Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 97

Morgunn - 01.12.1997, Page 97
Hugheimar um og göfugum tilgangi. Og jafnvel þótt þeim lánist að komast þangað, getur þar ekki verið um verulega með- vitund að ræða, heldur aðeins hæfileika til þess að verða þar fyrir sérstökum áhrifum. Sem dæmi þess að menn geta stundum komist til hugheima á meðan líkaminn sefur, er atvik eitt, er gerðist við tilraunir með draumvitund manns, er gerðar voru í Lundúnastúku Guðspekifélagsins. Ég hef skýrt frá til- raunum þessum í kveri einu litlu, er ég gaf út um drauma. Eins og þeir lesendur mínir muna, er hafa lesið kver þetta, var brugðið upp fyrir sálarsjón nokkurra sofandi manna, hugsuðum myndum af fögrum héruðum í hitabeltinu. Tilraun þessi var gerð til þess að grafast fyrir að hve miklu leyti þeir væru færir um að muna það í vöku er þeir yrðu varir við eða sæju í svefni. Eitt atvik, er gerðist við tilraunir þessar, getur orðið hér til skýringar. Við skýrðum ekki frá því í kverinu um drauma, sökum þess að það stóð ekki í neinu sambandi við draumafyrirbrigðin. Við gerðum tilraun með konu eina. Hún var mjög góð kona og göfuglynd. Var hún gædd allmiklum sálrænum liæfileikum, en hafði samt ekki haft neinar þær æfingar um hönd, er gátu orðið til þess að glæða þær og gera þær nothæfari. Áhrifin, sern hin hugsaða mynd hafði á hana, er við brugðum henni upp fyrir henni, komu okkur rnjög á óvart. Því þegar hún tók að virða fyrir sér hina dýrðlegu náttúrufegurð, varð hin lotningarblandna gleði hennar svo mikil og hugsanir hennar svo háleitar og andlegar, að meðvitund hennar hvarf þegar inn í huglíkama hennar eða með öðrum orðunt: hún hóf sig upp á hið himneska tilverustig. En það var þó síður en svo að hún gæti séð og athugað þar umhverfi sitt eða fengi nokkra verulega hug- mynd um, hvernig þar hagaði til. Hún var í sams konar MORGUNN 95

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.