Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 31
MORGUNN Leitin að sálufélaga En j afnvel án þess að endurholdgun kæmi þar nokkuð við sögu, þá voru það samt margir sem tengdu leit sína að sálufélaga þessari fjarlægu fortíð, röktu þessi rafmögnuðu kennsl til erfðafræðilegrar safnvitundarinnar sem hugvís- indamaðurinn Carl Gustav Jung lýsti og sem vildi meina að uppspretta fjarlægrar minningar - stundum kallað „dejá vu" (endurlifun) - væri úr endurvarpi áavísis frá þeim tíma þegar maðurinn fyrst gekk á jörðinni. Og alveg eins og ungar svölur fljúga til Capistrano á sama degi hvert ár og laxinn syndir upp Columbiufljót til þess að hrygna og deyja, sögðu þeir, þá myndi maðurinn dulvitað eftir fortíð sinni - í sýn, draumum eða dásvefni. Eg komst að því að til var heill samfélagshópur sálufélaga um allt land með skóla og námskeið um það að finna sálu- félaga. Nemendum var kennt hvernig þeir ættu að biðja, hugleiða, ímynda og dreyma hinn þráða sálufélaga og eftir því sem vonir þeirra rættust, þá sögðu þeir frá árangri sínum í vaxandi mæli og af hrifningu. Eðli og upplag hins eilífa félaga manns var mismunandi. Sumir, eins og Elizabeth Clare, talsmaður og yfirsálufélagi, taldi að það væri ekki ein heldur þrjár tegundir af sálufélög- um: tvíburasálin eða hliðstæðan, förunauts sálufélaginn, sem var frekar fyrirfram ætlaður ástvinur, og karmískur sálufélagi, sem við löðumst oft óþægilega að til þess að læra einhverja harða lexíu vegna fortíðarinnar. Sumir telja að til séu margir sálufélagar fyrir hvert okkar en aðrir telja að það sé ekki nema einn slíkur og sérstakur. Og hann eða hún myndu ekkert endilega birtast í neinu af æviskeiðum okkar, einungis vegna þess að við óskum þess. Sálufélaga ráðgj afinn JZ Burnett, sem leiðbeint er af andleg- um leiðbeinanda sínum Ramtha hinum vísa, vill meina að sálufélagar okkar séu til á þessu sviði, jafnvel þó við værum ekki nógu heppin eða ástundunarsöm til þess að rekast á þá. „Og hvaða tilgangi þjónar það?" spurði Ramtha, „ef hann eða hún er á einhverri annarri plánetu?" Leikkonan Shirley MacLaine, ein af vel þekktum nemend- um Ramthas - Ram-anna - (í hópi með leikkonunum Joan Hackett, Lindu Grey og fleirum) hafði ekki enn fundið 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.