Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 18
96 MORGUNN lestra, og varð að fá algera hvíld frá störfum. Þetta varð raun- verulega til þess að hann hætti að starfa fyrir kirkjuna. Hann fékkst við einkakennslu um nokkur ár, en árið 1870 var hann skipaður kennari í ensku i University College School og því starfi gengdi hann í 19 ár en sagði þá af sér sökum vanheilsu. Það var árið 1870, sem hann fyrst fékk áhuga fyrir spiri- tisma. Um það leyti var hann orðinn fráhverfur hókstafstrú eða því nær trúlaus, og var að leita að einhverjum sannleika, sem hann gæti fellt sig betur við en rikjandi kennisetningar. Hann hafði ekkert hneigzt að spiritisma og taldi það málefni hugaróra og vitleysu. Á fundum hjá miðlunum Lottie Fowler og Williams, sann- færðist hann um, að einhver utanaðkomandi öfl væru að verki, og hæfileikar hans sjálfs fóru að þroskast um 1872. Hann kom við sögu margra sálrænna og spiritiskra félaga og árið 1884 stofnaði hann í Lundúnum Samband Spiritista og varð forseti þess og hélt því sæti til dauðadags, árið 1892. Æfisöguritari Stainton Moses gerir mikið úr persónu hans og skapgerðarstyrk, atgerfi hans og fjölhæfni, iðni hans og kostgæfni. Hann var samúðarríkur og spilltist ekkert af frægð þeirri er hæfileikar hans færðu honum. „Hann andaðist við starf sitt, á bezta skeiði og flutti með sér i gröfina ástúð og virðingu fjölda fólks, sem mun geyma minninguna um vin- áttu hans sem hinn dýrmætasta fjársjóð.“ Stainton Móses ritaði innganginn að Spirit Teachings. Hann segir að öll skeytin hafi náðst með ósjálfráðri skrift, og að því nær allur skeytafjöldinn, sem valið var úr í þessa bók, sé upprunninn frá anda, sem skrifar sig Imperator, en flutt á milli af anda, sem nefndur er Rector. Hann olli miðlin- um minnstrar áreynslu og skrifaði glæsilegar en hinir milli- liðimir. Skeytin eru ekki dagsett, en þau hafa sjálfsagt verið prent- uð i sömu röð og þau komu. I vali mínu á því, sem ég birti hér hef ég í aðalatriðunum haldið þeirri röð, sem á þeim er í bókinni, því það er auðveldari tilvitnunaraðferð; hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.