Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 16
TROMPETLEIKARINN Framhaldxímt/a eftir Dorothy Baker. Rikki hafði sig á brott. Honum var ljóst, að hann hafði ekki farið rétt að með valið, og honum kom í hug að snúa við og við- urkenna skyssuna og láta skrásetja sig í heiðarlega iðngrein, eins og manni sæmdi. Hann hægði á sér, og þegar hann var bú- inn að draga það mikið af sér, að hann stóð í stað, ieit hann upp og sá: Allrasúlna- kirkja. Komiö inn. Hvílist o</ biðjist fyrir. Hann fór inn. Þar var enginn fyrir. Þetta var stór salur með kollóttum bekkj- um, prédikunarstól, og í einu horninu stóð píanó. Rikki hlammaði sér niður á bekk, tók sálmabók og fór að lesa allt hvað af tók, það sem fyrst vaj'ð fyrir, þegar hann opnaði bókina, en það var þá efnisyfirlitið. Það var svo sem ekki skemmtilegt aflestr- ar, gaf aðeins byrjunina á nöfnum sálm- anna og númer: Gef oss í dag ..................... 7 I sælurann ....................... 43 Hvort hlotnazt .................. 202 Það var ekki til þess að dreifa hugan- um frá leiðindunum, svo að hann fletti upp annarsstaðar í bókinni og fór að syngja sálm númer 14, eftir nótum. Það hafði hann þó lært í barnaskólanum, hann gat lesið nótur eins og að drekka vatn. Þegar hann var búinn að finna lagið, hætti hann að syngja nóturnar og fór að syngja textann, en textinn var svo nauða ómerkilegur, að hann gat ekki haldið sér við efnið, og þá datt honum í hug, að það væri reynandi að prófa sálminn á píanóinu. Það gekk ágætlega. Þennan dag fór Rikki fyrst að ganga ágætlega. Hann stóð þarna og hallaði undir flatt Og braut heil- ann um þetta. Og innan stundar dró hann einn bekkinn upp að píanóinu og tyllti sér á annan endann. Hann var þarna fram í myrkur, og ég á bágt með að trúa því, en sagan segir, að hann hafi getað spilað á píanóið í myrkri, hann hafi getað spilað sálm nr. 14 á píanóið í myrkri, hafi ekki fundið ljósahnappinn. Svo hélt hann heim og beint í háttinn og fór að hugsa um þetta, hvernig í ósköpunum honum hafi tekizt þetta, og um það, hvort ekki væri reynandi að spila sálmana með tilbrigðum. Daginn eftir mætti hann ekki í stofu nr. 200 á annarri hæð klukkan hálf níu. Hann var kominn upp í Allrasálnakirkju klukkan hálf átta, og þar leið honum vel. Það virðist vera öfugmæli, að farið hafi á þennan veg fyrir Rikka Marteins. Mað- ur skyldi halda það sjálfsagt, að hann myndi mæta því sem næst á hverjum morgni í gagnfræðaskólanum, og með því að hann var siðprúður, viðkvæmur og hugs- unarsamur drengur, myndi hann hafa feng- ið áhuga fyrir Ivari hlújárn og Goðsögun- um, eða hann hafi komizt vel niður í latn- eskri orðaskipun eða reglum efnafræðinn- ar, allt hafi verið í himnalagi og honum leikur einn að komast gegnum gagnfræða- skóla og menntaskólann og hann myndi útskrifast með því öryggi og þeirri vissu, sem stúdentar virðast hafa að séreign gagn- vart heiminum. Hann gæti hafa gerzt miðl- ari eða fai'ið í fasteignasölur og orðið kvitt- ur og óháður öllum. Fjölmargir ungir menn höfðu orðið kvittir og klárir með því að gerast miðlarar nákvæmlega á því reki, sem mátulegt var fyrir Rikka að byrja á því. Maður skyldi sannarlega halda, að eitthvað þvílíkt hefði komið fyrir, alveg eins og af sjálfu sér, til þess að beina braut hans inn í hið daglega athafnalíf, hið eðlilega, barnslega, saklausa líf, sem stjórnmálamenn og verkfræðingar lifa. Ef hann hefði haldið sér við efnið og lokið við skólann, myndi honum að minnsta kosti 16 ^,ZJ,LU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.