Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Page 21

Morgunn - 01.12.1984, Page 21
SÁI.NAHUGMYNDIR . . . 95 ai’ sagnir. Væri vissulega æskilegt að einhver vildi taka sig til að rannsaka íslenska þjóðtrúarerfð rækilega. I bók- inni Islenskar þjóðsögur og œvintýri,'1 sem Einar Ól. Sveinsson gaf út er sagan af Halli á Haugi. (Hún kom fyrst á prent í fyrsta bindi Rauðskinnu). Þar segir frá ham- förum eins og þær tíðkast meðal Sama og annarra þjóða i Mið- og Norður-Asíu. Þar segir frá því, að er Hallur óóndi setur skip sitt með bátsverjum sínum kemur jafnan stórvaxinn maður frá bænum og munar um þegar hann tekur undir bátinn og rennur hann léttilega á land. i'lltt sinn er það, að drengur hleypur frá bátnum áður en lokið er við að setja hann og er hann kemur í bæinn liggur kona Halis í djúpu móki. Tekst honum við illan leik að vekja hana. Er hún þá þrekuð en á sömu stundu og hún vaknar hverfur maðurinn stórvaxni og báturinn skellur niður. Konan var lengi að ná sér eftir þennan atburð, og aldrei sást hjálparmaðurinn framar. Þetta er frábært dæmi um hvernig lausasálin starfar utan líkama viðkomandi og kemur fram í ýmsum gervum. 1 þetta sinn er það lausa- sál konunnar, sem hjálpar Halli að setja skipið. En ástand- ið er hættulegt og öll truflun getur valdið meiðslum og jafnvel dauða. Ekkert gat verið hættulegra en að reyna að vekja þann sem lá í dái meðan sál hans var að störfum annars staðar. Á vorum timum gerast svipaðir viðburðir. Tvo menn vil ég nefna. Fyrst er þá að geta Jóhannesar Jónssonar, sem þekktur var undir heitinu Drauma-Jói. Hann fæddist 1871 °g átti alla ævi heima norðanlands. Hann virtist hafa haft hæfileika til að vera á tveimur stöðum í senn. Hann féll í djúpan svefn og gat að vissu marki stjórnað draumum sínum sjálfur, séð týnda gripi meðan hann var í þessu astandi og lýst á eftir nákvæmlega hvar þá væri að finna. Um þetta svipar honum til Samanna. Hann virðist einnig hafa getað fallið í dá að vild og beint huganum að tiltekn- Um viðfangsefnum. Ágúst H. Bjarnason rannsakaði Jóa °g skrifaði bók um þær í’annsóknir.8 Kemst Ágúst að þeirri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.