Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 12

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 12
4 SJÓMAÐURINN GOÐIR GESTIR: Belgíska skólaskipið Mercator, feröir pess og starfsemi. Viðtal við skipstjóra R. van l)e Sande, eJLir Jón Axel Pétursson. A SÍÐASTLIÐNU vori, og raunar eitt sinn áður, kom liingað til landsins belgiska skólaskipið „Mereator“. Vakti skipið og skips- höfn þess almenna athygli Reykvikinga, skipið fyrir fegurð og góðan útbúnað, en skipstjóri þess og skipshöfn fyrir myndarskap og framúrskar- andi bæversku og góðvild til allra, sem við þá áttu einhver mök. Bar allt vott um framúrskar- andi góða stjórn á skipinu, samfara hæversku og lipurð, er har þess ljósan volt, að yfirmenn- irnir voru gagnmenntaðir menn. Þegar þeir fréttu um sjómannadaginn og J>að, að íslenzku sjómennirnir ætluðu að halda upp á daginn á ýmsan liátt, ákváðu þeir að taka þátt í þeim hátíðahöldum og gjörðu það með sóma. I hófi sjómannanna að Hótel Borg mætti 1. stýrimað- ur „Merc.ators“ í forföllum skipstjóra og flutti þar nokkur kveðjuorð. Var það almannarómur, að skip og skipsliofn væri helgisku þjóðinni lil sóma. Formaður Stýrimannafélagsins hafði haft nokkur kynni af skipstjóranum og skipshöfninni og hirtist hér viðtal, sem hann átli við skipstjóra „MercatorsR. van de Sande. Hefst hér frá- sögn hans: Árið 1900 eignuðust Belgar fyrsta skólaskip Yfirmennirnir á Mercator. Capt.R.van Sande 2. frá hægri. Mercator. silt. Það var þrímastrað harkskip, en það fórsl með allri áhöfn í Biskayjaflóanum árið 1905. Það var sorgarsaga, en slíkt er stundum hlut- skifti sjómannsins. Þá þegar lél belgiska stjórn- in hyggja nýtl skip i Þýzkalandi og var það hyggt sem skólaskip. Það var fjórmastrað hark- skip og hlaut nafnið „L’Avenir“. „L’Avenir“ var mótorlaust, en hið ágætasta skip; eftir 25 ára þjónustu var það selt Þjóð- verjum, sem notuðu það áfram fyrir skólaskip, og hlaut þá nafnið „Admiral Karafanger“. Eg var skipstjóri á þessu skipi í sex ár, meðan ])að var eign Belga. (Nú er skip þetta farið, fórst með allri áhöfn, án þess vitað væri, með hvaða hætli það varð). Árið 1932 lét belgíska stjórnin hvggja „Mer- cator“. Hann er miklu minni, eða 770 tonn, en liefir lijálparvél, eins og þú hefir séð. 1 skip- inu er rúm fyrir 65 námsmenn, en alls geta ver- ið á skipinu 100 manns. Við liöfum þrenns kon- ar starfsemi um borð í „Mercator“, segir Capt. Sande: Skóla fyrir unga yfirmenn, vélamenn og stýrimenn, sem lært hafa í tvö ár við stýri- manna- og vélaskólann í Antwerjjen. Þá höfum við skóla fyrir unga menn, sem húa sig undir það að verða sjómenn — hásetar. Ald- ur þessara ungu manna er frá 14 til 20 ár. Yl'ir- mannalærlingarnir verða að vera tvö ár um borð, en hinir í eitl ár.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.