Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 15

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 15
Tímarit Tónlistarfélagsins TSJAIKOVSKÝ: FiSlukonsert í D-dúr op. 35. Leikinn af Heifetz H. M. V.: D.B 3159—3162 | og Londonar Phil. hljómsveitinni. Þessi konsert er í miklum met- um hjá öllum fiðlusnillingum. Heifetz, sem er í tölu hinna fremstu þeirra og auk þess Rússi að ætterni hefir sérstök skilyrði til að' leika þetta verk. * MOZART: Píanósónata c moll. Leikin af Walter Gieseking Col- umbia LWX 202—203. Gieseking er meöal beztu píanó- leikara Þjóðverja, sem nú lifa. Túlkun hans á píanóverkum nú- tíma-tónskálda og Mozarts er sér- staklega viðbrugðið. * BACH: Organ — sálmforleikir. Leiknir af Albert Seweitzer. Guðfræðingurinn, heimspeking- urinn, læknirinn og tónlistamað- urinn Schweitzer er frægur fyrir æfisögu Bach’s, en það voru ein- mitt sálmforleikirnir, sem gáfu tilefniö til að hann reit það verk. Schweitzer dvaldi langdvölum sem læknir og trúboði í Afríku. Túlkun hans á Bach þykir sérstæð. Smælki Cacadesus í St. Louis. Um þrjú þúsund tónlistarvinir fylltu Borgar-salinn (Municipal- Auditorium) í St. Louis, og hlýddu hugfangnir á píanósnillinginn Casadesus töfra fram gjálfur Scarlattisónötunnar, héldu niðri í sér andanum þegar hann fór að leika sónötu eftir Mozart, en lirukku skyndilega viö þegar hægri fótskör flygilsins brotnaði. Casa- desus ypti öxlum, kallaði á sal- þjónana til aö flytja burt flygil- inn, og lauk síðan við sónötuna á flygil tónleikasalsins. Á meðrn var gert við hinn flygilinn og að því loknu byrjaði hann að leika á hann Ballötu eftir Chopin. Hann var varla búinn að leika meir en 20 takta, þegar fótskörin brotnaði á ný. Casadesus spratt á fætur, fórnaði höndum, and- varpaði „I arn sorry,“ og fór út af sviðinu til að leita að umsjónarmönnunum. Hann náði aðeins í einn þeirra og var sjálfur að strita við að hjálpa honum að flytja flygil no.l út og no. 2 aft- ur inn. Meðan þeir voru aö bisa við flygil no. 1 datt einn fóturinn undan honum. Hálfsturlaður reyndi Casadesus að koma fæt- inum undir flygilinn aftur. Áður en hann kom inn aftur, notaði ókunnur trúboði tækifærið til að stökkva upp á sviðið, og hélt þar ofurlítinn ræðustúf í því skyni að fá menn til að gefa ölmusu til „United Charities". Áheyrendur lofuðu honum að tala í nokkrar mínútur en æptu síðan, fussuðu og sveiuðu og hrópuðu hann niður. Casadesus birtist á ný all- ófrýnilegur á svip. •— Áheyrendur fögnuðu honurn með ópum og klöppum. Hann settist niður, þaut gegnum Ravel og Chopin, en þurfti i sífellu að sporna á móti þvi að' hjálparflygillinn, sem stóð á járnsleða, rynni burt frá hon- um. Tónlistarrýnendur í St. Louis spáðu því, að St. Louis myndi seint gleyma Casadesus og að Casadesus myndi æfilangt bera með' ser endurminninguna um St. Louis. — (Úr ameríska tímarit- inu „Time"). 15

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.