Búfræðingurinn - 01.01.1936, Page 46

Búfræðingurinn - 01.01.1936, Page 46
42 Á ■K 9* SkarifífilX (Leontodon autumnalis). Vex hér á landi einkum á harðlendum túnum,en getur vaxið á margskonar jarðvegi. Um 12oo fræ af jurt. Spírar vel,t.d. 98 % eftir 15 daga,ársgamalt fræ. Vex einkum í norðlægum löndum,og þolir slæm skilyrði. 1°. Túnfífill (Taraxacum officinale). Er algeng í norðlægum löndum,t.d. í túnum hér á landi. Um 2oo fræ í hverri körfu og um 3ooo fræ á plöntu. Spírar vel,með 84 - 91 % á. 8 dögum. Fræið mynd- ast án frjévgunar. Fræið getur þroskast mikið í ;körfunum,þótt þær séu höggnar snemraa af. Sjá bls. 37. 11. Hrafnaklukka (Cardamine pratensis). Hún vex aðallega í norðlægum löndum á raklendi. Er algeng í túnmýrum hér á landi og dregur mjög úr vexti annara jurta,einkum vegna stofnhlaðanna. Um 3oo fræ á plöntu. Hverfur við framræslu og ræktun. Talið er,að ;j jurtin geti verið skaðleg,híti skepnur mikið af henni. Sjá hls. 39 12. Túnsúra (Rj-mex acetosella). Algeng í norðlægum löndum og m.a. í íslenskum túnum,og er af sumum ranglega kölluð hundasúra. Erlendis er hún talin tákna súran jarðveg,en óvíst er,hvort það gildir hér á landi. Um 21oo fræ af plöntu. Getur valdið meltingar- truflunum,sé mikið gefið af henni. Sjá hls; 39« 13. Elfting (Equisetum arvense og E. palustre). Sums staðar hér á landi er elfting all mikill hluti af mýrarheyskap. Talið er, að þær geti valdið meltingartruflunum,sé mikið gefið af þeim, og dasmi eru til erlendis,að dauði hafi af hlotidt,einkum af mýrelftingu. í túnum er elfting stundum sem illgresi. I Ameríku var stórgripum gefin elfting,hyrjað með 1/2 pund á dag og smá aukið. Þegar komið var upp í 3 kg,hættu dýrin að éta heyið. 14. Húsapuntur (Triticum repens). Vex víða á jörðunni,hæði í heitum og köldum löndum. Hér á landi er hann ekki algengt illgresi, en vex víða í öskuhaugum,torfveggjum og á slíkum stöðum. Sums staðar er hannpþó í görðum og er þá mjög erfiður viðfangs. Hann hefir ákaflega langa og sterka jarðstöngla,sem hann hreiðir sig út með. Getur örlítill hluti úei-rra orðið að nýrri jurt,svo að útrýming hans er mjög torveld. í öðrum löndum er jpessi jurt talin eitt hið versta illgresi,allt norður til 70° n. hr. Meðan hann er ungur, er hann gott fóðurgras. 15. Mosi (Hypnum). Hann þroskast best við rök skilyrði og myndar ]pá oft þétt teppi í rótinni,sem fræ á örðugt með að'spíra í gegn um,og hindrar loft að komast niður í jarðveginn. Algengur í graslendi í norðlægum löndum,t.d. í íslenskum túnum. Sé mikið af honum,dregur hann úr sprettunni.

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.