Íslendingur


Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 4

Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 4
Otgefandi: íslendingur hf. Ritstjðri og ábyrgöarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir. Dreifingarstjóri: Jóna Árnadóttir Ritstjórn og afgreiðsia: Ráðhústorgi 9, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Áskriftargjaid: 150 kr. á mánuði. Lausasala: 50 kr. eintakið. Það er fólksins að velja og hafna Eins og sagt var frá í íslendingi sl. fimmtudag, hefur bæjar- stjórn Akureyrar samþykkt að veita 400 þús. kr. starfsstyrk til Alþýðuleikhússins. Þar er stigið skref í þá átt, að stiðja ein- hæfan pólitískan áróður, sem gefur ekki gott fordæmi. Burt séð frá öllum yfirlýstum tilgangi leikhússins, verður ekki séð hvaða skyldum Akureyrarbær hefur að gegna gagnvart um- ræddum leikhóp. Aðeins örfáar af sýningum á vegum leikhúss- ins hafa verið á Akureyri, en flestar í Reykjavík. Það er því síst I verkahring ráðamanna Akureyrarbæjar að styðja þessa starfsemi, ef einhver á að gera það. Það skal tekið fram, að það er skoðun þessa blaðs, að óeðlilegt sé, að styðja einhæfa áróð- ursstarfsemi með almannafé. Gildir þar einu hvort um er að ræða áróður með eða á móti sósíalisma, eða öðrum þjóðfélags- stefnum. Það mun líka vera einsdæmi, að jafn lítið bæjarfélag og Akureyri sjái sér fært að styrkja tvö leikfélög. í sumar kom fram í bæjarstjórn styrkbeiðni frá Alþýðu- leikhúsinu. Þá var hún felld með mótatkvæðum Sjálfstæðis- manna og hjásetu framsóknarmanna, Vals Arnþórssonar og Stefáns Reykjalíns. Þeir tvímenningarnir hafa hins vegar skipt um skoðun og greiddu atkvæði með styrkveitingunni, sem um er rætt. Valur Arnþórsson gerði grein fyrir skoðanaskiptum sínum í þessu máli við umræðurnar í bæjarstjórn. Sagði Valur, að samkvæmt viðtali, sem útvarp hefði átt við leikstjóra leik- hópsins, væri Alþýðuleikhúsið horfið frá fyrri pólitískri stefnu. Því bæri að fagna þeim sem týnda syninum og slátra kálfinum og veita þeim veglegan styrlr. Þessi rök eru harla léttvæg á metunum, þegar litið er til raunveruleikans. Alþýðuleikhúsið hefur haft tvö verk til sýn- inga, Krummagull og Skollaleik, bæði eftir sama höfundinn, Böðvar Guðmundsson, sem ekki hefur vitanlega skipt um skoðun. Böðvar er gott skáld og góður hagyrðingur, sem væri verðugur skáldalauna. Það breytir ekki því, að óeðlilegt er að styrkja fjölmiðil verka hans af almannafé. „Skollaleikur“ var fyrra verk Alþýðuleikhússins og hefur verið til meðferðar hjá leikhúsinu til skamms tíma. Það getur því í rauninni ekki verið um neina stefnubreytingu að ræða hjá Alþýðuleikhúsinu. Það kom raunar fram hjá einum bæjarfulltrúa meirihlutans, Frey Öfeigssyni, að hann hafði ekki einu sinni séð sýningu hjá Al- þýðuleikhúsinu. Er kannski þannig farið um fleiri bæjarfull- trúa sem veittu styrkveitingunni atkvæði sitt? Óneitanlega ber þetta mál lykt af því, að átt hafi sér stað einhver hrossakaup innan meirihlutans í bæjarstjórn, sem stend- ur með einu umframatkvæði. Voru framsóknarmenn, að greiða Soffíu gerðan eða ógerðan greiða? Þeirri