Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1978, Side 5

Íslendingur - 31.10.1978, Side 5
ir hækka verulega frá forbókaforlögunum á Akureyri krcppu í stressi ogamstri nútímans, ætluð hjúkrunarfræðingum og al- menningi, • Skjaldborg gefur út minningar Bjart- mars frá Sandi Bókaútgáfan Skjaldborggefur út eftirtaldar bækur: „Hcr geta allir verið sælir", minn ingar Bjartmars Guðntundssonar, fyrrv. alþm. og bónda á sandi í Aðaldal. 60 Ijósmyndir eru í bók- inni og eru þar myndir af á annað hundrað manns. bá kemur út 7. bindið í hinum vinsæla bókaflokki „Aldnir hafa orðið", sem Erlingur Davíðsson hefur skráð. í þessu bindi segja frá: Ágúst borvaldsson, fyrrv. alþni. á Brúnastöðum, Alfreð Asntundsson, fyrrum bóndi í Illíð í Köldukinn, Jóhannes Óli Sæ- mundsson, fyrrum skólastj., Jó- hann Magnússon frá Mælifellsá, séra Kári Valsson, sóknarprestur í Hrísey, Sigfús borlcifsson. útgerð- armaður á Dalvik, og Sigurbjörg Benediktsdóttir frá Breiðabóli. Síðan kemur bók sem heitir ,,Fjögur skáld í för með presti", en það er samtalsbók eftir sr. Bolla Gústafsson, sóknarprest í Laufási. Skáldin sem Bolli rabbar við eru: Bragi Sigurjónsson, Kristján frá Djúpalæk, Heiðrekur Guðmunds- son og Hjörtur Pálsson. bá er það skáldsagan .,Allir þrá að elska" eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur frá Bakka, cn hún er móðir Snjó- laugar Bragadóttur. bá kemur út bókin ..Hestamenn" í samantekt Matthíasar Gestsson- ar. bar eru á annað hundrað mynd- ir af hestum og hestamönnum og Matthías ræðir við 15 landskunna hestamenn. t.d. Höskuld á Hofs- stöðum, Jón í Skollagróf, Sigfinn í Stórulág, Magna í Árgerði, borkel á Laugarvatni, Gunnar á Egilsstöð- um, borstein Jónsson á Akureyri, Sigurö Ólaf 'sson í Reykjavík o.fl. bá scndir Skjaldborg frá sér fjór- ar barnabækur. Fyrst ntá ncfna ,,Mælikerið“, gamansögu fyrir börn og ungiinga, eftir lndriða Úlfsson skólastjóra. bá er það bókin ,,Birgir og töfrasteinninn", sem er 16. barna- og unglingabók Eiriks Sigurðsson- ar, fyrrv. skólastjóra. Síðan er það 8. bókin í hinum vinsæla bóka- 1 flokki unt Kátu litlu og vini hennar og heitir hún „Káta í svcitinni", en Kátu-bækurnar eru eftir þýska höf- undinn Hildegard Dissel. bá er það að lokum færeyska barnabókin „Marjun og þau hin“ eftir Maud Heinesen í þýðingu sr. Jóns Bjar- i manns. bá dreifir Skjaldborg bókinni „Nýjar rúnir“ eftir Vestur-fslend- inginn Marlín .1. G. Magnússon, en hann gefur bókina út sjálfur. Frá ýmsum þáttum bókagerðar í Skjaldborg, allt frá því að pappírinn er tekinn inn til vinnu í bókbandi. élagana Félagsstarf sjálfstœðisfélaganna . . . Félagsstarf sjálfstœðisfélaganna ?ðisfélags Akureyrar: endurkjörinn ureyrar var haldinn mánudaginn endurkjörinn formaður félagsins innlaugur Fr. Jóhannsson, Davíð »g Róbert Árnason. í varastjórn ilgeir Finnsson og Ragnar Stein- iðalfundinum kom fram að starf- rfsári og áhersla lögð á fundi um eyðingarmál, íþróttamál og heil- brigðismál, en þar var fjallað m.a. um nýbyggingu sjúkrahússins. Á þessa fundi mættu fulltrúar úr viðkomandi nefndum eða hlutað- eigandi aðilar, t.d. mættu yfirlækn- arnir Gauti Arnþórsson og Ólafur Sigurðsson á fundinn um heilbrigð- ismál og fluttu þ.ar framsögu. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta fundarform, þ.e. að Itafa óformlega rabbfundi, Itafi gefist mjög vel. - Við erum ákveðnir í að halda áfram á sörnu braut í vetur. Verður fyrsti fundurinn um hitaveitumál, þar sem Gunnar A. Sverrisson, hitaveitustjóri og lngi bór Jóhanns son, fulltrúi hitaveitustjóra, mæta og svara fyrirspurnum. Á þennan fund og þá sem eiga eftir að verða með sama formi í vetur er allt áhugafólk velkomið. sagöi Sverrir að lokum. bess skal getið að viðtalið við Sverrir er tekið fyrir helgina þannig að untræddur fundur er afstaðinn þcgar þetta kemur á prent. Sverrir Leósson. Björn Jósef formaður Varðar - 50 ára afmcelisins minnst í vetur Vöröur, félag ungra Sjálfstæðismanna, hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. Formaður