Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1974, Page 8

Íslendingur - 30.05.1974, Page 8
 r£> 9 YFIRLÆTISLAUS FORSÍÐA Kosningatölurnar eru að birtast í sjónvarpinu. Myndin er tekin í Sjálfstæðishúsinu á kosn- ignanóttina. Ljósm. G. Sigurg. Allir sem einn samein- uðust um að gera sigur D-listans glæsilegan Forsíðan í Degi var yfirlætis- minni eftir úrslit bæjarstjórnr arkosninganna heldur en þeg- ar þar birtist kosningaávarp Stefáns Valgeirssonar fyrir skemmstu. Á úrslit bæjarstjórn arkosninganna hér á Akureyri var ekki minnst einu orði, en á hinn bóginn skrifaði Ingvar Gíslason duggunarlítinn pistil á bls. 2, þar sem hann reyndi að afsanna að úrslitin kæmu nokkuð landsmálunum við og hefðu sáralítil áhrif á væntan- legar alþingiskosningar, en kosningaávarp Stefáns, hins sjálfskipaða 1. þingmanns Framsóknarmanna gekk ein- mitt út á að blanda landsmál- unum inn í bæjarstjórnarkosn ingarnar. Ekki verður betur séð en þeir Ingvar og Stefán eigi sitt af hverju óuppgert sín í milli! AÐ TRYGGJA FARSÆLA LAUSN VARNARMÁLA“ f Ieiðara Dags að bæjarstjórn- arkosningunum loknum er svo komist að orði, að í alþingis- kosningunum „verði að sjálf- sögðu um það kosið, hvort vinstri öflin í landinu eigi að fara áfram með völd . . .“ Síð- an segir að þetta skuli gert til þess „að tryggja farsæla Iausn varnarmálanna.“ — Vonandi taka. ýmsir, sem kosið hafa Framsókn eftir þessari athygl- isverðu stefnuyfirlýsingu. Fram sóknarmenn stefna að áfram- haldandi vinstri stjórn. Sú stjórn á að tryggja þá „farsælu lausn varnarmálanna,“ að varn ariiðið skuli verða skilyrðis- laust á brott fyrir mitt árið 1976. — Undirbúningur kosning- anna fór fremur hægt af stað og álít ég að þannig hafi það verið hjá öllum flokk- unum. Fljótlega kom þó í ljós að Sjálfstæðismenn voru á- kveðnir í. að vinna þessar kosningar og tel ég fullvíst að vel skipuiögð undirbún- ingsvinna hafi verið megin- forsenda þess, að við Sjálf- stæðismenn unnum þennan sigur í kosningunum. Þetta voru orð Sigurðar J. Sigurðssonar, er fslendingur hafði samband við hann lil að fá fréttir af undirbúnings- starfi á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og starfi á kjördag. Sigurður sagði enn fremur: — Áhugi Sjálfstæðis- manna fyrir þessum kosning- um var mikill og það lögðu margir hönd á plóginn og áttu með því þátt í sigrinum. Það voru um 150 manns, sent störfuðu fyrir flokkinn á kjör dag og vil ég nota tækifærið og þakka þeini sérstaklega fyrir vel unnin störf. Ég vil sérstaklega geta framtaks kvenna úr Sjálfstæðiskvenna félaginu Vörn, en þær buðu öllu starfsfólki flokksins í síð degiskaffi á kjördag og var það vel þegið í annríki dags - ins. Þá er mér ljúft að þakka skrfistofustjóranum okkar, Ottó Pálssyni, fyrir sérstak- Iega vel unnin störf, en á honum hvíldi öll undirbún ingsvinna fyrir kosningarnar. Að síðustu vil ég svo end- urtaka þakkir mínar til allra þeirra, sem unnu að þessum glæsilega sigri Sjálfstæðis- flokksins á sunnudaginn var, í þeirri trú að ekkert verði gefið eftir til að tryggja Sjálf stæðisflokknum sem stærst- an sigur í komandi alþingis- kosningum. Ottó Pálsson hefur löngum borið hitann og þungann af kosningastarfi Sjálfstæðis- manna. Framhald á bls. 2 Tillögur ríkisvaldsins um niðurskurð vegafram- kvæmda á IMorðurlandi eystra Fyrrverandi þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra hefur börist bréf frá vegamálastjóra um tillögur að vegaáætlun fyrir árið 1974. Tillögur þessar fara hér á eftir. Þær hafa ekki verið ræddar eða samþykktar af þingmönnum Sjálfstæðismanna, þar sem til þess gafst ekki tóm vegna hins skyndilega þingrofs. Sjá má á tillögunum hversu niðurskurður vegaframkvæmda yrði mikill ef eftir þeim yrði unnið (nál. 50%). Lárus Jónsson skrifar grein um viðskilnað ríkisstjórnarinnar í vcgamálum á bls. 5. Þjóðbrautir: millj. kr. Norðurlandsvegur — Aðaldalsvegur-Brún 10.0 Ólafsfjarðarvegur — Rípill-Ólafsfjörður 0.5 Norðausturvegur — Flugvöllur-Leirhöfn 10.8 Norðausturvegur — Axarfjarðarheiðarvegur-Syðra-Áland 1.9 Landsbrautir: Ólafsfjarðarvegur eystri — Ólafsfjörður-Ólafsfjarðarv. 0.4 Iíauganesvegur — Ólafsfjarðarvegur-Hauganes 0.9 Staðarbakkavegur — Hörgárdalsvegur-Staðarbakki 3.7 Hörgárdalsvegur — Norðurlandsvegur-Ólafsfjarðarvegur 0.7 Eyjafjarðarbraut vestri — Norðurlandsvegur-Finnastaðav. 0.9 Eyjafjarðarbraut eystri — Norðurlandsvegur-Munkaþverá 0.9 Vaðlaheiðarvegur — Illugastaðavegur-Norðurlandsvegur 0.4 Illugastaðavegur — Vaðlaheiðarvegur-Illugastaðir 1.1 Vaglaskógarvegur — Vaðlaheiðarvegur-Lundur II 0.6 Lundarbrekkuvegur — Bárðardalsvegur eystri-Víðiker 2.0 Bárðardalsvegur eystri — Norðurlandsvegur-Arnarstaðir 10.0 Baldursheimsvegur — Mývatnssveitarvegur-Litla-Strönd 0.7 Út-Kinnarvegur — NorðaustUrvegur-Nípá 0.4 I’agranesvegur — Staðarbraut-Fagranes 0.6 AAustursandsvegur — Norðausturvegur-Skógavegur 0.5 Undirstaða kosningasigursins var vel skipulögð vinna og starfsgleði.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.