Íslendingur


Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 5

Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 5
UFERÐIR Ferðafél. Akureyrar byggði „Lamba“ fyr’ir réttum 2 ár- um. Var skálinn byggður á Akureyri, en síðan dró „Snjó- köttur“ Baldurs Sigurðssonar húsið inn á Glerárdal. Skálinn rúmar 6 manns í kojur og fleiri geta gist þar í „sátt og samlyndi11. Værðarvoðir 'eru í kojunum, en ekki svefnpokar. Hægt er að hita skálann upp og eldunaraðstaða er fyrir hendi og nauðsynlegustu eld- unaráhöld. Auk „Lamba“ á Ferðafélagið 3 aðra skála, Dre'ka við Dyngjufjöll, Þor- steinsskála í Herðubreiðarlind um og Laugafell, sem er suð- ur af Eyjafjarðarbotni. Þang- að er meiningin að fara á snjó bílum í byrjun apríl n.k. Að sögn Magnúsar Kristins- sonar er mikið um gönguleið- ir fram á Glerárdal. Það er því hentugt að fara í helgar- gönguferð fram á Glerárdal og gista í „Lamba“. Einnig gat Magnús þess að fyrirhug- að væri, að kanna gönguleiðir í nágrenni Akureyrar, merkja þær á kort og semja leiðar- lýsingar. Um leið yrðu leiðirn ar flokkaðar eftir því hvað erfiðar þær eru og einnig yrði varað við þeim hættum, sem þar kynnu að leynast. Með Magnúsi í stjórn Ferða félags Akureyrar eru Skarp- héðinn Halldórsson, gjaldkeri, Jón Dalmann Ármannsson, rit ari, Aðalgeir Pálsson, varafor maður, og meðstjórnandi er Álfheiður Jónsdóttir. Aðalsteinn Valdemarsson, en Formaður ferðanefndar er með honum í nefndinni eru Guðmundur Magnússon, Olga Snorradóttir, Sigurbjörg Krist jánsdóttir og Ásta Olsen. kureyrar í Bíldsárskarð sl. sunnudag. Vöruverð — Leiðrétting „íslendingur“ tók upp þá ný- breytni sl. fimmtudag, að birta töflu, sem sýndi verð á ýmsum algengum vörutegund um í 7 verslunum á Akureyri. Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á töflunni, að tveir dálkarnir víxluðust. Þannig kom vöruverð í Hag- kaup undir Kjörmarkað KEA og vöruverð í Vörumarkaði KEA undir Hagkaup. Blaðið harmar þessi mistök og biður alla hlutaðeigandi velvirðing- ar á þeim, sérstaklega forráða menn viðkomandi verslana. Þar sem þessi mistök urðu við birtingu á töflunni síðastl. fimmtudag birtum við hana aftur, leiðrétta. Það skal aftur tekið fram, að í sumutq tilfell- um er um mismunandi gamlar vörusendingar að ræða, en það er nú einu sinni þannig í okkar verðbólgu þjóðfélagi, að oftar hækkar varan á milli sendinga en hitt. í sambandi við niðursoðnu ávextina er rétt að taka fram, að tegund- irnar eru álíka margar og verslanirnar. Þar sem x stend ur í töflunni hefur viðkom- andi vörutegund ekki verið til. Verðathugunin var gerð 18. febrúar sl. og því hugsanlegt að einhverjar verðbreytingar hafi orðið síðan, sennilega til hækkunar. Hafi verð á ein- hverjum vörutegundum lækk að, þá óskum við viðkomandi verslunum til hamingju. Vöruheiti Magn KEA Ránargötu Kjörbúð Bjarna Kaupfélag verkam. Hafnar- búðin KEA Hrísalundi Hagkaup Kjörmark- aður KEA Robin Hood hveiti 5 lbs 245 X X X 245 Xi 221 Gold Medal hveiti 5 lbs X X X 325 X X X Philsb. Best hveiti 5 lbs X 323 323 X X 262 X Strásykur 2 kg 233 310 260 220 233 178 210 do. 1 kg X 191 X X X X X Molasykur 1 kg X 136 191 192 209 155 X do. V2 kg 96 X 106 X 103 X 87 Sólgrjón Vi pk. 242 X 237 X 255 250 218 