var kjÖrinn Björn Jóseþ Arnviðarsön, cn í stjórn og varastjórn voru kosin: Jón Oddgeir Cuðmundsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Erling Óskarsson, Svavar Jórtsson, Helgi Már Barðason, Bjarni Magnússon, Lárus Blöndal, Stefanía Sig- mundsdóttir, Páll Svavarsson, Torfi Sævarsson, Steindór Stein- dórsson og Jón Kr. Sólnes. - Við crurn þegar byrjuð að móta starfsemina, þó ekkert sé fastmótað ennþá, sagði Björn Jós- ep í viðtali við blaðið. - Á fyrsta fundinum var kosin fjáröflunar- nefnd og félagsheimilisnefnd, en við ætlum að innrétta herbergi í Kaupvangsstræti 4 fyrir starfsemi okkar. bar getum við haft aðsetur út af fyrir okkur og haldið minni fundi eins og stjórnarfundi. bá eru ýmsir fundir fyrirhugaðir á næst- unni, t.d. fundur með Jóni G. Sólnes, alþingismanni. - Stærsta verkefnið okkar í vetur verður í sambandi við afmælið, en Vörður verður 50 ára 10. febrúar nk. Verður þess minnst með ýmsum hætti og ákveðið að kjósa sérstaka undirbúningsnefnd til að annast það. Stjórn félagsins hefur mikinn hug á að efla starfsemina verulega í Björn Jósef Arnviðarson. sambandi við afmælio og fá fleira ungt sjálfstæðisfólk til starfa með félaginu, sagði Björn Jósep að lokum. ÍSQDÖD QODQOCP Betra seint en aldrei „Fyrir mcr er Hótel Gullfoss alltaf hótel og veitingahús. bcgar húsið var byggt, þá fékkst bvggingaleyfi bæjar- stjórnar miðað við veitinga og hótelrckstur i byggingunui og fyrirhuguð var stór viðbygg- ing síðar. Hafi verið annar rekstur í húsinu. þá hefur hann vcrið ólöglegur og án samþykkis bæjarstjórnar." Þetta voru orð Sigurðar Ola Brynjólfssonar á bæjar- stjórnarfundi í sl. viku þegar verið var að ræða unt fyrirhugaðan skemnttistað í Hafnarstræti 100 og leyfi til breytinga á húsinu. Það er sennilega nokkuð til í þessu hjá Sigurði Óla og ánægjulegt að bæjarstjórnar menn skuli hafa áttað sig á þessu eftir ekki lengri tíma. Eru nema svona 20-30 ár síðan Hótel Gullfoss var tekinn undir verslunar og skrifstofuhúsnæði? Leyndarmál upplýst Á fundi í heilbrigðisnefnd 13. október sl. upplýstist h e i I m i k i ð I e y n d a r m á I, sem sagt að hafist væri handa við byggingu sölulúgu á austurhiið Hótels Akureyrar. í tilefni þessa ítrekar ncfndin að hún sé andvíg nætursölu á miðbæjarsvæðinu. Einhvern- veginn höfum við nú staðið í þeirri mciningu, að bæjar- stjórn ætti síðasta orðið í svona málum, en hún samþykkti umrædda nætur- sölu fyrir mörgunt mánuðum, ásanit nætursölum í Krókeyr- arstöðinni og Ferðaskrifstofu Akureyrar. Ef til vill Itefur heilbrigðisnefnd tekið að sér hlutverk bæjarstjórnar, en við Itcldum aö hennar hlutverk væri að dænia uni hvort húsnæðið uppfyllti <>11 heilhrigðisskilyrði. Nefndin bendir á væntanlegan sóðaskap, hávaða og umfcrð í miðbænunt vegna nætursöl- unnar. En með íeyfi aðspyrja: er enginn hávaði. sóðaskapur og umferð í miðbœnum í dag? Hafa nefndarmenn ekki farið í bæinn eftir að „gleðin" er búin. en áður en hreinsunar- menn Pálma Ólafssonar koma á vettvang. Ef til vill einhver ánægður? „Þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki þá dul, að gera alla ánægða," sagði Ólafur Jóí.annesson, forsætisráð- hcrra i stefnuræðu sinni á dögununt. Þeint Ijölmörgu, sent á sama tíma voru að lesa nýja skattseðilinn sinn um víðbótarálögurnar, fannst samt eins og karlinn segði: „Þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki þá dul að gcra landsmenn ánægða." Það er þá einn félagi vís Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins hefur ekki vitanlega verið mikill iþróttaaðdáandi í gegn unt tíðina, nema þá pólitískir loftfimleikar teljist til íþrótta. Hann lýsti því hins v e g a r y f i r á s í ð a s t a bæjarstjórnarfundi þegar verið var að ræða um landsmót UMFÍ, að ef einhver væri til með að endurvcrkja l ngmennafélag Akureyrar, þá væri liann til með að gcrast félagi. Þar er þá einn félagi,. Nú er bara spurningin; hver vill sjá um að endurreisa félagið? ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.