Straumar - 01.01.1927, Side 18

Straumar - 01.01.1927, Side 18
10 S T R A U M A R „En hver ert þá þu?“ spurði hann. „Eg er rétttrúaður lútherskur preeturu, svaraði sá síðasti og var hinn kotrosknasti, því að hann var nú sannfærður um, að trú hans mundi reynast notadrýgst. En Sankti Pétur hristi enn höfuðið. „Rétttrúaður, lútherskur, hvað er nú 'það? Það þekkist ekki hér í himnaríkiu. Pétri þótti nú þeir félagar eiga litið tilkall til inngöngu í himnaríki og skelti í lás. Þrumulostnir af undrun og skelfingu horfðu klerkarn- ir ráðalausir hver á annan. Loks hugkvæmdist þeim að leita trausts og huggunar með því að syngja sálm. Að vísu stóð nokkuð á, að þeir yrðu á eitt sáttir um sálminn, en kom þó að lokum saman um að syngja „Te Deum laudamus“ (Þig, Guð, vorn drottinn göfgum vér). Er þeir höfðu sungið nokkra stund, opnaði Sankti Pétur hurðina í hálfa gátt og mælti: „Hvað er að tarna? Kunnið þið þenna sálm, sem líka er sunginn hérna?u Auðvitað kunnum við hann, við sem allir erum kristn- iru svöruðu prestarnir einum munni. „Nú — svo að þið eruð kristnir. Það var annað málu. Og hlið himnarikis lukust upp fyrir klerkunum þremur. Vegferð. í húmi nætur sátum við í sorg og sáum hvergi roða fyrir degi, því myrkrið huldi ennþá alla vegi, og autt og þögult var um stræti’ og torg. Við rýndum ein í rökkurhljóðri borg í rúnir fornar, sem við skildum eigi. Og ljósið blakti bleikt á veiku skari; við biðum — þó án vonar — eftir svari.

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.