Jazzblaðið - 01.06.1950, Qupperneq 21

Jazzblaðið - 01.06.1950, Qupperneq 21
mánuði. Var það í hljómsveit Kurt Dehems í næturklúbb í Dortmund. Ég lærði mikið þar, vegna stöðugra kabar- ettsýninga, er hljómsveitin aðstoðaði við“. „Var jazzinn farinn að ryðja sér til rúms í Þýzkalandi um þetta ieiti?“ „Nei, hann þekktist varla, en þó mátti heyra einhvern örlítinn vott impróviseringa hjá einstaka danshljómsveitum“. „Hver var ástæðan fyrir því að þú lékst aðeins í nokkra mánuði með þess- um Kurt Dehms?“ „Ófriðurinn, ég var á vígstöðvunum og í fangabúðum í fimm ár“. „Hvenær komstu til ísafjarðar?“ — „Árið 1948 og byrjaði ég þá að leika með Guðmundi Finnbjörnssyni“. „Hvenær fékkst þú áhuga fyrir jazz- inum?“ „Það var ekki fyrr en ég heyrði plötu- safn Guðmundar og síðan er jazzinn mitt mesta áhugamál“. „Hvað finnst þér um Be-bop jazz- inn?“ „Plötur fást engar, svo að sú litla kynning, sem við höfum af því er aðal- ]ega gegnum útvarpið (ekki Ríkisút- Varpið — heldur erlendar stöðvar)". Uppáhaldshljómsveit Ericks er Stan Kenton og er sama að segja um Finn- björn og Vilberg. Allir eru þeir hrifnir af Duke og Goodman. Gillespie og Teddy Wilson. Með hljómsveit þeirra félaga ^afa þau Karólína Guðmundsdóttir og Kristján Steinsson sungið og hefur því verið vel tekið. Önnur hljómsveit er einnig á ísafirði og fæst hún aðallega v>ð gömlu dansana. Meðlimir hennar eru Gunnar Bjarnason trommur, Jón Jóns- son frá Hvanná píanó og Bæring Jóns- son og Þórður Péturson harmonikur. Stjórn Jazzklúbbs ísafjarðar. Fremri röð frá vinstri: Vilberg Vilbergsson formaður, Kiddy Einarsdóttir með- stjórnandi. Aftari röð frá vinstri: Erick Hubner gjaldtyeri, Jón Jónsson ritari og Finnbjörn Finnbjörnsson meðstjórnandi. Fyrir nokkru var stofnaður jazzklúbb- ur á ísafirði. Stofnendur voru 22 og voru þeir Vilberg Vilbergsson kosinn formaður, Jón Jónsson ritari og Erick Hiibner gjaldkeri. Þau Kiddy Einars- dóttir og Finnbjörn Finnbjörnsson með- stjórnendur. Klúbburinn hefur hug á að fá hljóm- sveitir og hljóðfæraleikara úr Reykja- vík til að leika á Jam-sessionum og dans- leikjum á vegum klúbbsins", sagði Erick, „en fyrst og fremste r tilgangur okkar með stofnun klúbbsins sá, að halda uppi heilbrigði félagslífi, með skemmtifund- um og fleiru“. Ég þakkaði þeim félögum fyrir allar upplýsingarnar og sagði að lokum: — „Eigum við ekki að koma á skíði?“ Þrjú ákveðin nei heyrðust, og Vilberg sagði, um leið og hann setti nýtt blað i saxa- fóninn. „Við skulum heldur jama“. 21

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.