegar við lögðum af stað í mótið þá vissum við ekkert hvar við stæðum almennilega í deild- inni. Við erum nýliðar þannig að þetta er glæsileg byrjun,“ sagði Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn, en hver er lyk- illinn að þessari byrjun? „Það eru stífar æfingar og hópurinn er að ná rosalega vel saman. Það er ekkert leiðinlegt að skoða töfluna núna,“ sagði Þórhildur. Blikakonur fóru ekki vel með margar góðar sóknir í gær og fyr- irliðinn Greta Mjöll Samúelsdótt- ir var vonsvikin í leikslok. „Þetta virðist ekki vera alveg að ganga hjá okkur núna,“ sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir. „Núna megum við ekki fara að hugsa um það að við verðum að vinna. Það er ekki hægt að skora tvö mörk í hverri sókn og við þurfum bara að spila eins og við getum. Við erum ógeðslega góðar í fótbolta en við erum bara ekki alveg að smella saman og ná að sýna það,“ sagði Greta Mjöll. - óój Eyjakonur unnu 2-0 sigur á seinheppnum Blikakonum sem hafa aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum: Nýliðarnir á toppnum með markatöluna 12-0 BARÁTTA Það var ekkert gefið eftir í Kópavogi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.