Straumar - 01.09.1927, Side 5

Straumar - 01.09.1927, Side 5
STRAUMAR 131 sýnir samvizkusaman mann og sannleikselskandi. Kom víðsýni hans glegst í ljós á prestafundinum á Akureyri, sem haldinn var 20,—22. júlí s. 1. Mun öllum þeim, er þann fund sátu, verða minnisstæð sannleiksást hans og drenglyndi í hverju máli. Var á þeim fundi endurreist Prestafélag hins forna Hólastiftis og þótti hann sjálf- kjörinn formaður þess. Lauk fundinum með því, að hann veitti prestunum altarissakramenti, en kendi sjúkleikans, er leiddi hann til bana, nóttina á eftir og reis eigi úr rekkju síðan. Séra Geir varð hvers manns hugljúfi er honum kynt- ist. Slíkum mönnum farnast vel, bæði þessa heims og annars. B. K. Tillög*ur handbókarnefndar. Nefnd sú, er setið hefir á rökstólum síðan 1925 til að fjalla um endurbætur á Helgisiðabók íslenzku þjóð- kirkjunnar, hefir nú sent frá sér' bráðabirgðatillögur til breytinga, prentaðar í Prestafélagsritinu þ. á. í nefnd- inni eiga sæti, auk biskups: Árni Bjömsson prófastur í Görðum, Ámi Sigurðsson fríkirkjuprestur, Friðrik Hall- grímsson dómkirkjuprestur og Sigurður P. Sivertsen prófessor. Til viðbótar voru kosnir á Synodus 1927: Har- aldur Níelsson prófessor, Magnús Jónsson dócent og Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur. Sendir nefndin tillögur þessar frá sér með þeirri ósk að fá álit sem flestra, bæði presta og leikmanna. Eru þau tilmæli viturlega og sanngjarnlega framborin, ef nefndin tekur síðan eins samvizkusamlega til greina þær athuga- semdir, sem henni kunna að berast. Samning helgisiðaformsins er mjög vandasamt verk. Annarsvegar er þess að gæta, að guðsþjónustan verði framin á sem fegurstan, innilegastan og áhrifamestan

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.