Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 13
Strauss. Þriðja myndin er svo „Good morn- ing judge“, og fjallar hún um vandræði þau, sem ungur söngvaútgefandi ratar í, er hann lendir í höndum kven-lögfræðings. Nokkur iög eru í myndinni, sungin af Mary Beth Huges. Tjamarbíó mun að líkindum ekki sýna neina músikmynd í þessum mánuði, og er sama að segja um Trípolíbíó, en þeir síðar- nefndu eiga samt von á músikmyndum mjöð bráðlega, og verður þeirra þá getið hér. „Búðin“. Þeir, sem komið hafa í Breið- firðingabúð nýlega hafa ekki einungis tekið eftir að Björn er kominn með nýja harm- oniku, heldur er hann farinn að „raula“ með um ieið og hann leikur á hana, líkt og Slam Stewart gerir er hann leikur á kontrabassann. Gaukur eða nánar sagt Ólafur Gaukur Þórhallsson er með quartet, sem mikið leik- ur á skóladansæfingum. Auk Gauks, sem leikur á guitar, eru í hljómsveitinni Kristj- án Magnússon (áður hjá Birni R.) á píanó, Eyþór Þorláksson (áður í G.O.-quintet) á bassa og Guðmundur Steingrímsson (áður hjá G.O.) á trommur. Guðmundur er ein- hver efnilegasti yngri trommuleikaranna. Hann leikur léttan en samt ákveðinn rhythma. Gaukur hefur einnig stofnað tríó í líkingu við hið fræga King Cole tríó. Þar syngur hann með og er Kristján einnig með honum á píanó þar, en bassaleikarinn er Hallur Símonarson, sem annars leikur með K.IÍ.-sextettinum. Kiingur. Smámsaman stækkar hópur þeirra, sem syngja með hljómsveitum bæj- arins. Síðustu vikurnar hafa þó sérstak- lega margir nýir komið fram á sjónar- sviðið. Svo sem Hjördís Ström, Margrét Guðbrandsdóttir og Einar Eggertsson (bróðir Jóhannesar trommuleikara á Borg) svo nokkur séu nefnd. — Fyrir stuttu kom út bók, sem þeir Skafti Ólafsson og Helgi Bjarnason gefa út. Hún hefur inni að haida mikinn fjölda amerískra danslaga- texta, þar má finna lög allt frá hinu sí- gilda Alexander’s ragtime band, til hins nývinsæla Chi baba. Jam Session var haldinn í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar sunnudaginn 29 febr. Þarna komu fram tæplega tuttugu helztu jazzleikai'ar bæjarins, og heppnaðist sess- ion þessi mjög vel. Húsið var þéttskipað áheyrendum og rann allur ágóðinn í barna- hjálp sameinuðu þjóðanna, en aðalsöfn- unardagur hennar var þennan dag. ERLENT. Oscar Moore, sem lék á guitar hjá King Colo, er nú farinn að leika, sem fjórði mað- ur í hljómsveit bróður síns. Hann heitir Johnny og leikur einnig á guitar. Hin tvö hljóðfærin eru píanó og bassi. Þeir léku inn á fyrstu plötuna saman fyrir jól og heita lögin „It’s over“ og „Money’s getting cheaper“. Jazz-hljómleikar voru haldnir í London rétt fyrir jól. Aðsókn var svo mikil, að það varð að fá lögregluaðstoð við miðasöl- una. A hljómleikunum komu fram fjórar enskar hljómsveitir og ein áströlsk. Þetta voru allt Dixieland-hljómsveitir. — Hin stóra hljómsveit Ted Heath, sem er sú bezta í Englandi, stendur ekkert að baki beztu amerísku hljómsveitunum, segja amerískir jazz-gagnrýnendur, sem hafa heyrt plötur leiknar ,af hljómsveitinni. Ten Cats and a Mouse, var hljómsveit nefnd, sem lék lögin „Ja-da“ og „Three o’clock jump“, inn á plötu hjá Capitol fyrir nokkru. Hljómsveit þessari var þannig hátt- að að enginn hljóðfææraleikaranna lék á „sitt“ hljóðfæri. Vibrafónleikarinn Red Norvo lék á píanó, guitarleikarinn Dave Barbour lék á trompet og kona hans, söngkonan Peggy Lee lék á trommurnar, altó-sax.-leikarinn Benny Carter lék á tenór-sax og svona hélt það áfram. Hinir sjö voru: Bobby Sherwood, Paul Weston, Eddie Miller, Dave Cavan- augh, Hal Dervin, Billy May og Frank DeVol. — S. G.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.