Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 42
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR34 folk@frettabladid.is ÓBORGANLEGUR SVEJK! KILJA „… ein af fyndnustu og skemmtilegustu skáld- sögum fyrr og síðar …“ EINAR KÁRASON, ÚR FORMÁLA www.forlagid.is Loksins fáanleg aftur Justin Timberlake talaði meðal annars um æskuástina sína, söng- konuna Britney Spears, í nýju viðtali við Vanity Fair. Hann segir samband þeirra ekki geta talist eðlilegt, enda voru þau ung og forrík. Timberlake hefur ekki talað við Spears í rúman áratug og segir þau hafa þroskast í ólíkar áttir. „Við áttum samleið. Við vorum frá smábæjum og unnum í sama bransa. En svo vex maður úr grasi og þroskast. Ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig, en ég á ekkert skylt við strákinn sem ég var. Ég held að við höfum ekki verið alveg eðlileg, það var ekkert venjulegt við líf okkar. Við eyddum allt of miklum tíma í að vera fræg.“ Timberlake seg- ist hafa getað gert allt sem hann langaði til þrátt fyrir ungan aldur. Hann ferðaðist um heiminn í einkaþotu og keypti sér allt sem hugurinn girntist. Aðspurður segir Timberlake stjörnur sækja í sambönd með öðrum stjörnum því þeim líði betur í návist hverjum hjá öðrum. „Við skiljum hvert annað og hugs- um: „Guði sé lof, loksins einhver sem veit hvernig mér líður.“ Sænska þjóðin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga gagnvart konungi sínum, Karli Gústaf, og meintum brotum hans. Kröfur um afsögn eru orðnar háværar og spá margir því að kon- ungurinn falli á svipuðum tíma og laufin af trjánum enda vill þjóðin ekki hafa konung sem stundar strippklúbba. Nei, nei, nei og aftur nei voru svör Karls Gústafs Svíakon- ungs við spurningum TT-frétta- stofunnar í sérstöku einka- viðtali á mánudaginn var. Þar neitaði hann að hafa heimsótt frægan strippstað í Banda- ríkjunum, ráðið til sín konur í veislur, að hafa verið fastagest- ur á súludansstað í Slóvakíu og síðast en ekki síst að til væru myndir af honum í selskap með nöktum konum. Ofangreint eru sögusagnir sem hafa gengið um heimspressuna undanfarnar vikur. Það eru myndirnar sem vekja einna helst athygli en sá sem heldur því fram að hann hafi þær undir höndunum er hinn serbneski Mille Marko- vic. Sá hefur komið víða við á lífsleið- inni sem boxari, næturklúbbaeig- andi, súludans- staðarekandi og leigumorðingi fyrir mafíuna. Myndirnar umtöluðu eiga a ð ve r a a f Karl i Gústaf og fylgdarliði hans á stripp- staðnum Club Power í Stokk- hólmi. Þar sést konungurinn skemmta sér vel innan um naktar konur en mynd- irnar eru stillur úr myndbandi sem Markovic á að hafa tekið. Sér- fræðingar, meðal annars á vegum sænska blaðsins Aftonbladet, hafa fengið að skoða stillurnar og segja þær vera ekta. Það sem þykir einna helst renna stoðum undir að Markovic segi satt er að besti vinur konungsins, Anders Lett- ström, reyndi að kaupa af honum myndirnar fyrir háa upphæð. „Mér finnst það skrýtið að kon- ungurinn haldi áfram að ljúga og viðurkenni ekki brot sín,“ segir Markovic í samtali við Aftonbladet, en hann hótar að setja myndirnar á netið á næstu dögum. Sænska þjóðin er klofin í afstöðu sinni. Annars vegar eru þeir sem eru komnir með nóg af kvensemi konungs og krefj- ast þess að hann stígi til hlið- ar og leyfi dóttur sinni Viktoríu að taka við keflinu. Hins vegar eru þeir sem finnst ekki mikið til þess koma hjá fjölmiðlum að velta sér upp úr einkalífi konungsins. Fyrri hópurinn er háværari. Silvía drottning bar ekki giftingar- hr inginn síðast þegar til hennar sást á opinberum vettvangi og hefur Magðalena prinsessa frestað ferð sinni heim yfir þjóðhátíðardag Svíþjóðar 6. júni, en hún er búsett í Bandaríkjunum. Enn sem komið er hefur ekki borið á viðbrögðum frá prinsinum Karli Filippusi og krónprinsessunni Viktoríu, en hún gæti þurft að taka við krúnunni af föður sínum fyrr en hún reiknaði með. alfrun@frettabladid.is Í SELSKAP MEÐ NÖKTUM KONUM NEITAR ÖLLU Áhyggjusvipur var á Karli Gústaf Svíakonungi þegar hann mætti í einkaviðtal við sænsku fréttastofuna TT á mánudaginn til að svara fyrir meintar myndir af sér með nöktum konum. „Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt, mér finnst það vanta,“ segir Ómar Eyþórsson, útvarps- maður í morgunþættinum Ómar á Xinu og tónlistarstjóri sjónvarps- stöðvarinnar NovaTV. Fréttaþátturinn Molar hóf nýlega göngu sína á NovaTV. Tónleika- ábendingar og aðrar tónlistartengd- ar fréttir eru uppistaða þáttarins, sem er sýndur nokkrum sinnum í dag. Sérstök áhersla er lögð á íslensk tónlistarmyndbönd og frétt- ir af íslenskum hljómsveitum. „Það er náttúrlega nóg að gera í þessum bransa,“ segir Ómar og bætir við að þátturinn sé aðeins byrjunin. „Megnið af svona efni er komið á netið en þarna er heil sjónvarps- stöð í opinni dagskrá. Ég tók við um áramótin að setja inn myndbönd – það er búið að taka það allt í gegn.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að tónlistarþáttur væri væntanlegur á RÚV. Ómar fagnar allri umfjöllun um íslenska tónlist en tekur þó fréttunum með fyrir- vara. „Ég held að það sé hætta á því að menningarvitarnir gleypi þáttinn,“ segir hann. Ómar segir að fleiri þættir séu væntanlegir með haustinu. Þá verð- ur útvarpsmaðurinn Brynjar Már með íslenska listann á sjónvarps- stöðinni ásamt því að vinsælda- listi Xins verður einnig væntan- lega á dagskrá. „Þegar fer að róast hjá mér í afleysingum fer ég á fullt með alls konar pælingar þarna inn,“ segir Ómar. - afb Tónlistarrásin tekin í gegn FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁFRAM ÍSLAND Íslenskar tónlistarfréttir eru í for- grunni í Molum, nýjum fréttaþætti Ómars Eyþórssonar á NovaTV. TEKUR HÚN VIÐ KEFLINU? Viktoría krón- prinsessa gæti þurft að setjast í stól föður síns fyrr en hana grunaði. EINTÖK SELDUST af nýrri plötu Lady Gaga, Born This Way, í síðustu viku. Hún fór því beint á topp bandaríska Billboard-listans. Talar ekki við Britney ÞROSKAÐUR MAÐUR Justin Timberlake seg- ist hafa þroskast heil ósköp frá því hann sló fyrst í gegn með N‘Sync. N O R D IC PH O TO S/ A FP 1.108.000 N O R D IC PH O TO S/ G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.