Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 14
Leonard Feather: Upprennandi Jazz-stjörnur ★ BERYL BOOKER Nýjar stjörnur í jazz eru svo margar nú á dögum, að erfitt er að velja einhverja einstaka persónu, sem sker sig sérstaklega úr. Samt kemur það fyrir, að maður rekst á snilling, sem kemur manni ósjálfrátt til að segja við sjálfan sig, að hér sé nokkuð, sem ekki verður hjá komizt að taka eftir. sem framúrskarandi hæfileikum. — Gott dæmi í þessu tilfelli er einmitt Beryl Booker. --- - rj ■ Kvöld nokkurt varð mér litið inn á „Three I)euces“ á 52. stræti og sá ég að píanóleikarinn, sem vanalega lék í Slam Stewart quart- ettinum, var ekki við í þetta sinn. í sæti hans var ung stúlka með milt bros. Ljósin voru dauf og lagið, sem leikið var, var hægt og dapurt. Beryl lék aðeins einn chorus, en það var nóg til þess að gera mig meir en lítið forvitinn. Enginn virtist vita neitt um hana, að undanskildu því, að henni hafði skotið inn frá Philadelphia fyrir stuttu. Síðar komst ég að því, að hún var engin viðvaningur í músik-lífinu. Þó hún líti út fyrir að vera 19 ára, þá er hún 26, og hefur hún leikið víðvegar í Philadelphia í nokkur undan- farin ár. Slam Stewart heyrði í henni þar og hvatti hana til að koma til New York. Stuttu síðar var hún svo orðinn fastur meðlimur hljómsveitar hans. Kven-hljóðfæraleikarar fá vanalega að heyra um sig sagt „ekki svo slæmt af kven- manni að vera“, eða eitthvað því um líkt. Það er hægt að komast hjá öllu slíku í sambandi við Beryl Booker. Að líkja henni við meistarann Errol Garner, væri eina réttmætanlega samlíkingin, því hún hefur til að bera sumt af hinum frumlegu hljóma og rhythma-„ideum“ hans. Eins og hann, hefur hún aldrei lært að lesa nótur, en hinsvegar aflað sér, eingöngu eftir eyranu, þessarar undraverðu sam- setningu innblás- inna impróviseringa og yfirnáttúrulegr- ar tækni í leik sín- um. Beryl lék . með tríói fyrir stuttu inn á nokkrar plöt- ur hjá Victor plötufyrirtækinu. Með henni voru tveir aðrir snillingar hins veikara kyns. Guitarleikarinn Mary Osburne og bassa- leikarinn June Rotenberg (hún leikur nú í St. Louis symfóníuhljómsveitinni). Það tók þessar þrjár stúlkur, sem aldrei höfðu sézt áður, ekki nema klukkustund til að fá sæmilegt King Cole snið á tríóið og var síðan leikið inn á plöturnar. Ef þú hefur tækifæri til að eignazt þess- ar plötur, þá, umfram allt, láttu það ekki fara fram hjá þér, því þær munu margfalt borga sig upp í ánægjunni, sem þú munt hafa af að hlusta á þær. Myndin er af Leonard og Beryl. 14 JazzLUiá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.