Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 11

Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 11
Hugleiðingar um hljómlistarlífið ÞaS ihefur komið mörgum á óvart, er það var tilkynnt í Ríkisútvarpinu þann 12. ágúst, að ekki mætti ráða hingað erlendar hljóm- sveitir, þar eð um enga yfirfærslu myndi vera að ræða. Mörgum varð á að spyrja, hvers hljómlistin á Islandi ætti að gjalda. Það er ábyggilegt, að það eru engar geypifjárhæðir í gjaldeyri er hafa verið látnar út fyrir erlenda listamenn, en þó má undanskilja Busch quartettinn, sem var óþarflega gjaldeyrisfrekur. Utlendir atvinnuknattspyrnumenn og frjáls- íþróttamenn hafa komið hingað umvörpum og margir íslenzkir íþróttamenn og skátar hafa farið héðan og hefur verið mögulegt fyrir þá að fá'gjaldeyri, sem er ekkert smáræði og er það ekki nema sjálfsagt og veit ég ekki þess að talið hafi verið eftir, en þegar út í hljómlistina er komið, kemur annað tiljóð í strokkinn. Onnur eins óhæfa og það, að útiloka er- lenda snillinga frá að koma hingað mun að líkindum vera eins dæmi og hafa stríðandi Vibrafónn: 1. Red Norvo. 2. Lionel Hamp- ton. Utsetjari: Duke Ellington. 2. George Handy Hljómsveit: 1. Duke Ellington. 2. Woody Herman. Söngvari: Louis Armstrong. 2. King Cole. Söngkona: 1. Billie Holliday. 2. Ella Fiz- gerald. þjóðir t. d. reynt að byggja upp allt sitt hljóm- listarlíf með aðgstoð útlendra snillinga og hafa veitt til þess óhemju fjárhæðum. Allir þeir, er hljómlist unna munu leggjast á eitt um það að hvetja til þess að reynt verði í lengstu lög, að auka hið fábreytta hljóm- listarlíf með útlendum listamönnum og láta heldur annað sitja á hakanum. Fyrir hina söngelsku þjóð er engin refsing verri, en að banna hljómlistinni inngöngu, því að fyrir hana er hljómlistin tákn lífsgleði, fegurðar og trú á framtíðina. An hennar getum við ekki verið. T. A. Bréfakassinn Kæra Jazztímarit! Mig langar til að fá birta textana við lögin: Ramona, Good By Hawaii og Why There’s a Tear in My Eye. Með ósk um velgengni, Cíj Svar: Við birtum textana við fyrsta tækifræi. Mig langar til að þakka fyrir síðasta hefti Jazz. Að mínu áliti er það bezta heftið, sem hefur komið til þessa. Einnig langar mig til að þakka fyrir ritstjórnargreinina, það voru orð í tíma töluð. Eg vil leyfa mér að þakka tímaritinu fyrir þá hreyfingu, er það hefur komið af stað, til þess að auka skilning á Jazz á Islandi og fyrir þá fræðslu, sem það veitir um Jazzinn yfirleitt. Eitt er ég ekki ánægður með og það er, að plötulistar koma óreglulega og þegar þeir koma eru þeir orðnir úreltir. Með þökk fyrir birtinguna, Húsvíkingur. „'AZZ 1 1

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.