do. V2 pk. 125 100 X X 131 129 113 Grænar baunir, ORA x/i dós 225 231 232 232 255 183 203 do. V2 dós 163 148 148 148 163 133 131 Bl. grænmeti, ORA Vi dós 280 285 X 284 315 230 250 do. V2 dós 198 180 180 180 198 164 155 River Rice pk. 116 147 116 110 116 99 105 Palma Rismel pk. 117 129 111 112 117 130 106 Rowntr. Kako 1 lbs 396 X 388 X 396 X 357 Fry Kako 1 lbs X 329 424 X X X X Lybys Tomat 12 oz. 151 172 171 167 151 149 136 Tropicana 0,94 1 210 208 X 212 210 176 X do. 1,89 1 397 393 X X 397 328 X Gul epli 1 kg 195 230 175 268 195 170 203 Rauð epli 1 kg 280 300 300 184 280 220 X Appelsínur 1 kg 177 220 174 188 177 150 160 Bananar 1 kg 193 200 213 200 193 X 180 Bl. áxextir, Vi dós 424 403 395 X 424 380 382 Perur, Vi dós 411 270 310 369 411 327 370 Ferskjur, Vi dós 402 X 316 320 402 283 320 19 milljóna kr. rekstrar- hagnaður á síðastliðnu ári Samnrngurrinn um fastráðningu hafnarverka- manna samþykktur með aðeins einu mótatkvæði Verkalýðsfélagið Eining hélt aðalfund sinn 20. febrúar sl. Að- eins einn framboðslisti barst til stjórnarkjörs, listi stjórnar. Er stjórn félagsins því óbreytt frá sl. ári. Formaður Jón Helga- son, varaformaður Þorsteinn Jónatansson, ritari Ólöf Jónas- dóttir, gjaldkeri Jakobína Magnúsdóttir og meðstjórnendur Þórarinn Þorbjarnarson, Unnur Björnsdóttir og Gunnar Gunn- arsson. Félagar í Einingu eru nú 2.562, en innan félagsins er verkafólk í öllum byggðum við Eyjafjörð. Á liðnu ári gengu Verkalýðsfélag Grýtubakkahrepps og launþegadeild Bílstjóra- félags Akureyrar inn í Einingu, sem sérdeildir. í fréttabréfi frá Einingu segir, að fjárhagsafkoma fé- lagsins á árinu hafi verið mun betri en áður hafi verið. Vai'ð rekstrarafgangurinn 19. millj. kr. og er aukningin mest hjá sjúkrasjóði og orlofssjóði. Á fundinum var ákveðið, að leiggja eina millj. kr. af rekstrar'atfgangi félagsins í byggingasjóð. Þá var sam- þykkt að verja allt að einni millj. kr. til kaupa á hluta- bréfum í Alþýðubankanum og einnig var ákveðið að kaupa hlutabréf í ferðaskrifstofunni Landsýn, í samræmi við önn- ur verkalýðsfélög, sem aðild eiiga að Alþýðuorlofi. Þá var samþykkt að veita einnar millj. kr. styrk til nýbygging- ar endurhæfingarstöðvar Sjálf sbjargar, en í ályktun-inni frá Einingu segir, að þar sé stigið stórt skref í heilsuvernd armálum verkafólks. Að venju snerist starfsemi Einingar á liðnu ári mikið um samningagerð við atvinnurek- endur. Auk aðalsamningsins, sem gerður var í fyrravetur, hefur félagið gert fjölda sér- samninga vegna einstakra starfshópa. Þar á meðal var samningur um fastráðningu verkamanna við Skipaaf- greiðslur hjá Akureyrarhöfn. Segir í fréttabréfinu, að félag ið hafi um langt árabil unnið að því að ná samningi um fastráðningu hafnarverka- manna. Telur félagið því að menkum áfanga sé náð með þessum samningi, sem tryggja á atvinnuöryggi þeirra, sem hafa vinnu við höfnina að að- alstarfi. Umræddur samning- ur, sem hefur valdið no>kkrum deilum og blaðaskrifum und- anfarið, var borinn upp á fundinum og samþykktur með einu mótatkvæði. Einnig var samþykkt á fund inum, að segja upp öllum samningum við atvinnurekend ur, þannig að þeir falli úr gildi 1. maí í vor.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.