spurningu verður aldrei svarað svo óhrekjanlegt sé, en óneitanlega bera skoð- anaskipti Vals og Stefáns keim af slíku. Það má segja með sanni, að hér er ekki um störafjárfúlgu að ræða, en hitt vegur þyngra á metunum, að með þesari styrkveitingu hefur núverandi meirihluti í bæjarstjórn markað ákaflega varhugaverða stefnu. Það kæmi kannski til með að vefjast fyrir vinstri meirihlutanum í bæjarstjórn, ef annars- konar öfl settu á fót leikhús og færu fram á styrk til starf- seminnar úr sjóðum bæjarbúa. Það er hlutverk bæjarfulltrúa, að gæta hagsmuna umbjóð- enda sinna, bæjarfélaginu til heilla og framfara. Það er ekki í þeirra verkahring að veita einhæfum pólitískum áróðri braut- argengi með styrkveitingu. Hafi almenningur eitthvað að sækja til Alþýðuleikhússins, þá fer hann á sýningar þess. Verði þær fjölsóttar þarf leikhúsið ekki á styrkveitingu að halda. Það er fólksins, að velja og hafna. Hér er ekki lagt listfræðilegt eða menningarlegt mat á starfsemi Alþýðuleikhússins, heldur boðskap þess og þann einhæfa áróður, sem það flytur. Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar: IVIIKIÐ LIVI GÖIMG Ferðafélag Akureyrar hefur nýlega sent frá sér ferðaáætlun sína og nær hún allt fram í september. Gert er ráð fyrir 35 ferðum á þessum tíma, frá 5. mars til 4. september. Það sem eftir er vetrar verður mest um gönguferðir í nágrenni Akur- eyrar, en í sumar verður farið í Jengri ferðir. Má þar m. a. nefna ferðir í Herðubreiðarlindir, Snæfellsskála, Fjallabaks- leið syðri, Lónsöræfi, Kverkfjöll — Brúaröræfi — Snæfell, Strandir ofl. ofl., sem nánar má sjá í áætluninni, sem birtist í heild hér á eftir. Um sl. helgi var farið í gönguferð í Bíldsár- skarð. 9 félagar tóku þátt í gönguferðinni og fengu þeir mjög gott veður og göngufæri var gott. Magnús Kristinsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, tók meðfylgjandi myndir í þeirri ferð. Eins og sjá má af myndunum var útsýni ekki dóna- legt, en Magnús lét þess samt getið, að hann hefði verið búinn með filmuna þegar að því kom að útsýnið var stórkostlegast. Um næstu helgi er ráðgert að efna til aukaferðar og fara þá gangandi á skíðum á Glerárdal. Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar frá 5. mars til 4. september 1977 — 2. 5/3 Hlíðarfjall, gönguferð. 3. 13/3 Sólarfjall, gengið í spor Helga magra. 4. 19-20/3 Kerling, gönguferð með gistingu í Lamba. 5. 26/3 Skíðagönguferð. 6. 3/4 Bóndi, gönguferð. 7. 7-9/4 SnjóbíMerð í Laugarfell. Bkið verður á Hofs- jökul eða annað eftir því sem aðstæður leyfa. 8. 17/4 Strýta, gönguferð. 9. 24/4 Hólafjall, öku- og gönguferð. 10. 1/5 Súlur, gönguferð. 11. 7/5 Möðrufellshraun. 12. 15/5 Hrossadalur. Ekið upp í Steinsskarð og gengið þaðan í Víkurskarð. 13. 2H/5 Hraunsvatn og Þverbrekkufjall, gönguferð. 14. 30/5 Fuglaskoðunarferð. 15. 4/6 Fjöruferð. 16. 11/6 Blámannshattuir, gönguferð. 17. 17-19/6 Herðubreiðarlindir — Askja. Kostur1 mun gefast á Herðubreiðargöngu fyrir þá sem vilja, ef veður leyfir. 18. 25-26/6 Drangey — Sauðárkrókur — Hegranes. 19. 26/6 Ingjaldur, gengið úr Skíðadal. 20. 