Morgunn


Morgunn - 01.12.1940, Page 38

Morgunn - 01.12.1940, Page 38
1G4 MORGUNN framliðnir menn raunverulega að verki; ekki sízt þegar um er að ræða svipi manna, sem fyrir mörgum hundr- uðum ára lifðu á jörðinni. Er hægt að trúa því — hafa menn spurt — að fólk, sem öldum saman hefur lifað í andlega heiminum, sé enn að koma til jarðarinnax, klæðast þar sínu aldagamla gerfi, og vinna þar algerlega tilgangslaust og skynsemdarlaust sín gömlu jarðlífs- störf? og það ekki aðeins einu sinni, eins og til þess aö rifja upp gamlar minningar, heldur oft og margsinnis. Ég held að flestir heilbrigðir menn mundu í fullri al- vöru segja: Þetta mundi ég aldrei gera! Mig langar til að láta yður heyra eina af þess konar „reimleikasögum“, eftir mjög ákjósanlegum heimildum: 'fvær enskar konur, sem notuðu rithöfundanöfnin Miss Morrison og Miss Lamont, gáfu út litla en mjög merki- lega bók, sem þær nefndu An Adventure — eða Æfin- týri — um reynslu sína. í bókinni segir frá því, er þær voru saman á göngu um hallargarðana í Versailles, þar sem hallir Frakkakonunganna á 17. og 18. öld standa enn, að þær urðu skyndilega gripnar undarlegri tilfinning og á sama augnabliki breyttist umhverfi þeirra, þær sáu garðyrkjumenn önnum kafna við vinnu sína, í einkenni- legum klæðnaði og með verkfæri í höndum, sem þær höfðu aldrei séð, en fötin minntu þær á klæðaburð verkamanna á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar. Þær héldu áfram að sumarhúsinu Petit Trianon og á bekk í garðinum sáu þær sitja konu við að teikna, en konan líktist mjög myndum sem þær höfðu séð af Maríu Antoinette drottningu. Út um dyrnar kom skyndilega þjónn, hann skellti hurðinni aftur, gekk að konunni og hvíslaði einhverju í eyra henni. Daginn eftir fundu þær í bókasafninu mikla í París lit- aða mynd af Maríu Antoinette drotningu, þar sem hún var nákvæmlega eins klædd og með nákvæmlega sömu litum og þær höfðu séð konuna bera, sem sat við Trianon í hallargarðinum við Versailles. Þær fundu teikningar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.