Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 9

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 9
Tímarit Tónlistarfélagsins 2. Heiti hljómanna. 3. Þann grundvallarmismun, sem er á kontrapunkt og hljómfræði. 4. Heiti og byggfingu venjulegra tónlistaforma (ljóð, madrigal, fúga, kanon, og sér í lagi sónötu, kvartetts og symfóníu. 5. Heiti, hljóð og meðferð helztu hljóðfæra. Góð æfing er að festa athyglina við eitthvert visst hljóðfæri í hljómsveitinni og fylgjast með því hvað það leggur til málanna. 6. Ennfremur ætti áheyrandinn að reyna að kynnast sem mestu af ágætustu tónlistarverkum. 7. Síðasta og þýðingarmesta atriðið er, að tónlistar- áheyrendur ættu ef mögulegt er að læra að lesa tón- verkin. Ég á ekki við, að þeir eigi að syngja þau eða leika þau frá blaðinu, heldur lesa þau í kyrþey eins og þeir lesa skáldsögu. Er auðvelt að komast svo langt með nokkurri þolinmæði, ef ekki eru talin með sum flókin nútímatónverk. Byrjið með að fylgjast með í nótunum í einhverju lagi, sem þér kunnið utanað (t. d. sálmalagi). Takið síðan fyrir önnur, sem yður eru minna kunn. Lærið utanað lög, og reynið að hafa þáu yfir í huganum. Fylgist með symfóníum og kvar- tettum með nóturnar fyrir framan yður og lesið þau yfir á eftir á meðan þau eru í fersku minni. Það mun ekki líða á löngu, áður en nóturnar á blaðinu eru jafn þýðingarmiklar og orð og þegar þér hafið náð svo langt hafið þér lært nýtt mál og kynnzt nýjum bók- menntum. Ég neita því ekki, að hægt sé að njóta tón- listar án alls þessa, en ég vil aðeins leiða lesandanum fyrir hugskotssjónir hve miklu nær hann mundi kom- ast Beethoven og Bach, ef hann hefði jafn mikla möguleika til að nálgast þá eins og hann hefir til að nálgast Shakespeare og Milton. 9

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.