Fréttablaðið - 09.09.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 09.09.2011, Síða 42
9. september 2011 FÖSTUDAGUR30 Meðal annars efnis: Mikil rannsóknarvinna Höfundar Heimsendis-þáttanna leituðu víða fanga við gerð handritsins, meðal annars hjá starfsfólki og vistmönnum geðdeilda. Dagur íslenskrar náttúru Fjórir náttúruunnendur lýsa sambandi sínu við náttúru Íslands í tilefni heiðursdagsins þann 16. september. Tíu ár frá hryðju- verkaárásunum 11. september Farið yfir atburðina þennan örlagaríka dag og velt upp hverjar langtímaafleiðingar árásanna urðu. 30 menning@frettabladid.is Fyrsta frumsýning vetrarins í Borgarleikhúsinu verður í kvöld þegar Zombíljóðin verða sýnd á Litla sviðinu. Þetta er þriðja verk leikhópsins Mindgroup, sem bæði semur og flytur verkið, á jafn mörgum árum í Borgarleikhús- inu en á undan komu Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Öll taka þessi verk á samtíma okkar með einum eða öðrum hætti en í Zombíljóðunum kveður við myrkari tón, þar sem fjallað er um hvernig við bregðumst við áföllum. „Við tökum fyrir nýlega, óhugn- anlega atburði úr okkar samfélagi og könnum möguleikann til hlut- tekningar,“ segir Jón Atli Jónsson, einn af félögum í Mindgroup. Sýningunni er lýst sem nær- göngulli og ekki fyrir viðkvæma. „Við höfum til dæmis fengið nokkra fjölmiðlamenn til að sjá sýninguna og það kemur við þá að sjá atburði, sem þeir hafa jafn- vel sagt sjálfir frá, í þessu sam- hengi. Við búum í samfélagi þar sem fréttir af áföllum og ham- förum dynja á okkur reglulega. Maður sér það á fréttaflutningnum að það er alltaf að verða erfiðara að ná til fólks; það er ekki nóg að sýna mynd af sundurskotnu líki í Palestínu heldur þarf að fylgja með texti sem segir: „Þetta er hræðilegt.“ Við erum því að skoða hvort það geti verið að sársauka- þröskuldurinn sé orðinn of hár, hvort við séum búin að fórna hluta af mennskunni fyrir tilveru án sársauka.“ Í Mindgroup eru, auk Jóns Atla, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfs son, en hópurinn nýtur lið- sinnis Halldóru Geirharðs dóttur. „Hún lék með okkur í Góðum Íslendingum og vann með Halli og Jóni Páli í öðrum verkum,“ segir Jón Atli. „Nú skrifar hún jafn- framt verkið með okkur og það er virkilegur fengur í henni; hún er frábær listamaður og féll mjög vel að hópnum.“ Sýningin ber sama nafn og ljóða- bók Sigfúsar Bjartmarssonar en Jón Atli segir það ekki hafa verið með ráðum gert. „Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en nýlega. Við bárum þetta auðvitað undir Sigfús og honum leist bara vel á það.“ - bs Stigið yfir sársaukaþröskuldinn 13.00 Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Einar Örn Benediktsson, formaður Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, Svanhildur Konráðsdóttir sviðs- stjóri Menningar- og ferðamálasviðs, rithöfundurinn Sjón og þær Ali Bowden, framkvæmdastóri Edinburgh City of Literature, og Jane Alger, framkvæmdastjóri Dublin City of Literature. Þær munu fjalla um framkvæmd og þýðingu útnefningarinnar í sínum borgum. 