Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1978, Page 1

Íslendingur - 31.10.1978, Page 1
3 t'. 3 VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREVRI JL VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI Gangbrautar- vörslu strax Á sl. árum hefur slysum á gangandi vegfarendum farið fjölgandi á Akureyri. Nú síðast hafa orðið slys á ofanverðu Þingvallastræti með stuttu milli bili. Það síðara varð sl. mið- vikudag þegar 7 ára drengur á leið í Lundarskóla varð fyrir bifreeið á gangbrautinninni hjá spennistöðinni. Litlu ofar er önnur gangbraut, en um þessar tvær gangbrautir þurfa 269 börn úr Gerðahverfum að fara daglega á leið sinni í I.undar- skóla. fbúar hverfanna og kenn- arar við Lundarskóla hafa margsinnis ben á þá hættu, sem þarna bíður barnanna og óskað hefur verið eftir gangbrauta- vörslu. Því hefur ekki verið sinnt af bæjaryfirvöldum, nema hvað verið er að setja upp gangbraut- arljós við efri gangbrautina, sem leysir enganveginn allan vand- ann. Nánar er fjallað um þetta mál á baksíðu, en myndin er af konu í Garðahreppi við gang- brautarvörslu, sem gefist hefur vcl, þar sem hún hefur verið reynd.. Það er fljótvirkasta lausnin og ástæða til að koma slíkri vörslu upp strax við fjölförnustu gangbrautirnar á Akureyri, a.m.k. á mestu um- ferðartímunum. Rauðir hundar, flensufaraldur og taugaveikibróðir herja á Akureyringa Bágborið heilsufar Seinnipartinn í sumar og íhaust hafa komið upp 8 tilfelli af taugaveikibróður á Akureyri, samkvæmt upplýsingum Ólafs Oddssonar, héraðslæknis. Hafa sjúklingarnir nú allir jafnað sig af veikinni og hafið vinnu að nýju. Höfðu nær allir smitast á ferðalagi erlendis, í Þýskalandi, Spáni og Ítalíu, að einum und- anskyldum, sem fékk veikina við veiðar á Melrakkasléttu. Lýsir veikin sér með háum hita, magaverkjum og hastarlegum niöurgangi og beinverkjum. Þá hafa „rauðir hundar“ verið að ganga og í sl. viku skaut niður veirupest, sem kemur verst við unglinga. Voru um 150 nem- endur Gagnfræðaskólans veik- ir fyrir helgina, en pestin lýsir sér með háum hita og bein- verkjum, að sögn Ólafs. Ég man ekki eftir taugaveiki- bróðurtilfellum hér síðan ég tók til starfa, sagði Ólafur í viðtali við blaðið. Sagði Ólafur að slík tilfelli væru vandmeðfarin, þar sem sjúkl- ingarnir væru smitberar nokkra mánuði eftir að þeir væru sjálfir búnir að jafna sig. Þó gátu flestir þeirra unnið á meðan, þar sem ítrasta hreinlætis var gætt, að þeim undanskyldum, sem unnu við mat- vælaiðnað. Taldi Ólafur að tekist hafi að einangra þessi tilfelli. Lyfja- gjöf dugir ekki gegn veikinni sem Sýning á Ijósmyndum Hallgríms Einarssonar: Margar gatnlar myndir sýndar Á laugardaginn verður opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri sýning á Ijósmyndum eftir Hallgrím heitinn Einarsson, sem var Ijósmyndari á Akureyri um áratugaskeið. Er sýningin haldin í minningu Hallgríms á hundraðasta afmælisári hans. Á sýningunni verða myndir úr bæjarlífinu á Akureyri og víð- ar, manna og ijölskyldumyndir, myndir af einstaka húsum og bæjarhlutum ofl. Einnig verður á sýningunni komið fyrir ýmsum Ijósmyndatækjum Hallgríms, sem eru í eigu Akur- eyrarbæjar. Hallgrímur Einarsson lauk prófi í ljósmyndun í Kaup- mannahöfn 1895. Hóf hann þá þegar ljósmyndun á Akureyri, en var búsettur á Seyðisftrði fyrstu árin. Til Akureyrar flutti hann 1903 og byggði þá hús við Hafnarstræti 41. Hallgrímur lést 1948 og tók þá Kristján sonur hans við stofunni og rak hana til dauðadags 1963. Við lát hans gáfu erfingjar hans Akur- eyrarbæ plötusafn hans og Hallgríms, en nokkurn hluta þess