1-3/7 Þorljótsstaðir — Hraunþúfuklaustur — Merkigil. 21. 9-17/7 Strandir — Ingólfsfjörður — Tröllatunguheiði — Dalir — Skógarströnd -—• S'tykkishólmur — Grundarfjörður — Ólafsvík -— Hellissandur — Arnarstapi — Staðarsveit — Borgarfjörður — Kaldidalur — Kjölur. 22. 10/7 Svarfaðardalur og Skíðadalur. 23. 15-17/7 Fjölskylduferð í Laugafelli. 24. 17/7 Heljardalsheiði, gönguferð. 25. 22-24/7 Þeistareykir. Kostur gefst á göngu að Vítum og um Gjástykki. 26. 22-24/7 Vinnuferð í Snæfellsskála með Ferðafélagi Fljóts dalshéraðs. Gert er ráð fyrir að fairið verði í jepp- um og sameinast hópi austanmanna á leiðinni. Ef veður leyfir mun gefast tækifæri til Snæfells- göngu. 27. 30/7-1/8 Þjófadalir — Hveravellir. 28. 6-14/8 Kver'kfjöll — Brúaröræfi — Snæfell, í samfloti með Perðafélagi íslands. 29. 6-14/8 Lónsöræfi með Ferðafélagi íslands. Gert er ráð fyrir að þátttaikendur sjái sér sér sjálfir fyrir fari til Hornafjarðar, en þar verður sameinast hópi frá Ferðafélagi íslands. 30. 19-21/8 Laugafell — Gæsavötn — Laufrönd — Öxnadal- ur — Aldeyjarfoss — Stóratunga. 31. 21/8 Sveppatinsluferð 32. 23-28/8 Fjallabaksleið syðri — Hvanngil — Emstrur, með Ferðafélagi íslands. Flogið verður til Reykjavíkur að kvöldi þess 23. og sameinast hópi frá Ferðafé- lagi íslands. Flogið til baka að kvöldi þess 28. eða eftir hentugleikum hvers og eins. 33. 27-28/8 Berjaferð í Héðinsfjörð. Reynt verður að fá bát frá Ólafsfirði. 34. 2-4/9 Hljóðaklettar og Jökulsárgljúfur í haustlitum. 35. 4/9 Gljúfurárjökull. Gengið úr Skiðadal. Skrifstofa félagsins að Skipa- götu 12 verður opin frá 26. maí til 1. september á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 18—19. Sími 2-27-20. í helgarferðir sumarsins skal taka farmiða á fimmtu- dagSkvöld, en í lengri ferðir með 14 daga fyrirVara nema annað sé auglýst. í lengri ferð um á vegum FFA er heitu.r matur, mjólk, kaffi og te venjulega innifalið í fargjaldi. Annað nesti og viðleguútbún- að þurfa þátttakendur sjálfir að leggja sér til. Upplýsingar um ferðir fr'am til 20. maí gefur Aðal- steinn Valdimarsson í síma 2-36-92 kl. 19—21 kvöldið fyr ir hverja auglýsta ferð og tek ur hann á móti pöntunum á sama tíma. Auk þess eru ferð ir auglýstar í bæjarfréttadálk um Akureyrarblaðanna. Þótt veðurútlit sé slæmt eða aug- lýstur brottfarartími henti ekki, er sjálfsagt fyrir þá sem áhuga hafa að gefa sig fram, því oft er hægt að færa til skemmri ferðir. Farmiðar í ferð nr. 7 verða afhentir í skrifstofu félagsins laugardaginn 2. apríl kl.18— 19. Þeir sem ætla sór að gista í Lamba, skála félagsins í Gler árdal, eru beðnir að hafa sam band við skrifstofuna eða for- mann félagsins, Magnús Krist insson, í síma 2-39-96, til þess að eiga etoki á hættu að koma að skálanum fullsetnum. Enn- fremur er vakin afhygli á því, að á hluta upplagsins af ís- landskorti Ferðafélags íslands er skálinn sýndur norðvestan Glerár í stað suðaustan. Þeir sem ekki hafa komið að Lamba áður, ættu að fá ná- kvæmar upplýsingar um stað setningu hans áður en lagt er af stað. Frá gönguferð Ferðafélags A1

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.