Jazzblaðið - 01.12.1950, Qupperneq 37

Jazzblaðið - 01.12.1950, Qupperneq 37
Don Marino segir frá Þegar Steini Steingríms og Grettir spiluðu í Höfn Nafniö „Don Marino" sást fyrst í Jazzblaö- inu fyrir tœplega tveimur árum. Það stóð undir aðsendu greinarkorni, er nefndist „Hugmynd". Höfundurinn var Marínó Guðmundsson, sem hafði leikið á trompet með hljómsveit Baldurs Kristjánssonar i Tjarnarcafé. Marínó, sem er loftskeytamaður, hefur síðan þá verið í sigl- ingum, að undanskyldum þeim mánuðum, er hann dvaldist í Danmörku, eins og frá greinir hér á eftir. Hann hefur skrifað nokkrar smá- sögur fyrir tímarit hér og hefur hinn létti stíll hans hrifið marga. Ef til vill mun Marínó skrifa meira í Jazzblaðið, því að hann hefur frá mörgu að segja. Á ferðalögum sínum hefur hann jafnan leytað uppi jazzleikara, hvort sem það hefur verið á „Bop City“ í New York eða neðanjarðarsjoppum i Tékkóslóvakiu. Það má merkilegt heita, eins og við eigum marga afbragðs hljóðfæraleik- ara, hve þeir eru þolinmóðir að hanga yfir jafnlélegri atvinnu og þeir flestir hafa. Auk þess, að þeim leiðist meira og minna allflesta daga ársins, að örfá- um undanskildum. Þess vegna var það, að þeir Steini Steingríms og Grettir flugu yfir hafið einn sólbjartan sumar- dag í þeim tilgangi að hætta að láta sér leiðast. Ég var þá búinn að vera á ferðalagi um nokkurt skeið og þannig höguðu örlögin því, að einn góðan veð- urdag var ég á gangi yfir Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn og rakst ég þá á Steina og Gretti upp úr þurru. Fór nú í hönd langur og skemmti- legur tími og var aldrei vöntun á pípu- tóbaki. í því landi eru hjólreiðar mjög vinsælar og leið ekki á löngu áður en við áttum allir sinnhvern hestinn. Fór- um við dag einn hjólríðandi út í busk- ann, og var það merkilegt ferðalag. Gekk sú ferð að óskum eins og við var að búast og endaði með því að við fór- um ekki lengra og snérum við. Það var þó ekki fyrr en löngu eftir að við týnd- um Gretti. Svoleiðis var, að hans hest- ur var minnst latur og einn sunnudag á meðan ég og Steini vorum að éta kjúklinga, þá hvarf Grettir. Sást hann ekki fyrr en löngu síðar, og var þá hesturinn fyrir löngu farinn til annars eiganda, en við Steini vorum þá í Es- bjerg, og athuguðum með bissniss. Sá bissniss hefði gengið, ef við hefðum komið tveim til þrem vikum fyrr, en þar voru þeir búnir að fá mikið af frönskum hnákum, sem spiluðu á píanó og sungu. Voru það hin vinsamlegustu kynni, að minnsta kosti r’eyndi enginn þeirra að kasta píanói í hausinn á Steina, eins og þeir reyndu eitt sinn, þegar hann var að spila á barnum á National Scala í Kaupmannahöfn, en það er önnur saga. Þegar við komum aftur til Hafnar, fórum við strax að leita að Gretti. Það var ekki nema um tvennt að ræða: annað hvort var hann að spila eða að hann var ekki að spila. Köstuðum við upp krónu og kom kórónan upp: Það þýddi, að Grettir væri að spila og bið- um við ekki boðanna og byrjuðum að leita hans. En Kaupmannahöfn er borg með margar búllur og leitin gekk hægt. Loks þegar við gengum fram hjá Skipper Kroen, heyrðum við að nikkari

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.