20.00 Upplestur í Iðnó Bergsveinn Birgisson, Denise Epstein, Bjarni Bjarnason, Alberto Blanco og Herta Müller. DAGSKRÁ BÓKMENNTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK Í DAG ÚR ZOMBÍLJÓÐUNUM Sýningunni er lýst sem nærgöngulli og óvæginni en hún byggir meðal annars á nýlegum, óhugnanlegum atburðum í íslensku samfélagi. Heimildarmyndin Ge9n eftir Hauk Má Helgason verður frumsýnd í Bíói Paradís í kvöld. Þar er fjallað um níumenningana sem voru ákærðir fyrir árás á Alþingi haustið 2008 og sýn þeirra á Ísland og sam- tímann. Heimildarmyndin Ge9n um mál níumenninganna sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi verður frum- sýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er byggð upp af viðtölum Hauks Más Helgasonar leikstjóra við mót- mælendurna. Haukur tók viðtölin á stöðum sem valdir voru út frá grundvelli gagnrýni hvers viðmælanda og birtist ávallt eitthvað í umhverf- inu skylt umræðuefninu. Á þenn- an máta leitast Haukur við að einangra pólitíska tilveru viðmæl- endanna. Haukur segist með mynd sinni vilja birta mynd af þessum níu einstaklingum en um leið sýna Ísland og samtímann eins og það horfir við þeim. „Það kemur í ljós í viðtölunum að megnið af þessum einstakling- um var ekki aðallega að mótmæla hruninu heldur var það uppsöfn- uð pólitísk kergja, sem nær allt frá Íraksstríðinu í gegnum einka- væðinguna og hin mörgu ólíku mál hægrivæðingarinnar, sem lá að baki reiðinni í mótmælunum 2008,“ segir Haukur og bætir við að það sem valdi mestum vonbrigðum sé hversu lítið hafi breyst eftir hrun. Í myndinni kemur fram að eitt af því sem valdið hafi hvað mestri tog- streitu hjá sumum níumenninganna hafi verið að þurfa að verja gjörðir sínar án þess að gera lítið úr þeim. „Eins og einn mótmælendanna, Steinunn Gunnlaugsdóttir, sagði var ákæran slungin að því leyti að þau voru sökuð um að hafa gert eitthvað mjög alvarlegt, sem þau gerðu ekki, en það er ekki þar með sagt að aðgerðir þeirra hafi ekki haft neitt gildi.“ Haukur segir að í myndinni fái níumenningarnir að tala sínu máli án þess að beygja sig undir orð- ræðu kerfisins sem þau standa gegn. „Á meðan á dómsmálinu stóð var allt kapp lagt á að sýna fram á sakleysi þeirra en á sama tíma langar ekkert þeirra að draga full- komlega í land með það að hafa áorkað einhverju. Aðgerðirnar þennan tiltekna dag, þegar þau stormuðu á þingpalla og lásu upp yfirlýsingu, voru þeim bæði mjög mikilvægur og þýðingarmikill liður í mótmælunum á sínum tíma.“ Ge9n var sýnd á kvikmynda- hátíðinni Skjaldborg á Patreks- firði í sumar og var vel tekið. Þótt myndin hafi ekki enn verið sýnd í Reykjavík hefur Ge9n þegar verið sýndur áhugi utan landsteinanna. „Brot úr myndinni var sýnt á ráð- stefnunni Tekstallianse í Osló um miðjan ágúst,“ segir Haukur. „Rit- stjóri frá róttæka bandaríska for- laginu Semiotext(e) var á staðnum. Hann var mjög hrifinn og leitar nú leiða til að koma myndinni á tjald í Los Angeles og New York.“ hallfridur@frettabladid.is Mestu vonbrigðin hversu lítið breyttist eftir hrun HAUKUR MÁR HELGASON Höfundur myndarinnar Ge9n segir að þótt aðgerðir níumenningana hafi ekki verið hættulegar í þeim skilningi sem ákæruvaldið hélt fram hafi þær haft mikilvægt gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BELINDA OG GYÐA Í TJARNARBÍÓI Dansverkið Belinda og Gyða verður sýnt i Tjarnarbíói klukkan 20.30 í kvöld. Verkið er eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttir. Andrea Gylfadóttir samdi tónlistina og Jóní Jóns- dóttir úr Gjörningaklúbbnum hannar búninga. Sýningin er liður í Reykjavík Dance Festival. Þrjú önnur verk verða sýnd á hátíðinni í kvöld. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, reykjavikdancefestival.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.