Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 20

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 20
12 SJÓMAÐURINN NV beint á móti. Síðan gerði NV kalda og svo stormbrælu, og var nú alll af slagað sólarhring eftir sólariiring, en alltaf var þokusúld, svo að ekki sá til sólar. Eftir 14 daga siglingu frá Halm- stad vorum við komnir undir Skotland, Þá lá og tundurduflabelti um Norðursjóinn frá suðurodda Sbetlandseyja og suður undir Skotland, allt frá Marstenen i Noregi að norðan og að Hvitingsö að sunnan, svo að fara varð annaðhvort innan skers i Norcgi, eða vestur undir Skotland og norður með Orkneyjum að austan og út sundið bjá Fair Isle. Við tókum siðari kostinn. Við komumst að raun um það fljótlega, að Eos gamli sigldi mjög illa. Eg bafði i Ilalmstad talað við menn, sem þekktu skipið, og öllum kom saman um það, að Eos væri gott siglingaskip. Það var því bersýnilegt, að botnskröpunin i Halmstað bafði verið algerlega ófullnægjandi og komið að engum notum. En svo búið varð að standa, og ekki hægt að bæta úr þvi. Nú varð ntíaður að taka á þolinmæðinni, vona að fá bag- stæðan vind og vinna með tið og tima. Það fór nú að nálgast, að maður sæi fyrir endann á binu svokallaða hættusvæði, en það náði til Fair Isle sundsins. Við böfðum oft siglt fram hjá tundurduflum, sem voru á reki, en sloppið við að lenda á þeim. Einn maður var alltaf hafður á verði fram á til að svipast eftir tundurduflum. Eitt sinn sánm við ferlíki, á við stóran lóðarbelg, koma undan bógnum „lil kuls“ um lcið og skipið hjó áfram í háru. Þegár þetta færðist aftur með sáum við að þetta var enskt tundurdufl, sem hoðaföllin frá skipsskrokknum báru burtu. Við vorum nú komnir nálægt suðvesturodda tundurduflabeltisins og að norðausturodda Skot- lands. Vindur gekk nú til suðvesturs og fengum við síðuvind og stefndum fvrir hornið á tundur- duflabeltinu. Það var strekkingiskaldi, þannig að öll segl gátu staðið, þokusúld og smáregn og illt skvggni. Nú fóru tundurdufl að verða líð- ari á leið okkar og flest voru þau af svokallaðri þýzkri gerð. Þessi tundurdufl voru miklu stærri en þau ensku, broddarnir á þeim lengri og fleiri og voru þau enn hættulegri en þau ensku. Seinni- hluta lönguvaktar sáum við lierskip, sem kom á eftir okkur, það var ameriskt. Þegar það nálg- aðist okkur, sáum við að það var með merki um að við nálguðumst hættu. Merkinu var svarað frá okkur og skipið beðið um að koma i kallfæri og var það gert. Herskipið gaf okkur stefnu fvr- ir tundurduflabeltið og var sú stefna 1 striki vestar og 5 sjómilur kváðu skipverjar, að við ættum eftir að sigla i þessa stefnu, en þá kæm- um við að ljósbauju. Eftir að bafa gefið okkur þessar bendingar, kvaddi skipið okkur og hélt til suðurs. Nú sigldum við hinar 5 mílur út en ekki sást baujan. Það bafði líka syrt meira að með þoku. Vindurinn fór heldur vaxandi og gekk lítið eitt meira til vesturs, þannig að nú var sigldur beitivindur. Við sigldum út 3—4 sjó- mílur meira með sömu stefnu, en ekki sást ljós- bauan. Var nú um tvennt að gera, að taka stefn- una beint í sundið við Fair Isle og reikna með því að við værum komnir vestur fj'rir oddan á tundurduflabeltinu eða að venda suður um og halda sér við um nóttina, eða þar til rofaði til, en við böfðuni nú mætt svo mörgum tundur- duflum á reki þá um daginn og mér fannst ekki glæsilegt að fara að svamla innan um þau um nóttina. Eg tók því fyrri kostinn, að halda áfram og taka stefnu á sundið og treysta á guð og lukk- una. Yrði heppnin mcð, vorum við lausir við hættusvæðið eftir nóttina. Var nú siglt með öllu til setlu og böfðum við góðan vind. Sama þokan var þó og myrkrið og sást varla út fvrir borð- stokkinn. Þannig var baldið áfram alla nóttina. Kl. 4—5 um morguninn heyrðist í vitanum á Fair Isle á stjórnborðskinnung og miðuðum við hljóð- ið og reyndum að ákveða fjarlægðina. Það tókst sæmilega og um kl. 8 birti lil og sáum við þá evjuna aftur út á stjórnborða. Vorum við því komnir gegnum sundið og sloppnir yfir hætlu- svæðið. Var því fagnað með þvi að laka tapp- ann úr einni koniaksflösku og gefa öllum „einn litinn" Vindur fór nú minkandi, og lvgndi cr leið að bádegi. Höfðum við svo logn i næstu tvo sólar- hringa. Að lokum kaldaði af NV. Sigldum við ])á beitivind, með vindinn á bakborða, eða bak- borðs hálsi, með stefnu um Færevjar. Vindur gekk til N. og NA, er við nálguðumst eyjarnar. Var nú slagið (krusað). Einn dag, er við láum i logni, austur af Fær- eyjum, sáum við línuveiðara, sem var skamt frá okkur. Var þá islenski fáninn dreginn upp á gaffalhnokka, og um leið sett upp merki um að linuveiðarinn væri heðinn að koma i kall- færi. Merki okkar var svarað með ])vi, að upp kom norski fáninn á linuveiðaranum, og kom hann svo til okkar. Kallaði eg nú til hans, bvort hann gæti selt okkur nýjan fisk, og sagði hann það vera. Ég lét nú setja bátinn i sjóinn, fór nið- ur og stakk á mig einni flöslui af Ákavíti, og

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.