haði Akureyrarbær keypt á 100 ára afmæli bæjarins. Annar sonur Hallgríms, Jónas, rak hér ljósmyndastofu frá því fyrir stríð, en hann lést á sl. ári. Hafa systkini hans gefið Akureyrar- bæ plötusafn hans og ljós- myndatæki, en þar voru með plötur og ljósmyndatæki Hall- gríms heitins. Er því allt plötu og filmusafn þeirra feðga komið í eigu Akureyrarbæjar, ásamt ýmsum hlutum úr myndastof- unni. Ekki hefur safninu verið fundinn endanlegur samastað- ur, en vonandi verður þess ekki langt að bíða að því verði skapaður verðugur sess til minn Hallgrímur Einarsson. ingar um liðlega átta áratugi í iðnaðar og menningarsögu Ak- ureyrar. Sýningin í Amtsbókasafninu stendur til sunnudagsins 11. nóvember. Verður hún opin um helgar frá 14-22 en á virkum dögum frá 14-19. Strœtisvagnaferðir stóraukast á Akureyri á morgun Tveir vagnar seinnipartinn A morgun tekur gildi ný leiðaáætlun hjá Strætisvögnum Akureyr- ar, sem hefur í för með sér rúmlega 150% aukningu á ferðum þeirra. Verður ekið á klukkustundarfresti í hverfi bæjarins fyrir hádegi, en eftir hádegi verða ferðir á hálftíma fresti á brekkurnar, Oddeyrina og Glerárhverfi, en á klukkustundarfresti í Innbæinn. Tveir vagn- ar verða á ferðinni eftir matinn, sem aka á móti hvor öðrum, en auk þessa verða aukaferðir á morgnana og í hádeginu fyrir fólk á leið í vinnu og skólafólk. Samfara þessu verða biðstaðir betur merktir, færðir eitthvað til í einstaka tilfellum og jafnvel hugs- anlegt að biðskýli verði sett upp eftir áramót. Aðalstoppistöð vagn- anna verður við Strandgötuna, hjá húsi Ferðaskrifstofunnar, sem verð ur notað sem biðskýli. Verður gert vik fyrir vagnana úr Strandgötunni og sett biðskylda á Geislagötuna við Strandgötu, þannig að vagn- arnir eigi greiða leið upp á torgið. Jafnvel er hugsanlegt að setja þurfi biðskyldu á Skipagötuna, við Ráð- hústorg líka, þannig að vagnarnir eigi greiða leið allan hringinn. Ný leiðabók hefur verið prentuð og verður henni dreift í hvert hús, auk þess sem hún verður fáanleg hjá Strætisvögnunum. Þá verða upp- lýsingar á biðstöðvum um hvenær von sé á næsta vagni. Allt er þetta gert til að auka slíkri, en komið getur til þess að gefa þurfi lyf og vökva ef veikin verður mjög hastarleg og þurfti að flytja nokkra þeirra sem hér veikt- ust á sjúkrahús þess vegna. Venju- lega smitast fólk af taugaveikibróð- ur með mat, t.d. kjöti eða salötum og þá oftar köldum réttum. Að lok- um gat Ólafur þess að ferðafólk væri bólusett gegn taugaveiki, en ekki taugaveikibróður, en það væri nær ómögulegt, þar sem tegundir hans væru svo margar. þjónustu við bæjarbúa og hefur strætisvagnanefnd áhuga á að auglýsa upp strætisvagnaferðir og halda beinlínis uppi áróðri fyrir almenningsvögnum. Samfara þessu hefur Akureyrar- bær gert nýjan samning til þriggja ára við Jón Egilsson, sem hefur tvo vagna til umráða til strætisaksturs og er hann að leita eftir kaupum á þeim þriðja. Islendíngur Efni blaðsins í dag: • í opnu er sagt frá jóla- bókunum, sem bóka- forlögin á Akureyri gefa út í ár, en þær verða 24. • Einnig er í opnu fjallað um starfsemi sjálfstæðisfélaganna, sem nú er að hefjast. • I leiðara er fjallað um blekkingar ríkisstjórn- arinnar. • Á íþróttasíðunni er viðtal bið Birgi Björns- son, þjálfara KA í 2. deildinni, ásamt mynd- um. • Um sl. helgi spiluðu Akureyrarfélögin 5 leiki í handbolta og körfu- bolta og töpuðu þeim öllum. • Á baksíðu er fjallað um öryggi gangandi vegfaranda. KIÖRBUÐ BJll j>Dll HE 2*38-02 5S* 1*9810 KAUPANGI STÆRRI RUÐ MEIRfl VÖRUVAL - BETBI ÞJðNUSTfl

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.