Straumar - 01.01.1927, Page 13

Straumar - 01.01.1927, Page 13
STRAUMAR mæli hans sjálfs og annara lækna, sem hann vitnar í, um trúna, mjög merkileg og athyglisverð. Ef ekkert af þessum krafti birtist í lífi eiuhvers manns, sem telur sig trúaðan, íná hann vera viss um, að trúarlíf hans er sjúkt á einhvern hátt. Ef trúin hvorki reynist styrkur til að bera byrðar lífsins, né til hjálpar á betrunarbraut mannsins, né mátt- ur til góðra afskifta af öðrum, þá er hún sjúk eða veikluð. Líf, sem ekki starfar, út á við og inn á við, er ekk- ert líf. Þessvegna er öll einangrun trúaðra manna óeðli- leg og ber vott um deyfð trúarlífsins. Það er ekki eðlilegt heilbrigðu trúarlífi að dylj- ast fyrir öðrum og lofa engum að sjá inn i helgidóm hjaita síns. Iieilbrigð trú á að bera ávexti — á að starfa, að betrun mannsins sjálfs og betrun og hamingju annara. Því öflugri sem hún er í starfi sínu, því meiri kraft, þrek og hugrekki, sern hún flytur inn í líf mannsins, því fjarlægari er hún dáðlausu dvalarástandi og skaðlegri einangrun. — Ekki er þó sama, hvernig starfað er. Það má starfa á svo margan hátt. Það má meðal annars starfa með þeim ofsa og því ofstæki, • að kærleikurinnn gleymist. Kraftur getur verið samfara hörku og óbilgirni og sam- úðarleysi. Þá er komið út í öfgar, sem mjög ber að var- ast. — Af því leiðir, að þriðja einkeimi heilbrigðs kristilegs trúarlífser, að trúin starfi í kærleika. Allir þekkja kærleikskenningu frelsara vors, svo gera mætti ráð íyrir að hér væri ekki um svo mikla hættu að ræða. En reynslan ber um alt annað vott. Allir kannast við trúarofstækið og vita lrve dómar ofstækismannanna um þá, er aðrar skoðanir hafa, oft eru harðir og óbilgjarnir. Eg hefi nýlega lesið bók eftir danska prestinn Carl Moe. Bókin heitir: „Oplevelser“ og er útgefin 1926. Þessi mikilhæfi prestur lýsir þar æfiferli sínum og prestlegri starfsemi. Er ánægjulegt að lesa um dugnað hans og áhuga.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.