Morgunn


Morgunn - 01.12.1985, Blaðsíða 90

Morgunn - 01.12.1985, Blaðsíða 90
unni, sem þeir kynntust á ólíkum stöðum. Það er einnig eðlilegt að gera ráð fyrir mótsögnum í frásögum og lýs- ingum af „öðrum heimi“, eða sagði ekki meistarinn sjálf- ur, að þar væru „mörg híbýli“. Fyrsta verkefni vort er því það, að búa til einskonar sáld, sem lætur mótsagnirnar renna í gegn um sig en heldur eftir því, sem er þýðingar- mikið og samhljóða, ef eitthvað er. Tvennt verður að hafa í huga, sem hlýtur að valda því, að reynsla þeirra, sem deyja verður næsta ólík og að því er virðast kann mótsagnakennd. Hið fyrra er ásigkomulag mannsins, sem deyr. Auð- vitað mætir ekki hið sama heilögum manni og stórsynd- aranum. En á þessum vegamótum hlýtur eitthvað mjög líkt að mæta öllum venjulegum mönnum. Vér skulum því beina huga að því, sem sagt er, að venjulegir mevn segi reynslu sína í sambandi viö dauöann. Hið síðara, sem hafa ber í huga og getur valdið því, að manni sýnist kenna mótsagna í „miðlaskeytunum“, er það, að dauðann ber að með margvíslegu móti. Sumir deyja eðlilegum dauða, eins og gamalmennið, sem hefir lifað langa ævi og hrörnar með náttúrlegum hætti. öðrum er hrundið út í dauðann í blóma lífsins, eins og hermannin- um, sem fellur i orustu. En flestir menn deyja við hvorug þessara skilyrða, hvorki svo að þeir séu drepnir í blóma lífs, né þannig að þeir lifi eins lengi og þeir hefðu getað lifað að náttúrlegum hætti. Flestir stytta líf sitt sjálfir, — þó e. t. v. aðeins um fáein ár — með óviturlegu líferni, eins og því, að eta of lítið eða of mikið, vinna of lítið eða vinna of mikið. Hér skulum vér samt ekki hugsa um þessa menn, en hugsa um þá, sem annaðtveggja deyja í blóma lífsins, drepnir, eða í hárri elli, náttúrlegum dauðdaga. Reynsla framliðinna. Menn, sem dóu náttúrlegum dauöa, segja að það, sem fyrst hafi borið fyrir þá í andlátinu, hafi verið það, að eins og í samfelldri myndsýningu hafi þeir séð liðið líf 88 MORGUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.